Mannanafnanefnd samþykkir Bubba: „Ég er bara Bubbi“ Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 11:58 Bubbi segir að þetta breyti engu fyrir sig, hann sé alltaf bara Bubbi. Vísir/Vilhelm Eiginnafnið Bubbi er á meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd samþykkti á dögunum. Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar og um leið þekktasti Bubbi landsins segir þetta þó ekki breyta neinu fyrir sér. Bubbi Morthens hefur alla tíð verið þekktur sem Bubbi frekar en Ásbjörn eins og hann er skráður í þjóðskrá. „Ég er bara Bubbi,“ segir hann í samtali við blaðamann þegar hann spyr hann hvort hann sjái fyrir sér að breyta nafninu í þjóðskrá, nú þegar það er hægt. „Það myndi aldrei breyta neinu fyrir mér. Það er bara fíknó sem myndi kalla mig Ásbjörn eða löggan eða dánarstjórinn eða eitthvað svoleiðis. Ég meina, það er mjög líklegt að Bubbi verði á legsteininum mínum. En gott mál, nú bara sameinast allir Bubbar Íslands“ Einu nafni hafnað Bubbi var ekki eina nafnið sem nefndin samþykkti. Eiginnöfnin Hóffý, Núra, Jónía, Sasha, Gró, Nóla, Yndís og Talitha voru einnig samþykkt. Þá hafnaði nefndin einu nafni, eiginnafninu Eyr. Var það gert á grundvelli þess að annað skilyrði sem mannanöfn þurfa að uppfylla. Skilyrðin sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin segir að skilyrði númer tvö sé einkum ætlað til að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. „Nefndin lítur svo á að eiginnafnið Eyr sé breyting á rótgróna nafninu Eir sem stríðir gegn hefð þess og er því ekki hægt að samþykkja það.“ Mannanöfn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Bubbi Morthens hefur alla tíð verið þekktur sem Bubbi frekar en Ásbjörn eins og hann er skráður í þjóðskrá. „Ég er bara Bubbi,“ segir hann í samtali við blaðamann þegar hann spyr hann hvort hann sjái fyrir sér að breyta nafninu í þjóðskrá, nú þegar það er hægt. „Það myndi aldrei breyta neinu fyrir mér. Það er bara fíknó sem myndi kalla mig Ásbjörn eða löggan eða dánarstjórinn eða eitthvað svoleiðis. Ég meina, það er mjög líklegt að Bubbi verði á legsteininum mínum. En gott mál, nú bara sameinast allir Bubbar Íslands“ Einu nafni hafnað Bubbi var ekki eina nafnið sem nefndin samþykkti. Eiginnöfnin Hóffý, Núra, Jónía, Sasha, Gró, Nóla, Yndís og Talitha voru einnig samþykkt. Þá hafnaði nefndin einu nafni, eiginnafninu Eyr. Var það gert á grundvelli þess að annað skilyrði sem mannanöfn þurfa að uppfylla. Skilyrðin sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin segir að skilyrði númer tvö sé einkum ætlað til að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. „Nefndin lítur svo á að eiginnafnið Eyr sé breyting á rótgróna nafninu Eir sem stríðir gegn hefð þess og er því ekki hægt að samþykkja það.“
1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Mannanöfn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira