Handbolti

Íslendingar í eldlínunni í Danmörku

Smári Jökull Jónsson skrifar
Einar Þorsteinn lék með Val áður en hann hélt í atvinnumennsku.
Einar Þorsteinn lék með Val áður en hann hélt í atvinnumennsku. Vísir/Hulda Margrét

Einar Þorsteinn Ólafsson og Daníel Freyr Andrésson voru í eldlínunni með sínum liðum í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Einar Þorsteinn og liðsfélagar hans í Frederecia voru í heimsókn hjá meisturum GOG og var leikurinn æsispennandi. GOG leiddi 17-16 í hálfleik og náði þriggja marka forskoti í upphafi síðari hálfleiks.

Gestirnir létu þó ekki deigan síga og voru fljótir að minnka muninn og jafna. Á lokamínútunum náði GOG 33-31 forystu þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en GOG minnkaði muninn þegar ein og hálf mínúta var eftir.

Frederica nýtti ekki næstu sókn og Simon Pytlick jafnaði metin þegar sex sekúndur voru eftir. Lokatölur 33-33 og liðin urðu að sættast á skiptan hlut.

Daníel Freyr Andrésson var í liði Lemvig sem mætti Sönderjyske á heimavelli. Sá leikur var sömuleiðis jafn og spennandi. Eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik tókst gestunum í Sönderjyske að knýja fram eins marks sigur, lokatölur 31-30.

Daníel Freyr varði sex skot í leiknum eða rúmlega 33% þeirra skota sem hann fékk á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×