Óvænt eftirspurn eftir stólunum sem ruku út Máni Snær Þorláksson skrifar 4. maí 2023 21:46 Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu, segir eftirspurnina eftir stólunum hafa verið mikla. Vísir/Steingrímur Dúi Gríðarleg eftirspurn er eftir stólum úr skíðalyftunni gömlu sem þurfti að víkja fyrir nýju Drottningunni í Bláfjöllum. Framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins segir eftirspurnina hafa komið starfsfólki á óvart en hann grunar að fólk ætli að nýta stólana meðal annars sem garðhúsgagn. Drottningin svokallaða var reist í Bláfjöllum árið 1978 og jókst þá flutningsgeta í fjallinu til muna. Eftir 44 ára þjónustu var drottningin þó leyst af hólmi í vetur - af nýrri skíðalyftu sem einnig nefnist drottningin. „Gamla drottningin, við erum að taka hana niður núna eftir 44 ár, sett upp '78 og var þá náttúrulega bara veruleg búbót fyrir skíðafólk á sínum tíma. Þetta var fyrsta stólalyftan á suðvesturhorninu en önnur lyftan á landinu. Hún hefur lifað með fólki, ansi mörgum í gegnum tíðina.“ Þrátt fyrir að ein elsta stólalyfta Íslands sé búin að ljúka hlutverki sínu í Bláfjöllum þá koma stólarnir úr lyftunni til með að þjóna nýju hlutverki. Ákveðið var að selja stólana á 10 þúsund krónur og létu viðbrögðin ekki á sér standa, þrátt fyrir efasemdir sumra starfsmanna á svæðinu um áhuga fólks á stólunum. „Já okkur datt í hug að bjóða þá til sölu og bjuggumst kannski við að selja örfáa stóla, það voru svona mismunandi skoðanir um það á vinnustaðnum en ég er að taka þetta saman, mér sýnist þetta vera meira og minna uppselt. Miklu fleiri sem vilja fjárfesta í sögunni heldur en við bjuggumst við.“ Magnús telur að fólk eigi eftir að koma stólunum fyrir til dæmis í garðinum eða hjá sumarhúsum.Vísir/Steingrímur Dúi Magnús segir að búið sé að panta alla stólana og að fólk sé meira að segja komið á biðlista. Hann telur að fólk ætli sér að nýta stólana en að það sé þó ekki aðalástæðan fyrir eftirspurninni: „Mig grunar að þetta sé bara að fara í garðinn eða utan á húsin, sumarhúsin, eitthvað svoleiðis. Ég held það sé aðallega verið að fjárfesta í sögunni eins og ég segi, það eru svo margir bara búnir að alast upp með þessari lyftu hérna á suðvesturhorninu, allavega skíða- og brettafólk.“ Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Drottningin svokallaða var reist í Bláfjöllum árið 1978 og jókst þá flutningsgeta í fjallinu til muna. Eftir 44 ára þjónustu var drottningin þó leyst af hólmi í vetur - af nýrri skíðalyftu sem einnig nefnist drottningin. „Gamla drottningin, við erum að taka hana niður núna eftir 44 ár, sett upp '78 og var þá náttúrulega bara veruleg búbót fyrir skíðafólk á sínum tíma. Þetta var fyrsta stólalyftan á suðvesturhorninu en önnur lyftan á landinu. Hún hefur lifað með fólki, ansi mörgum í gegnum tíðina.“ Þrátt fyrir að ein elsta stólalyfta Íslands sé búin að ljúka hlutverki sínu í Bláfjöllum þá koma stólarnir úr lyftunni til með að þjóna nýju hlutverki. Ákveðið var að selja stólana á 10 þúsund krónur og létu viðbrögðin ekki á sér standa, þrátt fyrir efasemdir sumra starfsmanna á svæðinu um áhuga fólks á stólunum. „Já okkur datt í hug að bjóða þá til sölu og bjuggumst kannski við að selja örfáa stóla, það voru svona mismunandi skoðanir um það á vinnustaðnum en ég er að taka þetta saman, mér sýnist þetta vera meira og minna uppselt. Miklu fleiri sem vilja fjárfesta í sögunni heldur en við bjuggumst við.“ Magnús telur að fólk eigi eftir að koma stólunum fyrir til dæmis í garðinum eða hjá sumarhúsum.Vísir/Steingrímur Dúi Magnús segir að búið sé að panta alla stólana og að fólk sé meira að segja komið á biðlista. Hann telur að fólk ætli sér að nýta stólana en að það sé þó ekki aðalástæðan fyrir eftirspurninni: „Mig grunar að þetta sé bara að fara í garðinn eða utan á húsin, sumarhúsin, eitthvað svoleiðis. Ég held það sé aðallega verið að fjárfesta í sögunni eins og ég segi, það eru svo margir bara búnir að alast upp með þessari lyftu hérna á suðvesturhorninu, allavega skíða- og brettafólk.“
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira