Könnun Vörðu kallar á tafarlausar aðgerðir Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Finnbjörn A. Hermannsson skrifa 4. maí 2023 07:00 Ný könnun Vörðu-Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins staðfestir versnandi afkomu launafólks og þá lífsgæðaskerðingu sem vaxandi ójöfnuður og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur í för með sér. Rannsóknin endurspeglar áherslur verkalýðshreyfingarinnar um mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við þá hópa sem standa verst og kallar á tafarlausar aðgerðir. Þetta er í þriðja skiptið sem Varða leggur spurningakönnun fyrir fólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Fyrri kannanir Vörðu hafa vakið verðskuldaða athygli enda hafa þær leitt í ljós alvarlegar brotalamir í samfélaginu; erfiða afkomu og beinan skort, versnandi andlega líðan tiltekinna hópa og jaðarsetningu innflytjenda. Þátttakan nú var hin mesta til þessa og rannsóknin veitir okkur mikilvægar samtímaupplýsingarnar um stöðu og kjör launafólks. Sláandi niðurstöður Rannsóknin sýnir að tæplega helmingur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman og fer það hlutfall sífellt vaxandi. Einstæðir foreldrar búa við afar erfið kjör sem marka má af því að rúmlega 60% þeirra kveðast eiga erfitt með að ná endum saman. Ríflega helmingur einstæðra mæðra og ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu. Rannsóknin staðfestir enn og aftur erfiða stöðu innflytjenda á Íslandi. Hátt hlutfall þeirra býr við fátækt og andlega vanlíðan. Tæpast kemur á óvart að þeim fer fjölgandi sem búa við þunga byrði vegna húsnæðiskostnaðar. Verðbólga, vaxtahækkanir og skortur á húsnæði gerir það að verkum að sífellt hærra hlutfall fólks býr við þunga byrði húsnæðiskostnaðar, fólk í eigin húsnæði fjölgar í þeim hópi en staða leigjenda er eftir sem áður langverst. Í húsnæðismálum landsmanna blasir nú við neyðarástand. Kannanir Vörðu leiða skýrlega í ljós hvaða hópar það eru sem bera þyngstu byrðarnar og það eru einstæðir foreldrar, leigjendur, innflytjendur og ungt fólk. Konur koma verr út en karlar á öllum heildarmælikvörðum um fjárhagslega stöðu. Aðgerðaleysi stjórnvalda Í nágrannaríkjum okkar eins og víðast hvar á Vesturlöndum hafa stjórnvöld gripið til margvíslegra aðgerða til að lina þá afkomukreppu sem þjakar almenning. Hér á landi hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki gripið til neinna sértækra aðgerða til að bregðast við vandanum sem blasir við. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er engar aðgerðir að finna sem bætt geta afkomu heimila á næstu mánuðum, engin áform um viðbrögð við verðhækkunum, ekkert um skattlagningu ofurlauna og fjármagnstekna og ekkert um að þjóðin fái notið afraksturs auðlinda sinna. Við krefjumst þess að stjórnvöld svari kalli verkalýðshreyfingarinnar um tafarlausar aðgerðir í húsnæðismálum, í stuðningi við barnafjölskyldur og styrkingu velferðarkerfisins. Við höfum gögnin, þau hafa tækin, nú skortir bara viljann. Sonja Ýr er formaður BSRB, Finnbjörn forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Finnbjörn A. Hermannsson Kjaramál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Ný könnun Vörðu-Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins staðfestir versnandi afkomu launafólks og þá lífsgæðaskerðingu sem vaxandi ójöfnuður og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur í för með sér. Rannsóknin endurspeglar áherslur verkalýðshreyfingarinnar um mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við þá hópa sem standa verst og kallar á tafarlausar aðgerðir. Þetta er í þriðja skiptið sem Varða leggur spurningakönnun fyrir fólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Fyrri kannanir Vörðu hafa vakið verðskuldaða athygli enda hafa þær leitt í ljós alvarlegar brotalamir í samfélaginu; erfiða afkomu og beinan skort, versnandi andlega líðan tiltekinna hópa og jaðarsetningu innflytjenda. Þátttakan nú var hin mesta til þessa og rannsóknin veitir okkur mikilvægar samtímaupplýsingarnar um stöðu og kjör launafólks. Sláandi niðurstöður Rannsóknin sýnir að tæplega helmingur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman og fer það hlutfall sífellt vaxandi. Einstæðir foreldrar búa við afar erfið kjör sem marka má af því að rúmlega 60% þeirra kveðast eiga erfitt með að ná endum saman. Ríflega helmingur einstæðra mæðra og ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu. Rannsóknin staðfestir enn og aftur erfiða stöðu innflytjenda á Íslandi. Hátt hlutfall þeirra býr við fátækt og andlega vanlíðan. Tæpast kemur á óvart að þeim fer fjölgandi sem búa við þunga byrði vegna húsnæðiskostnaðar. Verðbólga, vaxtahækkanir og skortur á húsnæði gerir það að verkum að sífellt hærra hlutfall fólks býr við þunga byrði húsnæðiskostnaðar, fólk í eigin húsnæði fjölgar í þeim hópi en staða leigjenda er eftir sem áður langverst. Í húsnæðismálum landsmanna blasir nú við neyðarástand. Kannanir Vörðu leiða skýrlega í ljós hvaða hópar það eru sem bera þyngstu byrðarnar og það eru einstæðir foreldrar, leigjendur, innflytjendur og ungt fólk. Konur koma verr út en karlar á öllum heildarmælikvörðum um fjárhagslega stöðu. Aðgerðaleysi stjórnvalda Í nágrannaríkjum okkar eins og víðast hvar á Vesturlöndum hafa stjórnvöld gripið til margvíslegra aðgerða til að lina þá afkomukreppu sem þjakar almenning. Hér á landi hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki gripið til neinna sértækra aðgerða til að bregðast við vandanum sem blasir við. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er engar aðgerðir að finna sem bætt geta afkomu heimila á næstu mánuðum, engin áform um viðbrögð við verðhækkunum, ekkert um skattlagningu ofurlauna og fjármagnstekna og ekkert um að þjóðin fái notið afraksturs auðlinda sinna. Við krefjumst þess að stjórnvöld svari kalli verkalýðshreyfingarinnar um tafarlausar aðgerðir í húsnæðismálum, í stuðningi við barnafjölskyldur og styrkingu velferðarkerfisins. Við höfum gögnin, þau hafa tækin, nú skortir bara viljann. Sonja Ýr er formaður BSRB, Finnbjörn forseti ASÍ.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun