Reynslubolti og Tik Tok prestur glíma við vígslubiskupinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2023 11:04 Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti er stuðningsmaður Manchester United og Vals. Vísir/Magnús Hlynur Nokkur spenna er í loftinu fyrir komandi kosningu vígslubiskups í Skálholti. Tveir prestar fengu einni fleiri tilnefningu en starfandi vígslubiskup. Kristján Björnsson er vígslubiskup í Skálholti síðan 2023. Hann fagnar á heimasíðu sinni tilnefningu til endurkjörs. Hann hlaut átján atkvæði og segist hlakka til frekari uppbyggingu í Skálholti nái hann kjöri. Það er alls ekki víst enda fengu tveir aðrir prestar einni tilnefningu meira. Arna Grétarsdóttir fékk hins vegar nítján tilnefningar. Hún er reynslubolti í faginu og meðal annars verið sóknarprestur á Seltjarnarnesi og Reynivöllum í Kjósarhreppi. Dagur Fannar Magnússon, þrítugur sóknarprestur í Skálholtsprestakalli sem var prestur í Heydölum árin 2020-20201, hlaut líka nítján tilnefningar. Þar vakti hann athygli á samfélagsmiðlinum Tik Tok til að koma boðskap kirkjunnar á framfæri við unga fólkið. Hann birti meðal annars myndband af kraftaverki Jesú, þegar vatni var breytt í vín. „Hjarta mitt brennur fyrir kirkjuna og þjónustu við fólkið. Auðmjúkur tek ég við þessari stóru áskorun sem mér er treyst fyrir og býð mig fram til þjónustu við ykkur,“ segir Dagur Fannar á Facebook. Hann hefur verið í TikTok pásu síðustu misserin. Næstir komu Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson með tólf tilnefningar og Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson með átta. Á tilnefningarskrá voru 135, 67 tilnefndu og alls 71 var tilnefndur. Auðar og ógildar tilnefningar voru 7. Kosningu til vígslubiskups í Skálholti lýkur þann 12. júní. Uppfært: Í fyrri útgáfu var tilnefningatölum Kristjáns og Dags Fannars víxlað. Þjóðkirkjan Bláskógabyggð Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Kristján Björnsson er vígslubiskup í Skálholti síðan 2023. Hann fagnar á heimasíðu sinni tilnefningu til endurkjörs. Hann hlaut átján atkvæði og segist hlakka til frekari uppbyggingu í Skálholti nái hann kjöri. Það er alls ekki víst enda fengu tveir aðrir prestar einni tilnefningu meira. Arna Grétarsdóttir fékk hins vegar nítján tilnefningar. Hún er reynslubolti í faginu og meðal annars verið sóknarprestur á Seltjarnarnesi og Reynivöllum í Kjósarhreppi. Dagur Fannar Magnússon, þrítugur sóknarprestur í Skálholtsprestakalli sem var prestur í Heydölum árin 2020-20201, hlaut líka nítján tilnefningar. Þar vakti hann athygli á samfélagsmiðlinum Tik Tok til að koma boðskap kirkjunnar á framfæri við unga fólkið. Hann birti meðal annars myndband af kraftaverki Jesú, þegar vatni var breytt í vín. „Hjarta mitt brennur fyrir kirkjuna og þjónustu við fólkið. Auðmjúkur tek ég við þessari stóru áskorun sem mér er treyst fyrir og býð mig fram til þjónustu við ykkur,“ segir Dagur Fannar á Facebook. Hann hefur verið í TikTok pásu síðustu misserin. Næstir komu Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson með tólf tilnefningar og Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson með átta. Á tilnefningarskrá voru 135, 67 tilnefndu og alls 71 var tilnefndur. Auðar og ógildar tilnefningar voru 7. Kosningu til vígslubiskups í Skálholti lýkur þann 12. júní. Uppfært: Í fyrri útgáfu var tilnefningatölum Kristjáns og Dags Fannars víxlað.
Þjóðkirkjan Bláskógabyggð Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira