Hlutabréfamarkaðurinn vanmetinn um 20 prósent að meðaltali
Úrvalsvísitalan ætti að ná fyrri hæðum – um 3.400 stig – við áramót ef þróun hlutabréfamarkaðarins verður með svipuðum hætti og í kringum síðustu aldamót. Miðað við reynsluna þá tók það vísitöluna tvö og hálft ár að ná fyrri hæðum eftir umtalsverðar lækkanir. Að meðaltali er markaðurinn vanmetinn um 20 prósent, miðað við hlutabréfagreiningar Jakobsson Capital.