„Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 12:35 Lena Margrét Valdimarsdóttir er algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar en fer til Selfoss í sumar, að óbreyttu. Vísir/Vilhelm Lena Margrét Valdimarsdóttir er í sérstakri stöðu sem leikmaður Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta, en búin að semja við Selfoss sem berst fyrir lífi sínu í deildinni á sama tíma. Lena skoraði níu mörk úr ellefu skotum í spennuleiknum gegn Val í vikunni og það mun eflaust mikið mæða á henni á morgun þegar Stjarnan reynir að jafna einvígið, í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Mér finnst hún alltaf að verða betri og betri, og þessi gólfskot eru algjörlega eitruð hjá henni. Hún bar sóknarleikinn mikið uppi, ásamt Helenu [Rut Örvarsdóttur]. Hún hefur þetta allt; skotin, finturnar og getur sent á línu. Svo er hún svakalega dugleg að hlaupa fram og aftur, svo hún er eiginlega líka hraðaupphlaupsmanneskjan þeirra líka. Hún er allt í öllu,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Lenu Margréti „Maður hefur aðeins hugsað til hennar þessa dagana, þar sem að hún er í úrslitakeppninni með Stjörnunni og búin að skrifa undir hjá Selfossi,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, stjórnandi þáttarins. Lena Margrét er nefnilega búin að semja við Selfoss sem gæti verið að falla úr Olís-deildinni, en liðið er 2-1 undir í einvígi sínu við 1. deildarlið ÍR um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lena var spurð hvernig væri að vera sjálf að spila í einvígi og fylgjast með öðru sem hefði mikil áhrif á hennar stöðu: „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er, og ætla bara að leggja mig alla fram í að ná sem lengst. Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena aðspurð hvað myndi gerast ef Selfoss félli. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni töldu engar líkur á að hún myndi spila í Grill 66-deildinni færi svo að Selfoss félli. „Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar, sem er númer eitt, tvö og þrjú. En þær hljóta að vera með klásúlu í samningi, ég get ekki ímyndað mér annað. Hún var í landsliðshóp síðast, bankar þar á dyrnar, og ef hún spilar í Grillinu þá verður hún ekki þar,“ sagði Sigurlaug. Olís-deild kvenna Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Lena skoraði níu mörk úr ellefu skotum í spennuleiknum gegn Val í vikunni og það mun eflaust mikið mæða á henni á morgun þegar Stjarnan reynir að jafna einvígið, í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Mér finnst hún alltaf að verða betri og betri, og þessi gólfskot eru algjörlega eitruð hjá henni. Hún bar sóknarleikinn mikið uppi, ásamt Helenu [Rut Örvarsdóttur]. Hún hefur þetta allt; skotin, finturnar og getur sent á línu. Svo er hún svakalega dugleg að hlaupa fram og aftur, svo hún er eiginlega líka hraðaupphlaupsmanneskjan þeirra líka. Hún er allt í öllu,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Lenu Margréti „Maður hefur aðeins hugsað til hennar þessa dagana, þar sem að hún er í úrslitakeppninni með Stjörnunni og búin að skrifa undir hjá Selfossi,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, stjórnandi þáttarins. Lena Margrét er nefnilega búin að semja við Selfoss sem gæti verið að falla úr Olís-deildinni, en liðið er 2-1 undir í einvígi sínu við 1. deildarlið ÍR um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lena var spurð hvernig væri að vera sjálf að spila í einvígi og fylgjast með öðru sem hefði mikil áhrif á hennar stöðu: „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er, og ætla bara að leggja mig alla fram í að ná sem lengst. Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena aðspurð hvað myndi gerast ef Selfoss félli. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni töldu engar líkur á að hún myndi spila í Grill 66-deildinni færi svo að Selfoss félli. „Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar, sem er númer eitt, tvö og þrjú. En þær hljóta að vera með klásúlu í samningi, ég get ekki ímyndað mér annað. Hún var í landsliðshóp síðast, bankar þar á dyrnar, og ef hún spilar í Grillinu þá verður hún ekki þar,“ sagði Sigurlaug.
Olís-deild kvenna Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira