„Drungilas er gríðarlega heppinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2023 11:30 Adomas Drungilas skoraði níu stig og tók átta fráköst í leiknum gegn Val á laugardaginn. vísir/bára Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi og gáfu svo Drungilas óíþróttamannslega villu. Dómaranefnd KKÍ vísaði atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar sem ákvað að aðhafast ekkert í málinu. Drungilas slapp því við bann og spilar annan leikinn gegn Val í kvöld. Guðjón Guðmundsson ræddi við Teit um leikinn á Sauðárkróki í kvöld og stöðu Drungilas. „Ég veit ekki hvort þetta efli Valsmenn, það gæti vel farið svo. Drungilas hlýtur að líða svolítið skringilega, að skauta svona í gegnum þetta. Hann er ansi heppinn. Ég held að allir séu sammála um það,“ sagði Teitur. „Maður sér það líka í dómsorðinu að 23 af 24 FIBA-dómurum séu sammála íslensku dómurunum, að þetta hafi átt að vera brottrekstur. Dómarar leiksins gerðu greinilega einhver mistök en Drungilas er gríðarlega heppinn. Það munaði svo litlu að hann hefði ekki spilað seinni hálfleikinn í fyrsta leik og í leikbanni í næstu tveimur. En hann nær að spila 27-28 mínútur í fyrsta leik og verður bara með eins og ekkert hafi í skorist. Þeir eru gríðarlega heppnir.“ Farið var vandlega yfir atvikið í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn á laugardaginn eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Tindastóll vann leikinn með eins stigs mun, 82-83, og tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Þessi lið mættust einnig í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra þar sem Valur hafði betur, 3-2. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi og gáfu svo Drungilas óíþróttamannslega villu. Dómaranefnd KKÍ vísaði atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar sem ákvað að aðhafast ekkert í málinu. Drungilas slapp því við bann og spilar annan leikinn gegn Val í kvöld. Guðjón Guðmundsson ræddi við Teit um leikinn á Sauðárkróki í kvöld og stöðu Drungilas. „Ég veit ekki hvort þetta efli Valsmenn, það gæti vel farið svo. Drungilas hlýtur að líða svolítið skringilega, að skauta svona í gegnum þetta. Hann er ansi heppinn. Ég held að allir séu sammála um það,“ sagði Teitur. „Maður sér það líka í dómsorðinu að 23 af 24 FIBA-dómurum séu sammála íslensku dómurunum, að þetta hafi átt að vera brottrekstur. Dómarar leiksins gerðu greinilega einhver mistök en Drungilas er gríðarlega heppinn. Það munaði svo litlu að hann hefði ekki spilað seinni hálfleikinn í fyrsta leik og í leikbanni í næstu tveimur. En hann nær að spila 27-28 mínútur í fyrsta leik og verður bara með eins og ekkert hafi í skorist. Þeir eru gríðarlega heppnir.“ Farið var vandlega yfir atvikið í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn á laugardaginn eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Tindastóll vann leikinn með eins stigs mun, 82-83, og tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Þessi lið mættust einnig í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra þar sem Valur hafði betur, 3-2. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01