„Hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2023 10:01 Orri Freyr Þorkelsson í leik gegn Vardar í Meistaradeild Evrópu. epa/GEORGI LICOVSKI Orri Freyr Þorkelsson segir enn óvíst hvar hann spilar á næsta tímabili. Hann hefur leikið með Elverum í Noregi undanfarin tvö ár. Samkvæmt heimildum Vísis vill portúgalska félagið Sporting, sem vann Evrópudeildina í fyrra, fá Orra eftir tímabilið. Hann vildi þó lítið gefa upp aðspurður um áhugann frá Portúgal. „Ég get voða lítið sagt. Mín mál eru í vinnslu hvað næsta tímabil varðar. Ég er í þeirri stöðu að ég get í raun ekkert sagt. Tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist,“ sagði Orri í samtali við Vísi í dag. Samningur hans við Elverum rennur út eftir tímabilið. Orri gekk í raðir Elverum frá Haukum 2021 og varð tvöfaldur meistari með norska liðinu á síðasta tímabili. Þá hefur hann spilað með því í Meistaradeild Evrópu. Mikill lærdómur „Tíminn hérna úti hefur verið lærdómsríkur. Ég hef tekist á við margar áskoranir og það hafa líka verið góðar stundir. Við unnum alla titlana í fyrra en þetta er erfiðara núna. Það hefur ekki gengið eins vel og maður vonaðist eftir í deildinni en stundum vinnur maður og stundum tapar maður. Við lentum í 2. sæti í deild og bikar en svo byrja undanúrslitin á laugardaginn,“ sagði Orri en Elverum mætir Nærbo í undanúrslitunum. „Heilt yfir hefur maður lært mikið á þessu. Það er margt sem ég er sáttur með og annað sem ég hefði viljað að hefði farið betur. En ég hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel verð ég að segja.“ Alltaf klókt að koma hingað Orri segist spila þrjátíu mínútur í hverjum leik, á móti hinum rétthenta hornamanni Elverum, Norðmanninum Sindre Heldal. Orri hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið að undanförnu og lék meðal annars með því á EM 2022.epa/Henning Bagger „Á síðasta tímabili spilaði ég minna í Meistaradeildinni en hef verið í föstu hlutverki allt þetta tímabil á móti Sindre og spila þrjátíu mínútur í öllum leikjum. Það er góð reynsla og mjög gaman að hafa fengið að taka þátt í Meistaradeildarleikjum. Það var alltaf klókt skref að koma hingað, sérstaklega hvað varðar Evrópuleikina,“ sagði Orri. Samkeppnin við Kolstad Sem fyrr sagði vann Elverum allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. Fyrir þetta tímabil fékk liðið hins vegar samkeppni frá ofurliði Kolstad sem hefur sankað að sér öflugum leikmönnum, meðal annars íslensku landsliðsmönnunum Janusi Daða Smárasyni og Sigvalda Guðjónssyni. Ekki veikist Kolstad á næsta tímabili enda bætast þá meðal annars norsku stórstjörnurnar Sander Sagosen og Magnus Röd. Kolstad varð bikarmeistari og tapaði aðeins einum af 22 leikjum sínum í norsku úrvalsdeildinni. „Þeir eru með mjög góða leikmenn. Íslensku strákarnir eru frábærir, svo komu fleiri og það voru góðir leikmenn fyrir. Okkur hefur ekki enn tekist að vinna þá og þetta breytti þessu. Sömuleiðis urðu miklar breytingar á okkar liði frá því í fyrra og stöðugleikinn hefur ekki fundist. En það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta þróast hérna í Noregi næstu árin,“ sagði Orri að endingu. Norski handboltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis vill portúgalska félagið Sporting, sem vann Evrópudeildina í fyrra, fá Orra eftir tímabilið. Hann vildi þó lítið gefa upp aðspurður um áhugann frá Portúgal. „Ég get voða lítið sagt. Mín mál eru í vinnslu hvað næsta tímabil varðar. Ég er í þeirri stöðu að ég get í raun ekkert sagt. Tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist,“ sagði Orri í samtali við Vísi í dag. Samningur hans við Elverum rennur út eftir tímabilið. Orri gekk í raðir Elverum frá Haukum 2021 og varð tvöfaldur meistari með norska liðinu á síðasta tímabili. Þá hefur hann spilað með því í Meistaradeild Evrópu. Mikill lærdómur „Tíminn hérna úti hefur verið lærdómsríkur. Ég hef tekist á við margar áskoranir og það hafa líka verið góðar stundir. Við unnum alla titlana í fyrra en þetta er erfiðara núna. Það hefur ekki gengið eins vel og maður vonaðist eftir í deildinni en stundum vinnur maður og stundum tapar maður. Við lentum í 2. sæti í deild og bikar en svo byrja undanúrslitin á laugardaginn,“ sagði Orri en Elverum mætir Nærbo í undanúrslitunum. „Heilt yfir hefur maður lært mikið á þessu. Það er margt sem ég er sáttur með og annað sem ég hefði viljað að hefði farið betur. En ég hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel verð ég að segja.“ Alltaf klókt að koma hingað Orri segist spila þrjátíu mínútur í hverjum leik, á móti hinum rétthenta hornamanni Elverum, Norðmanninum Sindre Heldal. Orri hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið að undanförnu og lék meðal annars með því á EM 2022.epa/Henning Bagger „Á síðasta tímabili spilaði ég minna í Meistaradeildinni en hef verið í föstu hlutverki allt þetta tímabil á móti Sindre og spila þrjátíu mínútur í öllum leikjum. Það er góð reynsla og mjög gaman að hafa fengið að taka þátt í Meistaradeildarleikjum. Það var alltaf klókt skref að koma hingað, sérstaklega hvað varðar Evrópuleikina,“ sagði Orri. Samkeppnin við Kolstad Sem fyrr sagði vann Elverum allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. Fyrir þetta tímabil fékk liðið hins vegar samkeppni frá ofurliði Kolstad sem hefur sankað að sér öflugum leikmönnum, meðal annars íslensku landsliðsmönnunum Janusi Daða Smárasyni og Sigvalda Guðjónssyni. Ekki veikist Kolstad á næsta tímabili enda bætast þá meðal annars norsku stórstjörnurnar Sander Sagosen og Magnus Röd. Kolstad varð bikarmeistari og tapaði aðeins einum af 22 leikjum sínum í norsku úrvalsdeildinni. „Þeir eru með mjög góða leikmenn. Íslensku strákarnir eru frábærir, svo komu fleiri og það voru góðir leikmenn fyrir. Okkur hefur ekki enn tekist að vinna þá og þetta breytti þessu. Sömuleiðis urðu miklar breytingar á okkar liði frá því í fyrra og stöðugleikinn hefur ekki fundist. En það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta þróast hérna í Noregi næstu árin,“ sagði Orri að endingu.
Norski handboltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira