Pep ósáttur með vítavesen gærdagsins Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 07:01 Erling Haaland ákvað að leyfa Ilkay Gundogan tækifæri til að ná þrennunni. Vísir/Getty Manchester City vann í gær góðan 2-1 sigur á Leeds sem færir liðið einu skrefi nær Englandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Pep Guardiola var þó ekki yfir sig ánægður eftir leik í gær. Manchester City er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Leeds í gær. Ilkay Gundogan skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum en hann misnotaði vítaspyrnu skömmu fyrir mark Leeds þar sem hann hefði getað náð þrennunni. Flestir hefðu búist við að markahrókurinn Erling Haaland tæki spyrnuna og það gerði Pep Guardiola þjálfari líka. Norðmaðurinn ákvað hins vegar að leyfa Gundogan að fá tækifæri til að ná þrennunni en Þjóðverjinn nýtti það tækifæri ekki nógu vel. Gjafmildi Haalan vakti ekki mikla lukku hjá Pep Guardiola þjálfara City og lét hann þá skoðun sína skýrt í ljós að leik loknum. Guardiola var ekki sáttur með þá félaga Erling Haaland og Ilkay Gundogan.Vísir/Getty „Leikurinn er ekki búinn. Þetta sýnir hversu almennilegur og örlátur Erling er. Ef staðan er 4-0 og það eru tíu mínútur eftir, þá er þetta í lagi,“ sagði Guardiola í viðtali að leik loknum í gær. „Erling er besta vítaskyttan akkúrat núna þannig að hann á að taka spyrnuna. Ég vill að leikmaðurinn sem er vítaskyttan taki spyrnuna, hann er með betri rútínu og þekkingu. Hann hefur líklega tekið tíu eða ellefu spyrnur og er með tilfinninguna. Gundogan er ekki með þá tilfinningu akkúrat núna.“ Gundogan sagði að Pep Guardiola hefði strax gert þeim ljóst að þeir hefðu tekið ranga ákvörðun. „Fyrst sýndi hann Erling að hann væri frekar reiður og svo lét hann mig heyra það,“ sagði Gundogan eftir leik en Leeds minnkaði muninn strax í kjölfarið á því að hann misnotaði vítið. Guaridola róaðist þó fljótlega eftir leik enda væntanlega ánægður með stigin þrjú sem færir City liðinu enn nær enn einum meistaratitlinum undir hans stjórn. „Ég dáist að því að Gundogan vilji taka ábyrgðina á að skora úr vítinu, það er góður eiginleiki hjá leikmanni. En vítaskyttan er vítaskytta og Erling átti að taka hana því hann er okkar sérfræðingur.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
Manchester City er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Leeds í gær. Ilkay Gundogan skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum en hann misnotaði vítaspyrnu skömmu fyrir mark Leeds þar sem hann hefði getað náð þrennunni. Flestir hefðu búist við að markahrókurinn Erling Haaland tæki spyrnuna og það gerði Pep Guardiola þjálfari líka. Norðmaðurinn ákvað hins vegar að leyfa Gundogan að fá tækifæri til að ná þrennunni en Þjóðverjinn nýtti það tækifæri ekki nógu vel. Gjafmildi Haalan vakti ekki mikla lukku hjá Pep Guardiola þjálfara City og lét hann þá skoðun sína skýrt í ljós að leik loknum. Guardiola var ekki sáttur með þá félaga Erling Haaland og Ilkay Gundogan.Vísir/Getty „Leikurinn er ekki búinn. Þetta sýnir hversu almennilegur og örlátur Erling er. Ef staðan er 4-0 og það eru tíu mínútur eftir, þá er þetta í lagi,“ sagði Guardiola í viðtali að leik loknum í gær. „Erling er besta vítaskyttan akkúrat núna þannig að hann á að taka spyrnuna. Ég vill að leikmaðurinn sem er vítaskyttan taki spyrnuna, hann er með betri rútínu og þekkingu. Hann hefur líklega tekið tíu eða ellefu spyrnur og er með tilfinninguna. Gundogan er ekki með þá tilfinningu akkúrat núna.“ Gundogan sagði að Pep Guardiola hefði strax gert þeim ljóst að þeir hefðu tekið ranga ákvörðun. „Fyrst sýndi hann Erling að hann væri frekar reiður og svo lét hann mig heyra það,“ sagði Gundogan eftir leik en Leeds minnkaði muninn strax í kjölfarið á því að hann misnotaði vítið. Guaridola róaðist þó fljótlega eftir leik enda væntanlega ánægður með stigin þrjú sem færir City liðinu enn nær enn einum meistaratitlinum undir hans stjórn. „Ég dáist að því að Gundogan vilji taka ábyrgðina á að skora úr vítinu, það er góður eiginleiki hjá leikmanni. En vítaskyttan er vítaskytta og Erling átti að taka hana því hann er okkar sérfræðingur.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira