Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. maí 2023 06:54 Clinton hjónin ræddu við David Rubenstein í New York í gær. Getty/Jamie McCarthy Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. Clinton segist hafa áttað sig á þessu eftir samtal við Pútín í Davos. Að sögn Clinton gerði Pútín lítið úr samkomulaginu sem Boris Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseti, hefði samþykkt um að virða yfirráð Úkraínu yfir eigin landi gegn því að stjórnvöld í Kænugarði létu af hendi kjarnorkuvopn frá Sovét-tímanum. „Vladimir Pútín tjáði mér árið 2011, þremur árum áður en hann tók Krímskaga, að hann væri ekki sammála samkomulaginu sem ég komst að við Boris Jeltsín,“ er haft eftir Clinton. „Hann sagði: „Ég er ekki sammála því. Og ég styð það ekki. Og ég er ekki bundinn af því.“ Frá þeim degi vissi ég að þetta væri bara tímaspursmál,“ segir Clinton. Bill Clinton said he realised in 2011 it was 'just a matter of time' before Vladimir Putin would move on Ukraine after a chilling discussion with Russia s president in Davos https://t.co/ETrC40ztwd— Financial Times (@FinancialTimes) May 5, 2023 Í sömu umfjöllun Financial Times er haft eftir Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að til að binda enda á átökin í Úkraínu verði Úkraínumenn að sigra Rússa, eða að minnsta kosti ná aftur því landsvæði í austurhluta landsins sem nú er á valdi Rússa. „Þá vantar vogarafl,“ segir Clinton. „Ég myndi ekki undir neinum kringumstæðum treysta Pútín við samningaborðið, nema Úkraínumenn, með okkar stuðningi, hafi nægilegt vogarafl.“ Hér má lesa umfjöllun Guardian en grein FT er á bak við greiðsluvegg. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bill Clinton Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Clinton segist hafa áttað sig á þessu eftir samtal við Pútín í Davos. Að sögn Clinton gerði Pútín lítið úr samkomulaginu sem Boris Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseti, hefði samþykkt um að virða yfirráð Úkraínu yfir eigin landi gegn því að stjórnvöld í Kænugarði létu af hendi kjarnorkuvopn frá Sovét-tímanum. „Vladimir Pútín tjáði mér árið 2011, þremur árum áður en hann tók Krímskaga, að hann væri ekki sammála samkomulaginu sem ég komst að við Boris Jeltsín,“ er haft eftir Clinton. „Hann sagði: „Ég er ekki sammála því. Og ég styð það ekki. Og ég er ekki bundinn af því.“ Frá þeim degi vissi ég að þetta væri bara tímaspursmál,“ segir Clinton. Bill Clinton said he realised in 2011 it was 'just a matter of time' before Vladimir Putin would move on Ukraine after a chilling discussion with Russia s president in Davos https://t.co/ETrC40ztwd— Financial Times (@FinancialTimes) May 5, 2023 Í sömu umfjöllun Financial Times er haft eftir Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að til að binda enda á átökin í Úkraínu verði Úkraínumenn að sigra Rússa, eða að minnsta kosti ná aftur því landsvæði í austurhluta landsins sem nú er á valdi Rússa. „Þá vantar vogarafl,“ segir Clinton. „Ég myndi ekki undir neinum kringumstæðum treysta Pútín við samningaborðið, nema Úkraínumenn, með okkar stuðningi, hafi nægilegt vogarafl.“ Hér má lesa umfjöllun Guardian en grein FT er á bak við greiðsluvegg.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bill Clinton Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira