Handbolti

Allt jafnt hjá Mag­deburg eftir skelfi­legan kafla undir lok leiks

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Þorgeir í leik með Magdeburg.
Gísli Þorgeir í leik með Magdeburg. Vísir/Getty

Þýska stórliðið Magdeburg gerði jafntefli við Wisla Plock á útivelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í handbolta. Gísli Þorgeir Kristjánsson lét lítið fyrir sér fara í leik kvöldsins.

Fyrir leik kvöldsins var Magdeburg eflaust talið sigurstranglegra þar sem liðið endaði í 2. sæti A-riðils og fór beint inn í 8-liða úrslit á meðan Wisla Plock endaði í 6. sæti A-riðils og fór í umspil. Sló liðið þar út Viktor Gísla Hallgrímsson og félaga í Nantes.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn en gestirnir í Magdeburg skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og voru tveimur mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Magdeburg skoraði þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiks og var allt í einu komið með einkar gott forskot.

Heimamenn náðu að brúa bilið en munurinn var þó enn þrjú mörk þegar rétt rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka. Heimaliðið skoraði hins vegar fjögur síðustu mörkin og lauk leiknum með 22-22 jafntefli. Gísli Þorgeir skoraði eitt mark og lagði upp eitt til viðbótar.

Síðari leikurinn fer fram í Þýskalandi eftir viku. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir GOG eða Barcelona í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×