Alveg ljóst að kennt verði í MS í haust Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. maí 2023 20:01 Kennarar í skólanum voru ósáttir við að heyra af mögulegum lokunum í fjölmiðlum. Vísir/Vilhelm Byggingar Menntaskólans við Sund þarfnast mikils viðhalds og loka gæti þurft skólanum í þrjú ár á framkvæmdatímanum. Formaður kennarafélags MS segir þó alveg ljóst að kennt verði við skólann í haust. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra var gestur á fundi fjárlaganefndar í morgun þar sem menntamál voru til umræðu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd, upplýsti að fram hefði komið að loka þyrfti byggingum skólans í þrjú ár. Björn sagði í samtali við fréttastofu í dag að kostnaðurinn við lagfæringarnar gæti verið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna og vísaði til fundarins með ráðherra. Björn setti inn þessa stöðuuppfærslu í dag. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert á milli tannana á fólki að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Þá hefur möguleg sameining skólans við Kvennaskólann í Reykjavík vakið athygli. Björn Leví sagði við fréttastofu að það væri mikilvægt að upplýsingar um langa lokun lægju fyrir ef þær væru notaðar sem rök í umdeildum sameiningaráformum. Solveig Þórðardóttir, formaður Kennarafélags skólans segir fréttirnar hafa komið flatt upp á starfsfólk skólans. Á heimasíðu MS var birt tilkynning nú síðdegis þar sem tekinn er af allur vafi um að kennt verði í skólanum á næsta skólaári. „Við höfum allavega ekki fengið upplýsingarnar sem eru í þessari frétt. Við erum mjög ósátt. Við vitum öll að það þarf að fara í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er enginn felurleikur með það. Það hefur komið fram og við höfum vitað það lengi. Það var farið í framkvæmdir síðasta sumar og það verður farið í framkvæmdir núna í sumar.“ Það fari fram kennsla í haust. Það liggi alveg fyrir. „Það verður svo sannarlega skólaár hér í MS og við viljum fá sem flesta til að sækja um líka.“ Mygla Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra var gestur á fundi fjárlaganefndar í morgun þar sem menntamál voru til umræðu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd, upplýsti að fram hefði komið að loka þyrfti byggingum skólans í þrjú ár. Björn sagði í samtali við fréttastofu í dag að kostnaðurinn við lagfæringarnar gæti verið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna og vísaði til fundarins með ráðherra. Björn setti inn þessa stöðuuppfærslu í dag. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert á milli tannana á fólki að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Þá hefur möguleg sameining skólans við Kvennaskólann í Reykjavík vakið athygli. Björn Leví sagði við fréttastofu að það væri mikilvægt að upplýsingar um langa lokun lægju fyrir ef þær væru notaðar sem rök í umdeildum sameiningaráformum. Solveig Þórðardóttir, formaður Kennarafélags skólans segir fréttirnar hafa komið flatt upp á starfsfólk skólans. Á heimasíðu MS var birt tilkynning nú síðdegis þar sem tekinn er af allur vafi um að kennt verði í skólanum á næsta skólaári. „Við höfum allavega ekki fengið upplýsingarnar sem eru í þessari frétt. Við erum mjög ósátt. Við vitum öll að það þarf að fara í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er enginn felurleikur með það. Það hefur komið fram og við höfum vitað það lengi. Það var farið í framkvæmdir síðasta sumar og það verður farið í framkvæmdir núna í sumar.“ Það fari fram kennsla í haust. Það liggi alveg fyrir. „Það verður svo sannarlega skólaár hér í MS og við viljum fá sem flesta til að sækja um líka.“
Mygla Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira