Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2023 13:31 Maður gengur hjá myndum af Recep Tayyip Erdogan og Kemal Kilicdaroglu í Istanbúl. AP/Emrah Gurel Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem forsetinn hækkar laun opinberra starfsmanna í Tyrklandi um tugi prósenta. Hann tilkynnti hækkunina í sjónvarpsávarpi í morgun og sagði hann að hækkunin myndi ná til um sjö hundruð þúsund manns. Slæmt ásigkomulag hagkerfis Tyrklands hefur komið niður á kosningabaráttu Erdogans fyrir forsetakosningarnar seinna í mánuðinum. Erdogan leiðir Réttlætis- og þróunarflokkinn í Tyrklandi eða AKP. Hann er fæddur árið 1954 og hefur verið við völd í Tyrklandi í tvo áratugi. Hann varð fyrst forsætisráðherra árið 2003 en varð í kjölfarið forseti árið 2014. Hann mátti ekki verða forsætisráðherra aftur þar sem hann hafði setið þrjú kjörtímabili. AKP-flokkurinn beitti sér þá fyrir því að færa völd til forsetaembættisins og varð Erdogan kjörinn forseti. Völd forsetaembættisins hafa verið aukin til muna og hefur Erdogan verið lýst sem valdamesta manni Tyrklands frá dögum Atatúrks. Hermenn reyndu að ræna völdum af Erdogan árið 2016 en í kjölfar þess fóru forsvarsmenn AKP í umfangsmiklar hreinsanir í Tyrklandi þar sem tugir þúsunda voru fangelsaðir og reknir úr störfum. Recep Tayyip Erdogan hefur verið við völd í Tyrklandi í tvo áratugi.AP/Burhan Ozbilici Líklega tvær lotur Tyrkir ganga til kosninga þann 14. maí, í fyrstu lotu nýrra forsetakosninga. Þrír menn hafa boðið sig fram gegn Erdogan. Einn þeirra stendur þó öðrum framar, miðað við skoðanakannanir og það er Kemal Kilicdaroglu, sem er frambjóðandi bandalags stjórnarandstöðuflokka í Tyrklandi. Hann hefur mælst með naumt forskot á Erdogan Sjá einnig: Stjórnarandstaðan sameinast um mótframbjóðanda gegn Erdogan Kilicdaroglu hefur heitið því að auka frelsi og lýðræði í Tyrklandi á nýjan leik og gera stefnubreytingu með því markmið að færa Tyrkland nær Vesturlöndum aftur. Samkvæmt frétt BBC búast sérfræðingar við því að enginn frambjóðandi muni fá meira en helming atkvæða og því þurfi að halda aðrar kosningar þann 28. maí. Umfjöllun fjölmiðla í Tyrklandi þykir halla á stjórnarandstöðuna.AP/Emrah Gurel Kvörtuðu yfir ósanngjarnri kosningabaráttu Forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í gær yfir yfirráðum Erdogans á fjölmiðlum í Tyrklandi og sögðu kosningabaráttuna vera ósanngjarna. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er mikið til í því. Ríkisstjórnin, AKP og bakhjarlar flokksins stjórna um níutíu prósentum af fjölmiðlum Tyrklands, samkvæmt Blaðamönnum án landamæra, og hefur Erdogan fengið mun meiri og jákvæðari umfjöllun en Kilicdaroglu Stjórnarandstaðan vísar til þess að í apríl hafi verið fjallað um Erdogan í um 33 klukkustundir í stærstu sjónvarpsstöð landsins í ríkiseigu. Á sama tímabili mun hafa verið fjallað um Kilicdaroglu í 32 mínútur. Jarðskjálftinn kemur niður á Erdogan Jarðskjálftahrina sem lék íbúa Suður-Tyrklands grátt fyrr á árinu og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum hafa komið niður á vinsældum Erdogans. Blaðamaður BBC ræddi til að mynda við konu sem sagðist vilja sjá Erdogan dauðan. Það sagði hin 68 ára gamla kona, þrátt fyrir að hægt sé að dæma fólk í fangelsi fyrir að móðga forsetann. Tyrkir hafa margir hverjir gagnrýnt ríkisstjórn Tyrklands harðlega í kjölfar jarðskjálftanna, sem tugur þúsunda dóu vegna í Tyrkalndi og í Sýrlandi. Opinberar tölur segja rúmlega fimmtíu þúsund hafa dáið, bæði í Tyrklandi og í Sýrlandi, en talið er að raunverulegur fjöldi látinna sé mögulega mun hærri. Erdogan hefur verið sakaður um að leyfa verktökum að brjóta lög um byggingar húsa og að eftirlit með nýbyggingum hafi verið lítið sem ekkert. Tyrkir hafa einnig kvartað sáran yfir efnhagsaðstæðum í Tyrklandi, þar sem verðbólga er mjög há. Erdogan hefur heitið því að draga úr verðbólgu og lækka stýrivexti. Can Selcuki, stjórnmálasérfræðingur sem BBC ræddi við, segir að jarðskjálftinn og verðbólgan muni þó ekkert koma niður á Erdogan. Kosningarnar snúist ekki um frammistöðu hans heldur persónu. „Þeir sem vilja hann, vilja hann sama hvað.“ Tyrkland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem forsetinn hækkar laun opinberra starfsmanna í Tyrklandi um tugi prósenta. Hann tilkynnti hækkunina í sjónvarpsávarpi í morgun og sagði hann að hækkunin myndi ná til um sjö hundruð þúsund manns. Slæmt ásigkomulag hagkerfis Tyrklands hefur komið niður á kosningabaráttu Erdogans fyrir forsetakosningarnar seinna í mánuðinum. Erdogan leiðir Réttlætis- og þróunarflokkinn í Tyrklandi eða AKP. Hann er fæddur árið 1954 og hefur verið við völd í Tyrklandi í tvo áratugi. Hann varð fyrst forsætisráðherra árið 2003 en varð í kjölfarið forseti árið 2014. Hann mátti ekki verða forsætisráðherra aftur þar sem hann hafði setið þrjú kjörtímabili. AKP-flokkurinn beitti sér þá fyrir því að færa völd til forsetaembættisins og varð Erdogan kjörinn forseti. Völd forsetaembættisins hafa verið aukin til muna og hefur Erdogan verið lýst sem valdamesta manni Tyrklands frá dögum Atatúrks. Hermenn reyndu að ræna völdum af Erdogan árið 2016 en í kjölfar þess fóru forsvarsmenn AKP í umfangsmiklar hreinsanir í Tyrklandi þar sem tugir þúsunda voru fangelsaðir og reknir úr störfum. Recep Tayyip Erdogan hefur verið við völd í Tyrklandi í tvo áratugi.AP/Burhan Ozbilici Líklega tvær lotur Tyrkir ganga til kosninga þann 14. maí, í fyrstu lotu nýrra forsetakosninga. Þrír menn hafa boðið sig fram gegn Erdogan. Einn þeirra stendur þó öðrum framar, miðað við skoðanakannanir og það er Kemal Kilicdaroglu, sem er frambjóðandi bandalags stjórnarandstöðuflokka í Tyrklandi. Hann hefur mælst með naumt forskot á Erdogan Sjá einnig: Stjórnarandstaðan sameinast um mótframbjóðanda gegn Erdogan Kilicdaroglu hefur heitið því að auka frelsi og lýðræði í Tyrklandi á nýjan leik og gera stefnubreytingu með því markmið að færa Tyrkland nær Vesturlöndum aftur. Samkvæmt frétt BBC búast sérfræðingar við því að enginn frambjóðandi muni fá meira en helming atkvæða og því þurfi að halda aðrar kosningar þann 28. maí. Umfjöllun fjölmiðla í Tyrklandi þykir halla á stjórnarandstöðuna.AP/Emrah Gurel Kvörtuðu yfir ósanngjarnri kosningabaráttu Forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í gær yfir yfirráðum Erdogans á fjölmiðlum í Tyrklandi og sögðu kosningabaráttuna vera ósanngjarna. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er mikið til í því. Ríkisstjórnin, AKP og bakhjarlar flokksins stjórna um níutíu prósentum af fjölmiðlum Tyrklands, samkvæmt Blaðamönnum án landamæra, og hefur Erdogan fengið mun meiri og jákvæðari umfjöllun en Kilicdaroglu Stjórnarandstaðan vísar til þess að í apríl hafi verið fjallað um Erdogan í um 33 klukkustundir í stærstu sjónvarpsstöð landsins í ríkiseigu. Á sama tímabili mun hafa verið fjallað um Kilicdaroglu í 32 mínútur. Jarðskjálftinn kemur niður á Erdogan Jarðskjálftahrina sem lék íbúa Suður-Tyrklands grátt fyrr á árinu og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum hafa komið niður á vinsældum Erdogans. Blaðamaður BBC ræddi til að mynda við konu sem sagðist vilja sjá Erdogan dauðan. Það sagði hin 68 ára gamla kona, þrátt fyrir að hægt sé að dæma fólk í fangelsi fyrir að móðga forsetann. Tyrkir hafa margir hverjir gagnrýnt ríkisstjórn Tyrklands harðlega í kjölfar jarðskjálftanna, sem tugur þúsunda dóu vegna í Tyrkalndi og í Sýrlandi. Opinberar tölur segja rúmlega fimmtíu þúsund hafa dáið, bæði í Tyrklandi og í Sýrlandi, en talið er að raunverulegur fjöldi látinna sé mögulega mun hærri. Erdogan hefur verið sakaður um að leyfa verktökum að brjóta lög um byggingar húsa og að eftirlit með nýbyggingum hafi verið lítið sem ekkert. Tyrkir hafa einnig kvartað sáran yfir efnhagsaðstæðum í Tyrklandi, þar sem verðbólga er mjög há. Erdogan hefur heitið því að draga úr verðbólgu og lækka stýrivexti. Can Selcuki, stjórnmálasérfræðingur sem BBC ræddi við, segir að jarðskjálftinn og verðbólgan muni þó ekkert koma niður á Erdogan. Kosningarnar snúist ekki um frammistöðu hans heldur persónu. „Þeir sem vilja hann, vilja hann sama hvað.“
Tyrkland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira