Sex skilorðsbundnir mánuðir fyrir stórfellda líkamsárás við Paddy's Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. maí 2023 16:20 Árásin varð fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ. Vísir Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Paddy's í Reykjanesbæ í október 2021. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða brotaþolanum, karlmanni á fimmtugsaldri, tvær milljónir króna í miskabætur. Árásina framdi maðurinn fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardagsins 23. október 2021 og sló þar brotaþolann með krepptum hnefa í höfuðið þannig að hann féll aftur fyrir sig. Höfuð mannsins skall í jörðina og hlaut hann við það alvarlegan höfuðáverka, höfuðkúpubrot, innanbastablæðingu yfir öllu vinstra heilahveli og innanskúmsblæðingu þar innundir, miðlínufærslu á heila og gríðarlega mikla bólgu í heilanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 4. maí síðastliðinn, að maðurinn hafi hlotið varanlegar og alvarlegar afleiðingar eftir heilaáverkann, sem fela í sér hugræna skerðingu, hafi haft áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Eins og fréttastofa fjallaði um á sínum tíma var maðurinn á gjörgæslu í að minnsta kosti viku og langur tími á endurhæfingardeild á Grensás. Sjá einnig: Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Fram kemur í dómnum að þegar lögregla var kölluð til vegna málsins hafi hinn ákærði enn verið á staðnum og hann handtekinn þar. Maðurinn hafi greint frá því að hann og brotaþolinn þekktust og hefðu verið kunningjar „á djamminu“ í um 15 ár. Hann hafi verið á Paddy's þetta kvöld að skemmta sér þar sem hann hitti brotaþolann, sem hafi verið árásargjarn og æstur. Eftir lokun hafi fjöldi gesta verið fyrir utan staðinn, þar á meðal brotaþoli, sem hafi ýtt við mörgum sem þar voru. Hann hafi beðið brotaþola að hætta og í kjölfarið risið upp ágreiningur þeirra á milli sem endaði á því að hann sló brotaþola með krepptum hnefa undir hökuna. Nokkur vitni staðfestu þessa frásögn mannsins fyrir dómi og hann játaði afdráttarlaust sök í málinu. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að skýrt sé að málið hafi lagst þungt á ákærða, sem geri sér grein fyrir að ekkert réttlætanlegt tilefni hafi verið til viðbragða hans þetta kvöld. Þá bendi ekkert til að hann hafi haft ásetning til að vinna manninum það mein sem honum varð af en afleiðingar hnefahöggsins hafi orðið mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til. Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Árásina framdi maðurinn fyrir utan Paddy's í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardagsins 23. október 2021 og sló þar brotaþolann með krepptum hnefa í höfuðið þannig að hann féll aftur fyrir sig. Höfuð mannsins skall í jörðina og hlaut hann við það alvarlegan höfuðáverka, höfuðkúpubrot, innanbastablæðingu yfir öllu vinstra heilahveli og innanskúmsblæðingu þar innundir, miðlínufærslu á heila og gríðarlega mikla bólgu í heilanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 4. maí síðastliðinn, að maðurinn hafi hlotið varanlegar og alvarlegar afleiðingar eftir heilaáverkann, sem fela í sér hugræna skerðingu, hafi haft áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Eins og fréttastofa fjallaði um á sínum tíma var maðurinn á gjörgæslu í að minnsta kosti viku og langur tími á endurhæfingardeild á Grensás. Sjá einnig: Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Fram kemur í dómnum að þegar lögregla var kölluð til vegna málsins hafi hinn ákærði enn verið á staðnum og hann handtekinn þar. Maðurinn hafi greint frá því að hann og brotaþolinn þekktust og hefðu verið kunningjar „á djamminu“ í um 15 ár. Hann hafi verið á Paddy's þetta kvöld að skemmta sér þar sem hann hitti brotaþolann, sem hafi verið árásargjarn og æstur. Eftir lokun hafi fjöldi gesta verið fyrir utan staðinn, þar á meðal brotaþoli, sem hafi ýtt við mörgum sem þar voru. Hann hafi beðið brotaþola að hætta og í kjölfarið risið upp ágreiningur þeirra á milli sem endaði á því að hann sló brotaþola með krepptum hnefa undir hökuna. Nokkur vitni staðfestu þessa frásögn mannsins fyrir dómi og hann játaði afdráttarlaust sök í málinu. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að skýrt sé að málið hafi lagst þungt á ákærða, sem geri sér grein fyrir að ekkert réttlætanlegt tilefni hafi verið til viðbragða hans þetta kvöld. Þá bendi ekkert til að hann hafi haft ásetning til að vinna manninum það mein sem honum varð af en afleiðingar hnefahöggsins hafi orðið mun alvarlegri en höggið gaf tilefni til.
Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Enn á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags. 29. október 2021 07:01