„Hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2023 10:01 Orri Freyr Þorkelsson í leik gegn Vardar í Meistaradeild Evrópu. epa/GEORGI LICOVSKI Orri Freyr Þorkelsson segir enn óvíst hvar hann spilar á næsta tímabili. Hann hefur leikið með Elverum í Noregi undanfarin tvö ár. Samkvæmt heimildum Vísis vill portúgalska félagið Sporting, sem vann Evrópudeildina í fyrra, fá Orra eftir tímabilið. Hann vildi þó lítið gefa upp aðspurður um áhugann frá Portúgal. „Ég get voða lítið sagt. Mín mál eru í vinnslu hvað næsta tímabil varðar. Ég er í þeirri stöðu að ég get í raun ekkert sagt. Tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist,“ sagði Orri í samtali við Vísi í dag. Samningur hans við Elverum rennur út eftir tímabilið. Orri gekk í raðir Elverum frá Haukum 2021 og varð tvöfaldur meistari með norska liðinu á síðasta tímabili. Þá hefur hann spilað með því í Meistaradeild Evrópu. Mikill lærdómur „Tíminn hérna úti hefur verið lærdómsríkur. Ég hef tekist á við margar áskoranir og það hafa líka verið góðar stundir. Við unnum alla titlana í fyrra en þetta er erfiðara núna. Það hefur ekki gengið eins vel og maður vonaðist eftir í deildinni en stundum vinnur maður og stundum tapar maður. Við lentum í 2. sæti í deild og bikar en svo byrja undanúrslitin á laugardaginn,“ sagði Orri en Elverum mætir Nærbo í undanúrslitunum. „Heilt yfir hefur maður lært mikið á þessu. Það er margt sem ég er sáttur með og annað sem ég hefði viljað að hefði farið betur. En ég hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel verð ég að segja.“ Alltaf klókt að koma hingað Orri segist spila þrjátíu mínútur í hverjum leik, á móti hinum rétthenta hornamanni Elverum, Norðmanninum Sindre Heldal. Orri hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið að undanförnu og lék meðal annars með því á EM 2022.epa/Henning Bagger „Á síðasta tímabili spilaði ég minna í Meistaradeildinni en hef verið í föstu hlutverki allt þetta tímabil á móti Sindre og spila þrjátíu mínútur í öllum leikjum. Það er góð reynsla og mjög gaman að hafa fengið að taka þátt í Meistaradeildarleikjum. Það var alltaf klókt skref að koma hingað, sérstaklega hvað varðar Evrópuleikina,“ sagði Orri. Samkeppnin við Kolstad Sem fyrr sagði vann Elverum allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. Fyrir þetta tímabil fékk liðið hins vegar samkeppni frá ofurliði Kolstad sem hefur sankað að sér öflugum leikmönnum, meðal annars íslensku landsliðsmönnunum Janusi Daða Smárasyni og Sigvalda Guðjónssyni. Ekki veikist Kolstad á næsta tímabili enda bætast þá meðal annars norsku stórstjörnurnar Sander Sagosen og Magnus Röd. Kolstad varð bikarmeistari og tapaði aðeins einum af 22 leikjum sínum í norsku úrvalsdeildinni. „Þeir eru með mjög góða leikmenn. Íslensku strákarnir eru frábærir, svo komu fleiri og það voru góðir leikmenn fyrir. Okkur hefur ekki enn tekist að vinna þá og þetta breytti þessu. Sömuleiðis urðu miklar breytingar á okkar liði frá því í fyrra og stöðugleikinn hefur ekki fundist. En það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta þróast hérna í Noregi næstu árin,“ sagði Orri að endingu. Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis vill portúgalska félagið Sporting, sem vann Evrópudeildina í fyrra, fá Orra eftir tímabilið. Hann vildi þó lítið gefa upp aðspurður um áhugann frá Portúgal. „Ég get voða lítið sagt. Mín mál eru í vinnslu hvað næsta tímabil varðar. Ég er í þeirri stöðu að ég get í raun ekkert sagt. Tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist,“ sagði Orri í samtali við Vísi í dag. Samningur hans við Elverum rennur út eftir tímabilið. Orri gekk í raðir Elverum frá Haukum 2021 og varð tvöfaldur meistari með norska liðinu á síðasta tímabili. Þá hefur hann spilað með því í Meistaradeild Evrópu. Mikill lærdómur „Tíminn hérna úti hefur verið lærdómsríkur. Ég hef tekist á við margar áskoranir og það hafa líka verið góðar stundir. Við unnum alla titlana í fyrra en þetta er erfiðara núna. Það hefur ekki gengið eins vel og maður vonaðist eftir í deildinni en stundum vinnur maður og stundum tapar maður. Við lentum í 2. sæti í deild og bikar en svo byrja undanúrslitin á laugardaginn,“ sagði Orri en Elverum mætir Nærbo í undanúrslitunum. „Heilt yfir hefur maður lært mikið á þessu. Það er margt sem ég er sáttur með og annað sem ég hefði viljað að hefði farið betur. En ég hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel verð ég að segja.“ Alltaf klókt að koma hingað Orri segist spila þrjátíu mínútur í hverjum leik, á móti hinum rétthenta hornamanni Elverum, Norðmanninum Sindre Heldal. Orri hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið að undanförnu og lék meðal annars með því á EM 2022.epa/Henning Bagger „Á síðasta tímabili spilaði ég minna í Meistaradeildinni en hef verið í föstu hlutverki allt þetta tímabil á móti Sindre og spila þrjátíu mínútur í öllum leikjum. Það er góð reynsla og mjög gaman að hafa fengið að taka þátt í Meistaradeildarleikjum. Það var alltaf klókt skref að koma hingað, sérstaklega hvað varðar Evrópuleikina,“ sagði Orri. Samkeppnin við Kolstad Sem fyrr sagði vann Elverum allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. Fyrir þetta tímabil fékk liðið hins vegar samkeppni frá ofurliði Kolstad sem hefur sankað að sér öflugum leikmönnum, meðal annars íslensku landsliðsmönnunum Janusi Daða Smárasyni og Sigvalda Guðjónssyni. Ekki veikist Kolstad á næsta tímabili enda bætast þá meðal annars norsku stórstjörnurnar Sander Sagosen og Magnus Röd. Kolstad varð bikarmeistari og tapaði aðeins einum af 22 leikjum sínum í norsku úrvalsdeildinni. „Þeir eru með mjög góða leikmenn. Íslensku strákarnir eru frábærir, svo komu fleiri og það voru góðir leikmenn fyrir. Okkur hefur ekki enn tekist að vinna þá og þetta breytti þessu. Sömuleiðis urðu miklar breytingar á okkar liði frá því í fyrra og stöðugleikinn hefur ekki fundist. En það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta þróast hérna í Noregi næstu árin,“ sagði Orri að endingu.
Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira