„Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 8. maí 2023 13:31 Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs og bæjarfulltrúi, segir óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki tekist að gera samning við ríkið um að liðsinna flóttafólki líkt og önnur sveitarfélög hafa gert. Stöð 2 Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. Vinir Kópavogs ályktuðu um málið á aðalfundi félagsins sem fór fram í lok apríl síðastliðnum og segir Helga Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, mikinn einhug í félagsfólki. Þeim finnist málið vera skammarblett fyrir næst stærsta sveitarfélag landsins. „Samningurinn var tilbúinn af hálfu ríkisins í ágúst í fyrra og við höfum verið að ýta á um það að við tækjum þátt í þessu sameiginlega verkefni sem íslenska ríkið bauð fram til að taka á móti fólki sem er að flýja ömurlegar aðstæður í sínu heimalandi og þarf útbreiddan faðm og aðstoð,“ segir Helga og bendir á að frá því í ágúst hafi öll sveitarfélög í kringum Kópavog samþykkt móttöku sem og stærstu sveitarfélög landsins. „Þannig það er okkur óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að gera samninga um að liðsinna flóttafólki. Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið,“ segir Helga. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi ekki gefið neinar skýringar sem Vinir Kópavogs telji fullnægjandi. „Það er talað um húsnæðisskort og aðstöðuskort en það er ekkert, held ég, sem er öðruvísi hvað það snertir í Kópavogi heldur en í öðrum sveitarfélögum sem hafa tekið þátt í þessu samfélagslega verkefni, að liðsinna fólki í neyð.“ Helga segir málið ítrekað hafa verið rætt á vettvangi bæjarráðs og í bæjarstjórn en að engar haldbærar skýringar hafi verið gefnar. „Við upplifum þetta bara hreinlega sem skammarblett að taka ekki þátt í verkefni af þessum toga. Það er eins og við höfum ekki þá samkennd með fólki í neyð sem er mikilvægt að hafa.“ Kópavogur Flóttafólk á Íslandi Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. 16. mars 2023 13:54 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vinir Kópavogs ályktuðu um málið á aðalfundi félagsins sem fór fram í lok apríl síðastliðnum og segir Helga Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, mikinn einhug í félagsfólki. Þeim finnist málið vera skammarblett fyrir næst stærsta sveitarfélag landsins. „Samningurinn var tilbúinn af hálfu ríkisins í ágúst í fyrra og við höfum verið að ýta á um það að við tækjum þátt í þessu sameiginlega verkefni sem íslenska ríkið bauð fram til að taka á móti fólki sem er að flýja ömurlegar aðstæður í sínu heimalandi og þarf útbreiddan faðm og aðstoð,“ segir Helga og bendir á að frá því í ágúst hafi öll sveitarfélög í kringum Kópavog samþykkt móttöku sem og stærstu sveitarfélög landsins. „Þannig það er okkur óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að gera samninga um að liðsinna flóttafólki. Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið,“ segir Helga. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi ekki gefið neinar skýringar sem Vinir Kópavogs telji fullnægjandi. „Það er talað um húsnæðisskort og aðstöðuskort en það er ekkert, held ég, sem er öðruvísi hvað það snertir í Kópavogi heldur en í öðrum sveitarfélögum sem hafa tekið þátt í þessu samfélagslega verkefni, að liðsinna fólki í neyð.“ Helga segir málið ítrekað hafa verið rætt á vettvangi bæjarráðs og í bæjarstjórn en að engar haldbærar skýringar hafi verið gefnar. „Við upplifum þetta bara hreinlega sem skammarblett að taka ekki þátt í verkefni af þessum toga. Það er eins og við höfum ekki þá samkennd með fólki í neyð sem er mikilvægt að hafa.“
Kópavogur Flóttafólk á Íslandi Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. 16. mars 2023 13:54 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. 16. mars 2023 13:54
Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03