„Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2023 07:57 Carlson var látin fara frá Fox í apríl en hefur þegar boðað endurkomu sína. Á hvaða vettvangi er óljóst. AP/Richard Drew Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. Frá þessu greinir New York Times en í skilaboðunum lýsir Carlson tilfinningum sínum og hugsunum þegar hann horfði á myndskeið þar sem nokkrir stuðningsmenn Trump umkringdu og lúbörðu dreng, sem Carlson segir hafa tilheyrt andfasísku Antifa-hreyfingunni. „Þetta voru, að minnsta kosti, þrír gegn einum,“ segir Carlson um myndskeiðið í skilaboðunum. „Að ráðast gegn manni með þeim hætti er augljóslega ekki heiðursmannlegt. Það er ekki þannig sem hvítir menn slást. En skyndilega upplifði ég mig halda með múgnum gegn manninum, ég vonaði að þeir myndu berja hann fastar, drepa hann. Mig langaði virkilega að þeir meiddu krakkann. Ég fann bragðið af því.“ Carlson segist svo hafa rankað við sér; áttað sig á því að þetta væri ekki í lagi. Hann væri að verða eitthvað sem hann vildi ekki verða. Krakkinn væri manneskja, hversu mikið sem Carlson fyrirliti afstöðu hans. A text message sent by Tucker Carlson that set off a panic at the highest levels of Fox on the eve of its billion-dollar defamation trial showed its most popular host sharing his private, inflammatory views about violence and race. https://t.co/trlp6zlPjL pic.twitter.com/vv68FaLhm8— The New York Times (@nytimes) May 3, 2023 New York Times hefur eftir heimildarmönnum að þegar forsvarsmenn Fox hefðu fengið vitneskju um skilaboðin hefðu þeir strax haft áhyggjur af því að þau yrðu gerð opinber í dómsmálinu sem Dominion Voting Systems höfðaði gegn sjónvarpsstöðinni vegna lyga um svindl í forsetakosningunum 2020. Ákveðið var að fá utanaðkomandi aðila til að rannsaka Carlson en skilaboðin og fleiri innanhúsmál sem tengdust sjónvarpsmanninum hefðu orðið til þess að stjórnendur fyrirtækisins mátu það sem svo að þrátt fyrir svimandi háar áhorfstölur fylgdu Carlson meiri vandamál en virði. Skilaboðin voru meðal gagna sem voru birt í tengslum við dómsmálið en höfðu verið máð út. New York Times og fleiri miðlar hafa hvatt dómara til að birta öll þau skilaboð sem voru máð út í málsgögnunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times en í skilaboðunum lýsir Carlson tilfinningum sínum og hugsunum þegar hann horfði á myndskeið þar sem nokkrir stuðningsmenn Trump umkringdu og lúbörðu dreng, sem Carlson segir hafa tilheyrt andfasísku Antifa-hreyfingunni. „Þetta voru, að minnsta kosti, þrír gegn einum,“ segir Carlson um myndskeiðið í skilaboðunum. „Að ráðast gegn manni með þeim hætti er augljóslega ekki heiðursmannlegt. Það er ekki þannig sem hvítir menn slást. En skyndilega upplifði ég mig halda með múgnum gegn manninum, ég vonaði að þeir myndu berja hann fastar, drepa hann. Mig langaði virkilega að þeir meiddu krakkann. Ég fann bragðið af því.“ Carlson segist svo hafa rankað við sér; áttað sig á því að þetta væri ekki í lagi. Hann væri að verða eitthvað sem hann vildi ekki verða. Krakkinn væri manneskja, hversu mikið sem Carlson fyrirliti afstöðu hans. A text message sent by Tucker Carlson that set off a panic at the highest levels of Fox on the eve of its billion-dollar defamation trial showed its most popular host sharing his private, inflammatory views about violence and race. https://t.co/trlp6zlPjL pic.twitter.com/vv68FaLhm8— The New York Times (@nytimes) May 3, 2023 New York Times hefur eftir heimildarmönnum að þegar forsvarsmenn Fox hefðu fengið vitneskju um skilaboðin hefðu þeir strax haft áhyggjur af því að þau yrðu gerð opinber í dómsmálinu sem Dominion Voting Systems höfðaði gegn sjónvarpsstöðinni vegna lyga um svindl í forsetakosningunum 2020. Ákveðið var að fá utanaðkomandi aðila til að rannsaka Carlson en skilaboðin og fleiri innanhúsmál sem tengdust sjónvarpsmanninum hefðu orðið til þess að stjórnendur fyrirtækisins mátu það sem svo að þrátt fyrir svimandi háar áhorfstölur fylgdu Carlson meiri vandamál en virði. Skilaboðin voru meðal gagna sem voru birt í tengslum við dómsmálið en höfðu verið máð út. New York Times og fleiri miðlar hafa hvatt dómara til að birta öll þau skilaboð sem voru máð út í málsgögnunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira