Drungilas slapp við bann og spilar í Síkinu í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2023 10:05 Adomas Drungilas verður með í Síkinu í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Nú er orðið ljóst að Adomas Drungilas verður ekki dæmdur í leikbann fyrir brot sitt á Kristófer Acox í fyrsta leik úrslitaeinvígis Tindastóls og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Drungilas fékk óíþróttamannslega villu snemma í seinni hálfleik á laugardaginn, eftir að olnbogi hans fór í höfuð Kristófers. Sá síðarnefndi þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi áður en þeir veittu Drungilas óíþróttamannslega villu. Engu að síður ákvað dómaranefnd KKÍ að vísa atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar sem nú hefur vísað málinu frá. Atvikið var skoðað vandlega í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik og má sjá það hér að neðan. Annar leikur einvígisins verður spilaður í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Fjöldi sérfræðinga ósammála dómnum á laugardag Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar segir að þar sem að dómarar leiksins hafi sannarlega séð atvikið, og skoðað það nánar í endursýningu á keppnisstað, sé nefndin bundin af ákvörðun dómara leiksins. Því var kærunni vísað frá. Í úskurðinum segir að dómaranefnd KKÍ hafi leitað álits sérfræðinga til að meta alvarleika atviksins, og að flestir þeirra hafi verið erlendir FIBA-vottaðir dómaraleiðbeinendur. Af 23 sérfræðingum sem mátu atvikið var aðeins einn sem mat það með sama hætti og dómararnir á laugardag, það er að segja þannig að dæma ætti óíþróttamannslega villu. Átján mátu það þannig að um brottrekstrarvillu væri að ræða og fjórir að um óíþróttamannslega eða brottrekstrarvillu væri að ræða, það er að segja að til að uppfæra í brottrekstrarvillu þyrfti að skoða annað samhengi en brottrekstrarvilla væri vel réttlætanleg. Einn meðlimur dómaranefndar ekki með tengsl við Val Ljóst er að ákvörðun dómaranefndar um að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar fór illa í margan Skagfirðinginn. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, sá að minnsta kosti ástæðu til þess að hvetja fólk til stillingar, og að beina orku sinni í jákvæðan farveg. Í greinargerð körfuknattleiksdeildar Tindastóls um málið segir að dómaranefnd hafi í raun verið óstarfhæf í ljósi þess að tveir af þremur meðlimum hennar hafi sagt sig frá málinu vegna tengsla við Val, en það voru þeir Jón Bender formaður og Rögnvaldur Hreiðarsson. Eftir stóð Aðalsteinn Hrafnkelsson. Aganefnd hafnar því á þeirri forsendu að hún sé ekki æðri en dómaranefnd og hafi því ekki úrskurðarvald um hvenær og hvort dómaranefnd KKÍ sé ályktunarbær. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58 Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00 Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Drungilas fékk óíþróttamannslega villu snemma í seinni hálfleik á laugardaginn, eftir að olnbogi hans fór í höfuð Kristófers. Sá síðarnefndi þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi áður en þeir veittu Drungilas óíþróttamannslega villu. Engu að síður ákvað dómaranefnd KKÍ að vísa atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar sem nú hefur vísað málinu frá. Atvikið var skoðað vandlega í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik og má sjá það hér að neðan. Annar leikur einvígisins verður spilaður í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Fjöldi sérfræðinga ósammála dómnum á laugardag Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar segir að þar sem að dómarar leiksins hafi sannarlega séð atvikið, og skoðað það nánar í endursýningu á keppnisstað, sé nefndin bundin af ákvörðun dómara leiksins. Því var kærunni vísað frá. Í úskurðinum segir að dómaranefnd KKÍ hafi leitað álits sérfræðinga til að meta alvarleika atviksins, og að flestir þeirra hafi verið erlendir FIBA-vottaðir dómaraleiðbeinendur. Af 23 sérfræðingum sem mátu atvikið var aðeins einn sem mat það með sama hætti og dómararnir á laugardag, það er að segja þannig að dæma ætti óíþróttamannslega villu. Átján mátu það þannig að um brottrekstrarvillu væri að ræða og fjórir að um óíþróttamannslega eða brottrekstrarvillu væri að ræða, það er að segja að til að uppfæra í brottrekstrarvillu þyrfti að skoða annað samhengi en brottrekstrarvilla væri vel réttlætanleg. Einn meðlimur dómaranefndar ekki með tengsl við Val Ljóst er að ákvörðun dómaranefndar um að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar fór illa í margan Skagfirðinginn. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, sá að minnsta kosti ástæðu til þess að hvetja fólk til stillingar, og að beina orku sinni í jákvæðan farveg. Í greinargerð körfuknattleiksdeildar Tindastóls um málið segir að dómaranefnd hafi í raun verið óstarfhæf í ljósi þess að tveir af þremur meðlimum hennar hafi sagt sig frá málinu vegna tengsla við Val, en það voru þeir Jón Bender formaður og Rögnvaldur Hreiðarsson. Eftir stóð Aðalsteinn Hrafnkelsson. Aganefnd hafnar því á þeirri forsendu að hún sé ekki æðri en dómaranefnd og hafi því ekki úrskurðarvald um hvenær og hvort dómaranefnd KKÍ sé ályktunarbær.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58 Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00 Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58
Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00
Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti