Taylor Swift gengin út á mettíma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 11:08 Taylor Swift var ekki lengi að þessu en þó lengur en opinberar fregnir hafa gefið til kynna. Getty/Amy Sussman Bandaríska söngkonan Taylor Swift er komin með nýjan kærasta. Hinn heppni er breski tónlistarmaðurinn Matty Healy. Minna en mánuður er síðan söngkonan og enski leikarinn Joe Alwyn hættu saman, að minnsta kosti opinberlega. Það er breska götublaðið The Sun sem fullyrðir þetta og slær því upp að báðir séu þeir Healy og Alwyn frá London borg. Áður hefur komið fram að söngkonan og Healy hafi farið í sitt hvora áttina sem perluvinir eftir sex ára samband. Healy er fæddur sama ár og söngkonan, árið 1989 og er því 34 ára gamall. Hann er söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar 1975. Slær The Sun því upp að hann sé vanur lífstíl tónlistarmanna og því henti það söngkonunni einkar vel að vera með honum í sambandi. Hefur breska götublaðið eftir ónefndum heimildarmanni, sem sagður er vera náinn söngkonunni, að hún sé einkar hamingjusöm með hinum nýja manni. Þau séu raunar þegar orðin ástfangin. „Það er ekki langt liðið á sambandið, en þeim líður báðum vel. Þau voru fyrst saman fyrir einhverjum tíu árum síðan í stuttan tíma en tímasetningin gekk ekki upp,“ segir ónefndi heimildarmaður breska götublaðsins. Bætir hann í og segir að Swift hafi í raun verið einhleyp frá því í febrúar, þrátt fyrir að það hafi ekki verið greint frá því fyrr en í síðasta mánuði. Hún og Healy hafi verið í mismunandi tónleikaferðalögum en verið dugleg að tala saman í gegnum FaceTime. „Þar sem þau eru bæði alþjóðlegar stjörnur þá gera þau sér vel grein fyrir pressunni sem fylgir starfinu og öllum tímanum sem fer í þetta. Þannig þau styðja hvort annað í þessu og eru bæði afar spennt fyrir þessu sambandi.“ Healy er nýja ástin í lífi Taylor Swift. Mauricio Santana/Getty Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Swiftingar í ástarlífinu Bandaríska stórsöngkonan Taylor Swift og enski leikarinn Joe Alwyn eru hætt saman eftir rúmlega sex ára samband. 9. apríl 2023 11:25 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Það er breska götublaðið The Sun sem fullyrðir þetta og slær því upp að báðir séu þeir Healy og Alwyn frá London borg. Áður hefur komið fram að söngkonan og Healy hafi farið í sitt hvora áttina sem perluvinir eftir sex ára samband. Healy er fæddur sama ár og söngkonan, árið 1989 og er því 34 ára gamall. Hann er söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar 1975. Slær The Sun því upp að hann sé vanur lífstíl tónlistarmanna og því henti það söngkonunni einkar vel að vera með honum í sambandi. Hefur breska götublaðið eftir ónefndum heimildarmanni, sem sagður er vera náinn söngkonunni, að hún sé einkar hamingjusöm með hinum nýja manni. Þau séu raunar þegar orðin ástfangin. „Það er ekki langt liðið á sambandið, en þeim líður báðum vel. Þau voru fyrst saman fyrir einhverjum tíu árum síðan í stuttan tíma en tímasetningin gekk ekki upp,“ segir ónefndi heimildarmaður breska götublaðsins. Bætir hann í og segir að Swift hafi í raun verið einhleyp frá því í febrúar, þrátt fyrir að það hafi ekki verið greint frá því fyrr en í síðasta mánuði. Hún og Healy hafi verið í mismunandi tónleikaferðalögum en verið dugleg að tala saman í gegnum FaceTime. „Þar sem þau eru bæði alþjóðlegar stjörnur þá gera þau sér vel grein fyrir pressunni sem fylgir starfinu og öllum tímanum sem fer í þetta. Þannig þau styðja hvort annað í þessu og eru bæði afar spennt fyrir þessu sambandi.“ Healy er nýja ástin í lífi Taylor Swift. Mauricio Santana/Getty
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Swiftingar í ástarlífinu Bandaríska stórsöngkonan Taylor Swift og enski leikarinn Joe Alwyn eru hætt saman eftir rúmlega sex ára samband. 9. apríl 2023 11:25 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Swiftingar í ástarlífinu Bandaríska stórsöngkonan Taylor Swift og enski leikarinn Joe Alwyn eru hætt saman eftir rúmlega sex ára samband. 9. apríl 2023 11:25