Serbneskur ráðherra hættir í kjölfar fjöldamorðanna Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 20:54 Fjöldamorðin í Serbíu í vikunni hafa skekið serbnesku þjóðina. AP Ráðherra menntamála í Serbíu, Branko Ruzic, tilkynnti í dag um afsögn sína. Afsögnin kemur í kjölfar tveggja fjöldamorða sem hafa skekið serbnesku þjóðina, en í þeim létust alls sautján manns. Ruzic er fyrsti ráðherrann eða embættismaðurinn til að segja af sér í kjölfar árásanna. AP segir frá því að ríkisstjórn Serbíu hafi sömuleiðis beint því til landsmanna að skila inn öllum ólöglegum og óskráðum skotvopnum, handsprengjum og skotfærum og koma þeim í hendur lögreglu. Sé það gert nú eigi viðkomandi ekki á hættu að verða ákærður vegna brota á vopnalögum, en hundsi fólk orð yfirvalda eiga brotlegir á hættu að verða ákærðir og dæmdir í fangelsi. Síðastliðinn miðvikudag bárust fréttir af því að þrettán ára drengur hefði skotið átta nemendur og öryggisvörð til bana í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. Á föstudag var svo sagt frá því að karlmaður um tvítugt hefði skotið úr vélbyssu úr bíl sem var á ferð. Hann hafði þá nýverið lent í deilum í lögreglumann í þorpinu Dubona, suðaustur af Belgrad. Vitað er að gríðarlegt magn skotvopna er að finna í Serbíu og skipar annað sætið í Evrópu á lista yfir skráð vopn miðað við höfðatölu. Nágrannar Serba, Svartfellingar, skipa efsta sætið á þeim lista. Serbía Tengdar fréttir Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05 Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. 3. maí 2023 14:04 Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Sjá meira
AP segir frá því að ríkisstjórn Serbíu hafi sömuleiðis beint því til landsmanna að skila inn öllum ólöglegum og óskráðum skotvopnum, handsprengjum og skotfærum og koma þeim í hendur lögreglu. Sé það gert nú eigi viðkomandi ekki á hættu að verða ákærður vegna brota á vopnalögum, en hundsi fólk orð yfirvalda eiga brotlegir á hættu að verða ákærðir og dæmdir í fangelsi. Síðastliðinn miðvikudag bárust fréttir af því að þrettán ára drengur hefði skotið átta nemendur og öryggisvörð til bana í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. Á föstudag var svo sagt frá því að karlmaður um tvítugt hefði skotið úr vélbyssu úr bíl sem var á ferð. Hann hafði þá nýverið lent í deilum í lögreglumann í þorpinu Dubona, suðaustur af Belgrad. Vitað er að gríðarlegt magn skotvopna er að finna í Serbíu og skipar annað sætið í Evrópu á lista yfir skráð vopn miðað við höfðatölu. Nágrannar Serba, Svartfellingar, skipa efsta sætið á þeim lista.
Serbía Tengdar fréttir Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05 Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. 3. maí 2023 14:04 Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Sjá meira
Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05
Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. 3. maí 2023 14:04
Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila