Þeir bestu farnir að taka eftir Gunnari Nelson á ný Aron Guðmundsson skrifar 5. maí 2023 20:01 Gunnar Nelson hefur unnið tvo bardaga í röð í UFC Það má með sanni segja að frammistaða íslenska UFC bardagakappans Gunnars Nelson, sem hefur nú unnið tvo bardaga í röð í bardagabúrinu, hafi séð til þess að kollegar hans í veltivigtardeildinni geti ekki litið fram hjá honum. Gunnar vann eftirminnilegan sigur á Bandaríkjamanninum Bryan Barberena á bardagakvöldi UFC í Lundúnum í mars. Þar þvingaði Gunnar fram uppgjöf hjá Barberena í fyrstu lotu bardagans, sigur sem vakti mikla athygli. Fyrir bardagann gegn Barberena hafði Gunnar einnig unnið yfirburðasigur gegn Japananum Takashi Sato eftir að hafa verið fjarri bardagabúrinu í rúm tvö ár. Myndi elska að berjast við Gunnar Fljótlega eftir sigur Gunnars, sem er ekki á meðal efstu fimmtán bardagakappa á styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, steig Michael Chiesa sem vermir 12. sæti styrkleikalistans fram og sagðist vilja bardaga við Íslendinginn. Í því samhengi nefndi Chiesa komandi bardagakvöld UFC í O2-höllinni í London undir lok júlí. Michael Chiesa is hoping to fight Gunnar Nelson next #TheMMAHour https://t.co/pkAT52HWhK pic.twitter.com/IYFqSrskoE— MMAFighting.com (@MMAFighting) April 3, 2023 Það var síðan undir lok apríl sem Sean Brady, sem vermir 9. sæti styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, nefndi það í viðtali við Sportskeeda að bardagi við Gunnar heillaði hann. „Einn af mönnunum sem ég væri til í að takast á við á þessari stundu er Gunnar Nelson eða sambærilegur bardagamaður,“ sagði Brady eftir að hafa þulið upp nokkra bardaga sem hann væri til í. Brady var ósigraður í fimmtán bardögum á sínum atvinnumannaferli fyrir síðasta bardaga sinn sem reyndist enda með hans fyrsta tapi. Þar laut Brady í lægra haldi fyrir Belal Muhammad sem mætir fyrrum andstæðingi Gunnars, Brassanum Gilbert Burns á bardagakvöldi UFC um helgina. Svo kom á daginn að téður Brady fékk bardaga við hinn ástralska Jack Della Maddalena og munu þeir mætast á UFC 290 bardagakvöldinu í Las Vegas þann 8. Júlí næstkomandi. Ekkert að flýta sérAf umræðunni að dæma má sjá það kyrfilega að Gunnar Nelson er búinn að koma sér aftur inn í hana. Ætla má að hann sé mjög nálægt efstu fimmtán bardagamönnunum á styrkleikalista veltivigtardeildarinnar og því fróðlegt að sjá hvað tekur við næst hjá honum.Gunnar hefur sjálfur ekkert sagst vera að flýta sér að finna næsta bardaga. Undanförnum dögum hefur hann eytt hjá SBG bardagasamtökunum á Írlandi en þar starfar þjálfari hans John Kavanagh.Af myndskeiðum og myndum á samfélagsmiðlum að dæma má sjá að Gunnar hefur verið að ausa úr viskubrunni sínum til ungra bardagamanna hjá SBG.Sjálfur á Gunnar þrjá bardaga eftir af núverandi samningi sínum við UFC. MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ Sjá meira
Gunnar vann eftirminnilegan sigur á Bandaríkjamanninum Bryan Barberena á bardagakvöldi UFC í Lundúnum í mars. Þar þvingaði Gunnar fram uppgjöf hjá Barberena í fyrstu lotu bardagans, sigur sem vakti mikla athygli. Fyrir bardagann gegn Barberena hafði Gunnar einnig unnið yfirburðasigur gegn Japananum Takashi Sato eftir að hafa verið fjarri bardagabúrinu í rúm tvö ár. Myndi elska að berjast við Gunnar Fljótlega eftir sigur Gunnars, sem er ekki á meðal efstu fimmtán bardagakappa á styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, steig Michael Chiesa sem vermir 12. sæti styrkleikalistans fram og sagðist vilja bardaga við Íslendinginn. Í því samhengi nefndi Chiesa komandi bardagakvöld UFC í O2-höllinni í London undir lok júlí. Michael Chiesa is hoping to fight Gunnar Nelson next #TheMMAHour https://t.co/pkAT52HWhK pic.twitter.com/IYFqSrskoE— MMAFighting.com (@MMAFighting) April 3, 2023 Það var síðan undir lok apríl sem Sean Brady, sem vermir 9. sæti styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, nefndi það í viðtali við Sportskeeda að bardagi við Gunnar heillaði hann. „Einn af mönnunum sem ég væri til í að takast á við á þessari stundu er Gunnar Nelson eða sambærilegur bardagamaður,“ sagði Brady eftir að hafa þulið upp nokkra bardaga sem hann væri til í. Brady var ósigraður í fimmtán bardögum á sínum atvinnumannaferli fyrir síðasta bardaga sinn sem reyndist enda með hans fyrsta tapi. Þar laut Brady í lægra haldi fyrir Belal Muhammad sem mætir fyrrum andstæðingi Gunnars, Brassanum Gilbert Burns á bardagakvöldi UFC um helgina. Svo kom á daginn að téður Brady fékk bardaga við hinn ástralska Jack Della Maddalena og munu þeir mætast á UFC 290 bardagakvöldinu í Las Vegas þann 8. Júlí næstkomandi. Ekkert að flýta sérAf umræðunni að dæma má sjá það kyrfilega að Gunnar Nelson er búinn að koma sér aftur inn í hana. Ætla má að hann sé mjög nálægt efstu fimmtán bardagamönnunum á styrkleikalista veltivigtardeildarinnar og því fróðlegt að sjá hvað tekur við næst hjá honum.Gunnar hefur sjálfur ekkert sagst vera að flýta sér að finna næsta bardaga. Undanförnum dögum hefur hann eytt hjá SBG bardagasamtökunum á Írlandi en þar starfar þjálfari hans John Kavanagh.Af myndskeiðum og myndum á samfélagsmiðlum að dæma má sjá að Gunnar hefur verið að ausa úr viskubrunni sínum til ungra bardagamanna hjá SBG.Sjálfur á Gunnar þrjá bardaga eftir af núverandi samningi sínum við UFC.
MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ Sjá meira