Orðlaus yfir svörum vegna aðbúnaðar hrossa á Vestfjörðum Oddur Ævar Gunnarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 10. maí 2023 18:53 Eitt hrossanna var að sögn bóndans með hófsperru og því þarf að aflífa það. Hin segir hann að séu í góðu haldi en Steinunn fellst ekki á þau svör. Steinunn Árnadóttir Dýravelferðarsinni segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki gripið til aðgerða vegna endurtekinna tilkynninga um slæman aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Þegar hún skoðaði aðstæður um helgina var hross fast í girðingu og lögregla kölluð að bænum. Eigandinn segir að stofnunin hafi gert sér að aflífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi. Steinunn Árnadóttir, sem hefur verið áberandi í umræðu um dýravelferð fékk í desember ábendingar um aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Hún segist strax hafa haft samband við eigandann á bænum sem fullyrti að ekkert amaði að þeim. Gerði sér sjálf ferð á bæinn Steinunni bárust áfram tilkynningar um aðbúnað á bænum og var Matvælastofnun gert viðvart fyrir jól. Auk þess var haft samband við búfjáreftirlitsmann sem sagði ekkert að skepnum á svæðnu. Steinunn gerði sér sjálf ferð á bæinn um helgina og tók myndir og myndbönd af aðstæðum. Lögreglan losaði hestinn. Steinunn segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki strax gripið til aðgerða þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar. Eftir að viðtalið var tekið barst Steinunni svar frá forstjóra MAST sem segist taka ábendingunni alvarlega og að stofnunin muni fylgja henni eftir hratt og örugglega. Málið sé í vinnslu. Eins og sést á myndinni hér að neðan er hófurinn á einum hestanna óeðlilega langur sem veldur því að hann á erfitt með að ganga, einhver hrossanna virðast í aflögn en erfitt er að dæma holdastig þeirra af nákvæmni út frá ljósmyndum. Um er að ræða hófsperru.Steinunn Árnadóttir Þurfi að aflífa einn Steinunn deildi myndum af hestunum á Facebook og hefur færslan farið í mikla dreifingu. Í samtali við fréttastofu segist bóndinn ekki hafa séð færsluna en hann hafi verið látinn vita af dreifingu hennar. Hann segir hestana við heilsu fyrir utan einn sem sé með hófsperru en hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér. MAST hafi haft samband við hann og beint því til hans að aflífa hestinn sem gert verði um helgina. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“ Hún segir furðulegt ef raunin verði sú að stofnunin muni ekki aðhafast frekar í málinu. Sér hafi fundist aðstæður hestanna verri en hún hafi búist við. „Þessi svör hans eru þannig að hann á alls ekki að hafa umsjón yfir skepnum og ef hann er ekki sviptur umráðum yfir þessum skepnum þá er eitthvað mikið að.“ Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Steinunn Árnadóttir, sem hefur verið áberandi í umræðu um dýravelferð fékk í desember ábendingar um aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Hún segist strax hafa haft samband við eigandann á bænum sem fullyrti að ekkert amaði að þeim. Gerði sér sjálf ferð á bæinn Steinunni bárust áfram tilkynningar um aðbúnað á bænum og var Matvælastofnun gert viðvart fyrir jól. Auk þess var haft samband við búfjáreftirlitsmann sem sagði ekkert að skepnum á svæðnu. Steinunn gerði sér sjálf ferð á bæinn um helgina og tók myndir og myndbönd af aðstæðum. Lögreglan losaði hestinn. Steinunn segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki strax gripið til aðgerða þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar. Eftir að viðtalið var tekið barst Steinunni svar frá forstjóra MAST sem segist taka ábendingunni alvarlega og að stofnunin muni fylgja henni eftir hratt og örugglega. Málið sé í vinnslu. Eins og sést á myndinni hér að neðan er hófurinn á einum hestanna óeðlilega langur sem veldur því að hann á erfitt með að ganga, einhver hrossanna virðast í aflögn en erfitt er að dæma holdastig þeirra af nákvæmni út frá ljósmyndum. Um er að ræða hófsperru.Steinunn Árnadóttir Þurfi að aflífa einn Steinunn deildi myndum af hestunum á Facebook og hefur færslan farið í mikla dreifingu. Í samtali við fréttastofu segist bóndinn ekki hafa séð færsluna en hann hafi verið látinn vita af dreifingu hennar. Hann segir hestana við heilsu fyrir utan einn sem sé með hófsperru en hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér. MAST hafi haft samband við hann og beint því til hans að aflífa hestinn sem gert verði um helgina. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“ Hún segir furðulegt ef raunin verði sú að stofnunin muni ekki aðhafast frekar í málinu. Sér hafi fundist aðstæður hestanna verri en hún hafi búist við. „Þessi svör hans eru þannig að hann á alls ekki að hafa umsjón yfir skepnum og ef hann er ekki sviptur umráðum yfir þessum skepnum þá er eitthvað mikið að.“
Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira