Vottar Jehóva tapa dómsmáli í Noregi Örn Svavarsson skrifar 3. maí 2023 11:45 Í ársbyrjun 2021 gengu í gildi ný lög um trúfélög í Noregi. Í þeim lögum er ákvæði um úrsögn úr trúfélagi. Þar er afdráttarlaust ákvæði um að sá sem yfirgefur trúfélag, eigi að geta gert það án nokkurra minnstu afleiðinga af hálfu félagsins. Rétt fyrir jólin í fyrra, 22.12.22, var í ljósi nýju trúfélagslaganna réttur Votta Jehóva til að skrá sig sem löglegt trúfélag, afnuminn. Ástæðan er einföld, trúfélagið fer á svig við lögin, með fyrirmælum um að safnaðarmeðlimur sem kýs að yfirgefa félagið, eða er hreinlega rekinn af einni ástæðu eða annarri, skuli hunsaður með öllu. Í ritum trúfélagsins sem og á heimasíðu þess eru leiðbeiningar um hvernig einangra skuli útskúfaða frá samneyti við sitt venslafólk, meira að segja ungt fólk sem alið hefur allan sinn aldur innan vébanda safnaðarins, jafnvel unglinga. Afleiðingar þessarar stjórnvaldsákvörðunar fyrir söfnuðinn eru fyrst og fremst, að þeim er meinað um ríkisstyrk sem öll skráð trúfélög fá, líkt og hérlendis. Eins og gefur að skilja voru norskir Vottar Jehóva ósáttir við þessa stöðu og fengu viku síðar, þann 28.12., lögbann á ákvörðun ráðuneytisins og fóru í mál við ríkið/Barna- og fjölskylduráðuneytið. Dómur féll í málinu þann 26. apríl s.l. Niðurstaðan er afdráttarlaus, lögbanninu var hnekkt. Útskúfunin brýtur gegn ákvæði laganna um frelsi til að yfirgefa trúfélag án afleiðinga af hálfu félagsins. Bent er á í dómnum að slík hunsun hafi í raun alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir hinn útskúfaða, heldur ekki síður fyrir innansafnaðarfólk, sem gert er að hunsa góðan vin og ættingja. Varðandi börn felur útskúfunin í sér neikvæðan félagslegan yfirgang og andlega valdbeitingu sem brýtur á réttindum barnsins, segir Liv Inger Gjone Gabrielsen, lögmaður ráðuneytisins. Hún hnykkir á því að afleiðingar þessara aðgerða safnaðarmeðlima gagnvart brottreknum geta verið afar alvarlegar. Hverjum safnaðarmeðlimi er ljóst að yfirgefi hann söfnuðinn tapar hann sambandi við fjölskyldu og vini sem hann hefur alist upp með og/eða varið ævinni með að hluta eða öllu leyti. Þessi staðreynd er ekkert annað en hindrun, segir í dómnum. Síðan er jafnframt hnykkt á í dómnum, að nýju lögin eru afdráttarlaus hvað varðar, að trúfélög megi ekki leggja hindranir eða setja skilyrði fyrir því að fólk segi sig úr félaginu. Vottarnir sitja uppi með um 20 til 30 milljóna króna (ísl) málskostnað og umfram allt, árlegt átekjutap upp á um 200 milljónir (ísl) í töpuðum ríkisstyrk. Höfundur er fyrrverandi félagi í Vottum Jehova. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2021 gengu í gildi ný lög um trúfélög í Noregi. Í þeim lögum er ákvæði um úrsögn úr trúfélagi. Þar er afdráttarlaust ákvæði um að sá sem yfirgefur trúfélag, eigi að geta gert það án nokkurra minnstu afleiðinga af hálfu félagsins. Rétt fyrir jólin í fyrra, 22.12.22, var í ljósi nýju trúfélagslaganna réttur Votta Jehóva til að skrá sig sem löglegt trúfélag, afnuminn. Ástæðan er einföld, trúfélagið fer á svig við lögin, með fyrirmælum um að safnaðarmeðlimur sem kýs að yfirgefa félagið, eða er hreinlega rekinn af einni ástæðu eða annarri, skuli hunsaður með öllu. Í ritum trúfélagsins sem og á heimasíðu þess eru leiðbeiningar um hvernig einangra skuli útskúfaða frá samneyti við sitt venslafólk, meira að segja ungt fólk sem alið hefur allan sinn aldur innan vébanda safnaðarins, jafnvel unglinga. Afleiðingar þessarar stjórnvaldsákvörðunar fyrir söfnuðinn eru fyrst og fremst, að þeim er meinað um ríkisstyrk sem öll skráð trúfélög fá, líkt og hérlendis. Eins og gefur að skilja voru norskir Vottar Jehóva ósáttir við þessa stöðu og fengu viku síðar, þann 28.12., lögbann á ákvörðun ráðuneytisins og fóru í mál við ríkið/Barna- og fjölskylduráðuneytið. Dómur féll í málinu þann 26. apríl s.l. Niðurstaðan er afdráttarlaus, lögbanninu var hnekkt. Útskúfunin brýtur gegn ákvæði laganna um frelsi til að yfirgefa trúfélag án afleiðinga af hálfu félagsins. Bent er á í dómnum að slík hunsun hafi í raun alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir hinn útskúfaða, heldur ekki síður fyrir innansafnaðarfólk, sem gert er að hunsa góðan vin og ættingja. Varðandi börn felur útskúfunin í sér neikvæðan félagslegan yfirgang og andlega valdbeitingu sem brýtur á réttindum barnsins, segir Liv Inger Gjone Gabrielsen, lögmaður ráðuneytisins. Hún hnykkir á því að afleiðingar þessara aðgerða safnaðarmeðlima gagnvart brottreknum geta verið afar alvarlegar. Hverjum safnaðarmeðlimi er ljóst að yfirgefi hann söfnuðinn tapar hann sambandi við fjölskyldu og vini sem hann hefur alist upp með og/eða varið ævinni með að hluta eða öllu leyti. Þessi staðreynd er ekkert annað en hindrun, segir í dómnum. Síðan er jafnframt hnykkt á í dómnum, að nýju lögin eru afdráttarlaus hvað varðar, að trúfélög megi ekki leggja hindranir eða setja skilyrði fyrir því að fólk segi sig úr félaginu. Vottarnir sitja uppi með um 20 til 30 milljóna króna (ísl) málskostnað og umfram allt, árlegt átekjutap upp á um 200 milljónir (ísl) í töpuðum ríkisstyrk. Höfundur er fyrrverandi félagi í Vottum Jehova.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar