Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 14:59 Bolsonaro ræðir við fréttamenn eftir að alríkislögreglumenn leituðu á heimili hans í dag. AP/Eraldo Peres Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, og lögðu hald á síma hans í höfuðborginni Brasilíu í morgun. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á meintum fölsunum á bólusetningarskírteinum vegna Covid-19. Húsleitir voru gerðar á fleiri stöðum og nokkrir eiga yfir höfði sér handtöku, að sögn lögregluyfirvalda. Bolsonaro staðfesti sjálfur að leitað hefði verið heima hjá honum. AP-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum innan lögreglunnar að Mauro Cid, einn nánasti bandamaður Bolsonaro, hafi verið handtekinn. Rannsóknin snýst um falsaðar upplýsingar um bólusetningar gegn Covid-19 innan heilbrigðiskerfisins. Brasilískir fjölmiðlar halda því fram að átt hafi verið við bólusetningarskírteini Bolsonaro, ráðgjafa hans og ættingja. Það hafi gert þeim kleift að ferðast til Bandaríkjanna en þarlend stjórnvöld gerðu kröfu um að ferðalangur væru bólusettir gegn veirunni. Bolsonaro gerði lítið úr alvarleika faraldursins þegar hann stóð sem hæst. Neitaði hann að láta bólusetja sig og sáði efasemdum um gagnsemi bóluefnanna þrátt fyrir að næstflest dauðsföll af völdum veirunnar hafi verið í Brasilíu. Hann heldur því fram að engum gögnum hafi verið breytt og að hann hafi aldrei verið bólusettur. Fleiri rannsóknir voma yfir Bolsonaro. Alríkislögreglan hefur í tvígang kallað hann til skýrslutöku, annars vegar vegna skartgripa sem hann þáði frá Sádum og hins vegar vegna hans þáttar í óeirðum stuðningsmanna hans við þinghúsið í janúar. Þá er hann til rannsóknar vegna upplýsingafals um kosningarnar sem hann tapaði og aðildar að þjóðarmorði á frumbyggjaþjóð í Amasonfrumskóginum. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. 17. janúar 2023 07:32 Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. 14. janúar 2023 08:25 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Húsleitir voru gerðar á fleiri stöðum og nokkrir eiga yfir höfði sér handtöku, að sögn lögregluyfirvalda. Bolsonaro staðfesti sjálfur að leitað hefði verið heima hjá honum. AP-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum innan lögreglunnar að Mauro Cid, einn nánasti bandamaður Bolsonaro, hafi verið handtekinn. Rannsóknin snýst um falsaðar upplýsingar um bólusetningar gegn Covid-19 innan heilbrigðiskerfisins. Brasilískir fjölmiðlar halda því fram að átt hafi verið við bólusetningarskírteini Bolsonaro, ráðgjafa hans og ættingja. Það hafi gert þeim kleift að ferðast til Bandaríkjanna en þarlend stjórnvöld gerðu kröfu um að ferðalangur væru bólusettir gegn veirunni. Bolsonaro gerði lítið úr alvarleika faraldursins þegar hann stóð sem hæst. Neitaði hann að láta bólusetja sig og sáði efasemdum um gagnsemi bóluefnanna þrátt fyrir að næstflest dauðsföll af völdum veirunnar hafi verið í Brasilíu. Hann heldur því fram að engum gögnum hafi verið breytt og að hann hafi aldrei verið bólusettur. Fleiri rannsóknir voma yfir Bolsonaro. Alríkislögreglan hefur í tvígang kallað hann til skýrslutöku, annars vegar vegna skartgripa sem hann þáði frá Sádum og hins vegar vegna hans þáttar í óeirðum stuðningsmanna hans við þinghúsið í janúar. Þá er hann til rannsóknar vegna upplýsingafals um kosningarnar sem hann tapaði og aðildar að þjóðarmorði á frumbyggjaþjóð í Amasonfrumskóginum.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. 17. janúar 2023 07:32 Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. 14. janúar 2023 08:25 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. 17. janúar 2023 07:32
Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. 14. janúar 2023 08:25