Hanna eftir lokaleikinn á einstökum ferli: „Ég geng sátt frá borði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2023 19:17 Hanna Guðrún Stefánsdóttir eftir síðasta leikinn á einstökum ferli sem spannaði næstum því þrjátíu ár. vísir/hulda margrét Hanna Guðrún Stefánsdóttir lék í dag sinn síðasta leik á löngum og glæsilegum ferli sem hófst um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Stjarnan tapaði þá fyrir Val, 20-27, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Eins og staðan er núna er tilfinningin mjög súr. Maður hefði viljað enda betur, að leikurinn hefði verið meira spennandi en ég geng sátt frá borði,“ sagði Hanna við Vísi eftir leikinn. „Ég er stolt af öllu sem ég hef gert og verið ótrúlega heppinn, verið í landsliðinu og það var mikill heiður og upplifa öll stórmótin með því. Ég held að ég sé alveg búin að skila mínu í boltanum.“ En hvað stendur upp úr á þessum næstum því þrjátíu ára ferli í meistaraflokki? „Stórmótin og ýmsir titlar sem ég hef unnið. Ég hef unnið alla titla á Íslandi en sumir eru sætari en aðrir,“ sagði hin 44 ára Hanna sem hefur alla tíð hugsað vel um sig sem skýrir af hverju ferilinn var jafn langur og raun bar vitni. „Þetta eru fórnir og það þarf að hugsa vel um sig og æfa vel, vera mjög skipulagður og eiga góða fjölskyldu og góðan maka. Þegar maður eldist lærir maður alltaf eitthvað nýtt og þarf að hugsa öðruvísi um sig. Maður getur ekki farið bara áfram á hornunum heldur þarf að hægja á sér en samt æfa vel. Það er galdurinn,“ sagði Hanna sem ætlar að taka sér langþráð frí núna en útilokar ekki að tengjast handboltanum í framtíðinni. „Ég er rosa spennt fyrir því að taka eitt ár og gera bara ekki neitt, prufa það. Ég fór á fyrstu handboltaæfingu um tíu ára aldurinn. Ég er rosalega spennt að gera ekki neitt en þjálfun kemur alveg til greina,“ sagði Hanna að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
„Eins og staðan er núna er tilfinningin mjög súr. Maður hefði viljað enda betur, að leikurinn hefði verið meira spennandi en ég geng sátt frá borði,“ sagði Hanna við Vísi eftir leikinn. „Ég er stolt af öllu sem ég hef gert og verið ótrúlega heppinn, verið í landsliðinu og það var mikill heiður og upplifa öll stórmótin með því. Ég held að ég sé alveg búin að skila mínu í boltanum.“ En hvað stendur upp úr á þessum næstum því þrjátíu ára ferli í meistaraflokki? „Stórmótin og ýmsir titlar sem ég hef unnið. Ég hef unnið alla titla á Íslandi en sumir eru sætari en aðrir,“ sagði hin 44 ára Hanna sem hefur alla tíð hugsað vel um sig sem skýrir af hverju ferilinn var jafn langur og raun bar vitni. „Þetta eru fórnir og það þarf að hugsa vel um sig og æfa vel, vera mjög skipulagður og eiga góða fjölskyldu og góðan maka. Þegar maður eldist lærir maður alltaf eitthvað nýtt og þarf að hugsa öðruvísi um sig. Maður getur ekki farið bara áfram á hornunum heldur þarf að hægja á sér en samt æfa vel. Það er galdurinn,“ sagði Hanna sem ætlar að taka sér langþráð frí núna en útilokar ekki að tengjast handboltanum í framtíðinni. „Ég er rosa spennt fyrir því að taka eitt ár og gera bara ekki neitt, prufa það. Ég fór á fyrstu handboltaæfingu um tíu ára aldurinn. Ég er rosalega spennt að gera ekki neitt en þjálfun kemur alveg til greina,“ sagði Hanna að lokum.
Olís-deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira