Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Máni Snær Þorláksson skrifar 5. maí 2023 13:12 Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja niður skólann í núverandi mynd. Vísir/Vilhelm Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. „Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd,“ segir í upphafi ályktunar sem Kennarafélag Menntaskólans við Sund sendi frá sér í dag. Í ályktunni er bent á að á síðasta áratug hafi skólinn farið í gegnum miklar kerfisbreytingar. Þessar breytingar hafi mælst vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Þá hafi skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins á undanförnum árum. Brottfall sé með minnsta móti og útskriftarhlutfall hátt. Í ályktuninni kemur fram að skólinn hafi ákveðna sérstöðu sem felist í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. „Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks,“ segir í henni. Þá er farið yfir að umræddar breytingar hafi verið gerðar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Skólinn sé lifandi samfélag þar sem nemendum sé boðið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska. Sérstaklega er bent á að skólinn leggi áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, til dæmis með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema. Þá hafi verið sett starfsbraut á laggirnar við skólann síðasta sumar. Breytingar eigi að fara fram í samráði við þau sem þær snerta Einnig er tekið fram að staðsetning skólans hafi þótt afar heppileg sökum mikillar uppbyggingar í nærumhverfi hans. Skólinn þjóni stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. „Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi.“ Undir lokin segir félagið á að skólinn eigi sér áralanga sögu og að hann sé hluti af menningararfleifð landsins. „Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta.“ Hægt er að lesa ályktunina í heild sinni hér fyrir neðan. Ályktun Kennarafélags Menntaskólans við Sund Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd. Skólinn hefur á síðasta áratug farið í gegnum miklar kerfisbreytingar sem mælst hafa vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Undanfarin ár hefur skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins. Brottfall er með minnsta móti og útskriftarhlutfall skólans hátt. Sérstaða skólans felst í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks. Allar þessar breytingar og þróun hafa verið unnar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Að auki hefur verið byggð upp öflug nemendaþjónusta sem veitir öllum nemendum víðtækan stuðning. Skólinn er lifandi samfélag þar sem nemendum er búið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska, þar sem ólíkum einstaklingum er gefið tækifæri til að blómstra. Skólinn leggur áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, m.a. með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema, ásamt því að við skólann var sett á laggirnar starfsbraut síðasta sumar. Staðsetning skólans hefur þótt afar heppileg þar sem mikil uppbygging á sér stað í nærumhverfi hans (í Vogabyggð og Ártúnshöfða) og þjónar skólinn stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi. Menntaskólinn við Sund á sér áralanga sögu og er hluti af menningararfleifð landsins. Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta. Virðingarfyllst, Kennarafélag Menntaskólans við Sund Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd,“ segir í upphafi ályktunar sem Kennarafélag Menntaskólans við Sund sendi frá sér í dag. Í ályktunni er bent á að á síðasta áratug hafi skólinn farið í gegnum miklar kerfisbreytingar. Þessar breytingar hafi mælst vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Þá hafi skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins á undanförnum árum. Brottfall sé með minnsta móti og útskriftarhlutfall hátt. Í ályktuninni kemur fram að skólinn hafi ákveðna sérstöðu sem felist í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. „Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks,“ segir í henni. Þá er farið yfir að umræddar breytingar hafi verið gerðar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Skólinn sé lifandi samfélag þar sem nemendum sé boðið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska. Sérstaklega er bent á að skólinn leggi áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, til dæmis með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema. Þá hafi verið sett starfsbraut á laggirnar við skólann síðasta sumar. Breytingar eigi að fara fram í samráði við þau sem þær snerta Einnig er tekið fram að staðsetning skólans hafi þótt afar heppileg sökum mikillar uppbyggingar í nærumhverfi hans. Skólinn þjóni stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. „Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi.“ Undir lokin segir félagið á að skólinn eigi sér áralanga sögu og að hann sé hluti af menningararfleifð landsins. „Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta.“ Hægt er að lesa ályktunina í heild sinni hér fyrir neðan. Ályktun Kennarafélags Menntaskólans við Sund Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd. Skólinn hefur á síðasta áratug farið í gegnum miklar kerfisbreytingar sem mælst hafa vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Undanfarin ár hefur skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins. Brottfall er með minnsta móti og útskriftarhlutfall skólans hátt. Sérstaða skólans felst í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks. Allar þessar breytingar og þróun hafa verið unnar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Að auki hefur verið byggð upp öflug nemendaþjónusta sem veitir öllum nemendum víðtækan stuðning. Skólinn er lifandi samfélag þar sem nemendum er búið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska, þar sem ólíkum einstaklingum er gefið tækifæri til að blómstra. Skólinn leggur áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, m.a. með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema, ásamt því að við skólann var sett á laggirnar starfsbraut síðasta sumar. Staðsetning skólans hefur þótt afar heppileg þar sem mikil uppbygging á sér stað í nærumhverfi hans (í Vogabyggð og Ártúnshöfða) og þjónar skólinn stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi. Menntaskólinn við Sund á sér áralanga sögu og er hluti af menningararfleifð landsins. Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta. Virðingarfyllst, Kennarafélag Menntaskólans við Sund
Ályktun Kennarafélags Menntaskólans við Sund Kennarafélag Menntaskólans við Sund hafnar öllum hugmyndum um að leggja eigi skólann niður í núverandi mynd. Skólinn hefur á síðasta áratug farið í gegnum miklar kerfisbreytingar sem mælst hafa vel fyrir meðal nemenda og foreldra. Undanfarin ár hefur skólinn verið meðal vinsælustu framhaldsskóla landsins. Brottfall er með minnsta móti og útskriftarhlutfall skólans hátt. Sérstaða skólans felst í þriggja anna námskerfi með áherslu á verkefnamiðað nám. Við skólann hefur farið fram mjög öflug starfsþróun kennara, leiðsagnarnám hefur verið innleitt í miklum mæli og starfendarannsóknir unnar af öflugum hópi starfsfólks. Allar þessar breytingar og þróun hafa verið unnar með farsæld nemenda að leiðarljósi. Að auki hefur verið byggð upp öflug nemendaþjónusta sem veitir öllum nemendum víðtækan stuðning. Skólinn er lifandi samfélag þar sem nemendum er búið jákvætt og metnaðarfullt umhverfi til náms og þroska, þar sem ólíkum einstaklingum er gefið tækifæri til að blómstra. Skólinn leggur áherslu á að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda, m.a. með því að styðja sérstaklega við tvítyngda nemendur og nýnema, ásamt því að við skólann var sett á laggirnar starfsbraut síðasta sumar. Staðsetning skólans hefur þótt afar heppileg þar sem mikil uppbygging á sér stað í nærumhverfi hans (í Vogabyggð og Ártúnshöfða) og þjónar skólinn stórum hluta austanverðs höfuðborgarsvæðisins. Áformaðar samgöngubætur, Borgarlína og Sundabraut, munu stuðla enn frekar að umhverfislegu mikilvægi þess að hafa jafn sterkan framhaldsskóla í alfaraleið. Teljum við því að lokun skólans yrði mikill missir fyrir nærliggjandi hverfi. Menntaskólinn við Sund á sér áralanga sögu og er hluti af menningararfleifð landsins. Því væri afar sorglegt ef það metnaðarfulla skólastarf sem þar er unnið væri fórnað í hagræðingarskyni sem þjónar ekki velferð og farsæld unga fólksins okkar. Að lokum köllum við eftir því að breytingar á framhaldskólakerfinu fari fram í samráði og samtali við alla þá sem þær munu snerta. Virðingarfyllst, Kennarafélag Menntaskólans við Sund
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22