„Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 12:35 Lena Margrét Valdimarsdóttir er algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar en fer til Selfoss í sumar, að óbreyttu. Vísir/Vilhelm Lena Margrét Valdimarsdóttir er í sérstakri stöðu sem leikmaður Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta, en búin að semja við Selfoss sem berst fyrir lífi sínu í deildinni á sama tíma. Lena skoraði níu mörk úr ellefu skotum í spennuleiknum gegn Val í vikunni og það mun eflaust mikið mæða á henni á morgun þegar Stjarnan reynir að jafna einvígið, í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Mér finnst hún alltaf að verða betri og betri, og þessi gólfskot eru algjörlega eitruð hjá henni. Hún bar sóknarleikinn mikið uppi, ásamt Helenu [Rut Örvarsdóttur]. Hún hefur þetta allt; skotin, finturnar og getur sent á línu. Svo er hún svakalega dugleg að hlaupa fram og aftur, svo hún er eiginlega líka hraðaupphlaupsmanneskjan þeirra líka. Hún er allt í öllu,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Lenu Margréti „Maður hefur aðeins hugsað til hennar þessa dagana, þar sem að hún er í úrslitakeppninni með Stjörnunni og búin að skrifa undir hjá Selfossi,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, stjórnandi þáttarins. Lena Margrét er nefnilega búin að semja við Selfoss sem gæti verið að falla úr Olís-deildinni, en liðið er 2-1 undir í einvígi sínu við 1. deildarlið ÍR um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lena var spurð hvernig væri að vera sjálf að spila í einvígi og fylgjast með öðru sem hefði mikil áhrif á hennar stöðu: „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er, og ætla bara að leggja mig alla fram í að ná sem lengst. Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena aðspurð hvað myndi gerast ef Selfoss félli. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni töldu engar líkur á að hún myndi spila í Grill 66-deildinni færi svo að Selfoss félli. „Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar, sem er númer eitt, tvö og þrjú. En þær hljóta að vera með klásúlu í samningi, ég get ekki ímyndað mér annað. Hún var í landsliðshóp síðast, bankar þar á dyrnar, og ef hún spilar í Grillinu þá verður hún ekki þar,“ sagði Sigurlaug. Olís-deild kvenna Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Lena skoraði níu mörk úr ellefu skotum í spennuleiknum gegn Val í vikunni og það mun eflaust mikið mæða á henni á morgun þegar Stjarnan reynir að jafna einvígið, í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Mér finnst hún alltaf að verða betri og betri, og þessi gólfskot eru algjörlega eitruð hjá henni. Hún bar sóknarleikinn mikið uppi, ásamt Helenu [Rut Örvarsdóttur]. Hún hefur þetta allt; skotin, finturnar og getur sent á línu. Svo er hún svakalega dugleg að hlaupa fram og aftur, svo hún er eiginlega líka hraðaupphlaupsmanneskjan þeirra líka. Hún er allt í öllu,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Lenu Margréti „Maður hefur aðeins hugsað til hennar þessa dagana, þar sem að hún er í úrslitakeppninni með Stjörnunni og búin að skrifa undir hjá Selfossi,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, stjórnandi þáttarins. Lena Margrét er nefnilega búin að semja við Selfoss sem gæti verið að falla úr Olís-deildinni, en liðið er 2-1 undir í einvígi sínu við 1. deildarlið ÍR um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lena var spurð hvernig væri að vera sjálf að spila í einvígi og fylgjast með öðru sem hefði mikil áhrif á hennar stöðu: „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er, og ætla bara að leggja mig alla fram í að ná sem lengst. Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena aðspurð hvað myndi gerast ef Selfoss félli. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni töldu engar líkur á að hún myndi spila í Grill 66-deildinni færi svo að Selfoss félli. „Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar, sem er númer eitt, tvö og þrjú. En þær hljóta að vera með klásúlu í samningi, ég get ekki ímyndað mér annað. Hún var í landsliðshóp síðast, bankar þar á dyrnar, og ef hún spilar í Grillinu þá verður hún ekki þar,“ sagði Sigurlaug.
Olís-deild kvenna Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira