Já, takk, Þórdís Kolbrún – tölum hátt og skýrt um mikilvægi fjölmiðla! Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 5. maí 2023 08:00 Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í gær ályktun þar sem áhyggjum er lýst af hnignandi fjölmiðlafrelsi á Íslandi sem endurspeglast meðal annars í því að Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heims sem samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) taka saman árlega. Ísland er nú í 18. sæti og er ekki lengur í hópi ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi mælist mikið. Frá aldamótum og fram að hruni var Ísland að jafnaði í efstu þremur sætum listans – og ósjaldan í því efsta – líkt og hinar Norðurlandaþjóðirnar, sem hafa haldið sér þar æ síðan. Við efnahagshrunið árið 2008 var fjárhagsgrundvelli kippt undan meginþorra íslenskra fjölmiðla með samdrætti í auglýsingasölu samfara ótryggu efnahagsástandi og rekstrarforsendur fjölmiðla breyttust. Þrátt fyrir það ríkti hér áfram ásættanlegt fjölmiðlafrelsi og fram til ársins 2015 tókst okkur að halda okkur á tíu efstu sætum listans. Árið 2015 urðu hins vegar ákveðin vatnaskil, þegar við hröpuðum niður í 21. sæti listans. Skýrsluhöfundar þess árs skýrðu hinar mjög svo neikvæðu breytingar með því hvernig viðbrögð stjórnmálamanna voru við fréttaflutningi um málefni þeim tengdum. Þetta hefur verið rauður þráður í gegnum skýrslur samtakanna undanfarin ár, enda hefur Íslandi ekki tekist að endurheimta fyrri stöðu á listanum og hefur færst neðar á honum jafnt og þétt á undanförnum árum. Lítill fjölmiðlamarkaður, ítök hagsmunaafla og versnandi rekstrarskilyrði eru meðal þeirra ástæðna sem fjölmiðlafrelsi er talið fara dvínandi hér. Blaðamenn upplifa pólitískan þrýsting Helsta ástæðan er þó sú, að mati skýrsluhöfunda, versnandi átök milli stjórnmálafólks og fjölmiðla, sem er nokkuð sem Blaðamannafélagið hefur ítrekað lýst áhyggjum af á síðustu misserum. Í greiningunni sem fylgir skýrslu RSF um listann í ár segir meðal annars um stöðuna á Íslandi: „Blaðamenn sæta meiri þrýstingi frá yfirvöldum og fyrirtækjum. Á síðustu árum hefur þjóðþingið verið vettvangur harkalegrar gagnrýni á blaðamenn. Margir blaðamenn líta á þessi ummæli stjórnmálamanna sem pólitískan þrýsting á störf sín.“ Stjórn félagsins telur sérstaka ástæðu til þess að benda á þessa alvarlegu þróun í ályktun sinni og varar við þeim afleiðingum sem hún getur haft. Frjálsir fjölmiðlar eru forsenda fyrir því að hægt sé að veita valdhöfum aðhald og veita almenningi nauðsynlegar upplýsingar svo hann geti tekið upplýsta afstöðu í lýðræðissamfélagi. Án frjálsrar blaðamennsku þrífst lýðræðið ekki. Eðlileg gagnrýni á störf blaðamanna er sjálfsögð og nauðsynleg enda felur hún í sér mikilvægt aðhald. Sú þróun sem hefur orðið á viðhorfum sumra stjórnmálamanna til blaðamanna og fjölmiðla og þeirrar orðræðu sem þeir hafa uppi, vekur spurningar um það hvort þessi sömu stjórnmálamenn sjái mögulega hag í því að hér séu veikir fjölmiðlar sem geta síður fjallað um þá með gagnrýnum hætti. Við höfum séð dæmi um slíka óheillaþróun í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Fyrir um áratug var Pólland í 18. sæti fjölmiðlafrelsislistans – sem er sama sæti og við skipum í dag. Á undanförnum árum hafa valdhafar í Póllandi hins vegar tekið yfir nær alla stærstu fjölmiðla landsins og beita þeim óspart í áróðursskyni í eigin þágu auk þess sem lögreglu hefur verið beitt til þess að yfirheyra og ákæra blaðamenn sem stjórnvöldum eru ekki þóknanlegir. Pólland er nú í 56. sæti listans, fjölmiðlafrelsi er mjög skert, undirstöður lýðræðis hafa veikst og mannréttindi hafa verið takmörkuð. Fögnum orðum ráðherra Ekki nokkurt ríki sem byggir samfélag sitt á gildum á borð við lýðræði og mannréttindi ætti að sætta sig við þá alvarlegu stöðu sem dvínandi fjölmiðlafrelsi ber vott um hér á landi. Því fagnar stjórn blaðamannafélagsins eindregið í ályktun sinni, þeim sjónarmiðum sem fram komu íyfirlýsingu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og formanns ráðherranefndar Evrópuráðsins, sem birt var á vef ráðsins í tilefni alþjóðadags fjölmiðlafrelsis í fyrradag. Í yfirlýsingu ráðherra segir hún meðal annars að frjálsir fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðislegra samfélaga. Samt sem áður sé sótt að fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi sem, ásamt vaxandi upplýsingaóreiðu, veiki undirstöður lýðræðisins, réttarríkis og mannréttinda. Ráðherra segir jafnframt í yfirlýsingu sinni að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að standa megi vörð um tjáningarfrelsið og frjálsa fjölmiðla. Því treystir stjórn BÍ því að íslensk stjórnvöld bregðist við hnignandi fjölmiðlafrelsi hér á landi og grípi til aðgerða til stuðnings einkareknum fjölmiðlum í þágu fjölmiðlafrelsis og lýðræðis. Skilaboð Þórdísar Kolbrúnar vekja að minnsta kosti von í brjósti mínu um að ákveðinn viðsnúningur sé að eiga sér stað í viðhorfi gagnvart fjölmiðlum. Ég geri orð hennar að mínum: „Skilaboð okkar þurfa að hljóma hátt, vera skýr og verður ekki hnikað – fjölmiðlar eru nauðsynlegur hluti lýðræðislegs samfélags og grundvöllur öryggis.“ Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í gær ályktun þar sem áhyggjum er lýst af hnignandi fjölmiðlafrelsi á Íslandi sem endurspeglast meðal annars í því að Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heims sem samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) taka saman árlega. Ísland er nú í 18. sæti og er ekki lengur í hópi ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi mælist mikið. Frá aldamótum og fram að hruni var Ísland að jafnaði í efstu þremur sætum listans – og ósjaldan í því efsta – líkt og hinar Norðurlandaþjóðirnar, sem hafa haldið sér þar æ síðan. Við efnahagshrunið árið 2008 var fjárhagsgrundvelli kippt undan meginþorra íslenskra fjölmiðla með samdrætti í auglýsingasölu samfara ótryggu efnahagsástandi og rekstrarforsendur fjölmiðla breyttust. Þrátt fyrir það ríkti hér áfram ásættanlegt fjölmiðlafrelsi og fram til ársins 2015 tókst okkur að halda okkur á tíu efstu sætum listans. Árið 2015 urðu hins vegar ákveðin vatnaskil, þegar við hröpuðum niður í 21. sæti listans. Skýrsluhöfundar þess árs skýrðu hinar mjög svo neikvæðu breytingar með því hvernig viðbrögð stjórnmálamanna voru við fréttaflutningi um málefni þeim tengdum. Þetta hefur verið rauður þráður í gegnum skýrslur samtakanna undanfarin ár, enda hefur Íslandi ekki tekist að endurheimta fyrri stöðu á listanum og hefur færst neðar á honum jafnt og þétt á undanförnum árum. Lítill fjölmiðlamarkaður, ítök hagsmunaafla og versnandi rekstrarskilyrði eru meðal þeirra ástæðna sem fjölmiðlafrelsi er talið fara dvínandi hér. Blaðamenn upplifa pólitískan þrýsting Helsta ástæðan er þó sú, að mati skýrsluhöfunda, versnandi átök milli stjórnmálafólks og fjölmiðla, sem er nokkuð sem Blaðamannafélagið hefur ítrekað lýst áhyggjum af á síðustu misserum. Í greiningunni sem fylgir skýrslu RSF um listann í ár segir meðal annars um stöðuna á Íslandi: „Blaðamenn sæta meiri þrýstingi frá yfirvöldum og fyrirtækjum. Á síðustu árum hefur þjóðþingið verið vettvangur harkalegrar gagnrýni á blaðamenn. Margir blaðamenn líta á þessi ummæli stjórnmálamanna sem pólitískan þrýsting á störf sín.“ Stjórn félagsins telur sérstaka ástæðu til þess að benda á þessa alvarlegu þróun í ályktun sinni og varar við þeim afleiðingum sem hún getur haft. Frjálsir fjölmiðlar eru forsenda fyrir því að hægt sé að veita valdhöfum aðhald og veita almenningi nauðsynlegar upplýsingar svo hann geti tekið upplýsta afstöðu í lýðræðissamfélagi. Án frjálsrar blaðamennsku þrífst lýðræðið ekki. Eðlileg gagnrýni á störf blaðamanna er sjálfsögð og nauðsynleg enda felur hún í sér mikilvægt aðhald. Sú þróun sem hefur orðið á viðhorfum sumra stjórnmálamanna til blaðamanna og fjölmiðla og þeirrar orðræðu sem þeir hafa uppi, vekur spurningar um það hvort þessi sömu stjórnmálamenn sjái mögulega hag í því að hér séu veikir fjölmiðlar sem geta síður fjallað um þá með gagnrýnum hætti. Við höfum séð dæmi um slíka óheillaþróun í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Fyrir um áratug var Pólland í 18. sæti fjölmiðlafrelsislistans – sem er sama sæti og við skipum í dag. Á undanförnum árum hafa valdhafar í Póllandi hins vegar tekið yfir nær alla stærstu fjölmiðla landsins og beita þeim óspart í áróðursskyni í eigin þágu auk þess sem lögreglu hefur verið beitt til þess að yfirheyra og ákæra blaðamenn sem stjórnvöldum eru ekki þóknanlegir. Pólland er nú í 56. sæti listans, fjölmiðlafrelsi er mjög skert, undirstöður lýðræðis hafa veikst og mannréttindi hafa verið takmörkuð. Fögnum orðum ráðherra Ekki nokkurt ríki sem byggir samfélag sitt á gildum á borð við lýðræði og mannréttindi ætti að sætta sig við þá alvarlegu stöðu sem dvínandi fjölmiðlafrelsi ber vott um hér á landi. Því fagnar stjórn blaðamannafélagsins eindregið í ályktun sinni, þeim sjónarmiðum sem fram komu íyfirlýsingu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og formanns ráðherranefndar Evrópuráðsins, sem birt var á vef ráðsins í tilefni alþjóðadags fjölmiðlafrelsis í fyrradag. Í yfirlýsingu ráðherra segir hún meðal annars að frjálsir fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðislegra samfélaga. Samt sem áður sé sótt að fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi sem, ásamt vaxandi upplýsingaóreiðu, veiki undirstöður lýðræðisins, réttarríkis og mannréttinda. Ráðherra segir jafnframt í yfirlýsingu sinni að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að standa megi vörð um tjáningarfrelsið og frjálsa fjölmiðla. Því treystir stjórn BÍ því að íslensk stjórnvöld bregðist við hnignandi fjölmiðlafrelsi hér á landi og grípi til aðgerða til stuðnings einkareknum fjölmiðlum í þágu fjölmiðlafrelsis og lýðræðis. Skilaboð Þórdísar Kolbrúnar vekja að minnsta kosti von í brjósti mínu um að ákveðinn viðsnúningur sé að eiga sér stað í viðhorfi gagnvart fjölmiðlum. Ég geri orð hennar að mínum: „Skilaboð okkar þurfa að hljóma hátt, vera skýr og verður ekki hnikað – fjölmiðlar eru nauðsynlegur hluti lýðræðislegs samfélags og grundvöllur öryggis.“ Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar