Jóhann upp fyrir hundrað stig í tímamótaleik og Sunderland slapp inn í umspil Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2023 15:59 Jóhann Berg Guðmundsson hefur átt afar góðu gengi að fagna með Burnley í vetur og verður með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Getty/Alex Livesey Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson spilaði sinn 200. keppnisleik fyrir enska knattspyrnufélagið Burnley í dag þegar lokaumferð ensku B-deildarinnar var spiluð. Jóhann og félagar höfðu fyrir nokkru tryggt sér sigur í deildinni og sæti í ensku úrvalsdeildinni, en þeir fullkomnuðu tímabilið með 3-0 sigri gegn Cardiff í dag sem kom þeim yfir 100 stiga múrinn. Jóhann var í byrjunarliðinu og fór af velli eftir að staðan var orðin 3-0 í þessum mikla tímamótaleik, en hann hefur leikið með Burnley frá árinu 2016 eftir að hafa keyptur frá Charlton í kjölfar frammistöðu sinnar á EM í Frakklandi. A 200th Burnley appearance for JBG today Fantastic achievement pic.twitter.com/y7Y8EfZVYV— Burnley FC (@BurnleyOfficial) May 8, 2023 Burnley endaði tímabilið með 101 stig, tíu stigum fyrir ofan Sheffield United, og tapaði aðeins þremur af 46 leikjum sínum í deildinni. Ljóst var fyrir leiki dagsins að Sheffield United færi með Burnley upp um deild, og að Reading, Blackpool og Wigan myndu falla. Nú er eftir fjögurra liða umspil um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni og náði Sunderland að koma sér inn í það umspil í dag með því að vinna Preston North End á útivelli, 3-0. Millwall kastaði frá sér sæti í umspili Sigurinn kom Sunderland stigi upp fyrir Millwall, sem tapaði 4-3 fyrir Blackburn á heimavelli eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik. Blackburn náði jafnmörgum stigum og Sunderland, eða 69, en var með mun lakari markatölu. Coventry náði að halda sér í 5. sæti með 1-1 jafntefli við Middlesbrough á útivelli, en ljóst var fyrir leiki dagsins að Luton myndi enda í 3. sæti og Middlesbrough í 4. sæti. Í umspilinu mætast því Luton og Sunderland annars vegar, 13. og 16. maí, og Middlesbrough og Coventry hins vegar, 14. og 17. maí. Sigurliðin mætast svo á Wembley 27. maí í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Sjá meira
Jóhann og félagar höfðu fyrir nokkru tryggt sér sigur í deildinni og sæti í ensku úrvalsdeildinni, en þeir fullkomnuðu tímabilið með 3-0 sigri gegn Cardiff í dag sem kom þeim yfir 100 stiga múrinn. Jóhann var í byrjunarliðinu og fór af velli eftir að staðan var orðin 3-0 í þessum mikla tímamótaleik, en hann hefur leikið með Burnley frá árinu 2016 eftir að hafa keyptur frá Charlton í kjölfar frammistöðu sinnar á EM í Frakklandi. A 200th Burnley appearance for JBG today Fantastic achievement pic.twitter.com/y7Y8EfZVYV— Burnley FC (@BurnleyOfficial) May 8, 2023 Burnley endaði tímabilið með 101 stig, tíu stigum fyrir ofan Sheffield United, og tapaði aðeins þremur af 46 leikjum sínum í deildinni. Ljóst var fyrir leiki dagsins að Sheffield United færi með Burnley upp um deild, og að Reading, Blackpool og Wigan myndu falla. Nú er eftir fjögurra liða umspil um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni og náði Sunderland að koma sér inn í það umspil í dag með því að vinna Preston North End á útivelli, 3-0. Millwall kastaði frá sér sæti í umspili Sigurinn kom Sunderland stigi upp fyrir Millwall, sem tapaði 4-3 fyrir Blackburn á heimavelli eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik. Blackburn náði jafnmörgum stigum og Sunderland, eða 69, en var með mun lakari markatölu. Coventry náði að halda sér í 5. sæti með 1-1 jafntefli við Middlesbrough á útivelli, en ljóst var fyrir leiki dagsins að Luton myndi enda í 3. sæti og Middlesbrough í 4. sæti. Í umspilinu mætast því Luton og Sunderland annars vegar, 13. og 16. maí, og Middlesbrough og Coventry hins vegar, 14. og 17. maí. Sigurliðin mætast svo á Wembley 27. maí í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Sjá meira