Rússar hyggjast segja sig frá mikilvægum afvopnunarsamningi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 21:00 Pólskir og sænskir hermenn á sameiginlegri heræfingu NATO ríkja í Svíþjóð. EPA Samkvæmt rússneskum ríkismiðlum hyggjast stjórnvöld þar í landi segja sig frá afvopnunarsamningi sem tekur á hefðbundnum vopnum í Evrópu. Íslenskt stjórnvöld bregðast ekki við að svo stöddu. Samningurinn um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE) var undirritaður árið 1990 milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Varsjárbandalagsins sáluga. Ísland er aðili samningnum. Samkvæmt Stjórnarráðinu er CFE talinn mikilvægasti afvopnunarsamningurinn á sviði hefðbundinna vopna. Hann kveður meðal annars á um hámarksfjölda hermanna og hergagna svo sem skriðdreka, orrustuþota og stórskotaliðs í Evrópu. Einnig upplýsingaskipti, tilkynningar, skoðun og eftirlit. Samráðsnefnd fundar reglulega um framkvæmd CFE í Vínarborg. Aðildarríkin voru upphaflega 22 en eru í dag 30 talsins. Hámarkið sem hver blokk mátti hafa voru 20 þúsund skriðdrekar, 20 þúsund stórskotaliðsbyssur, 30 þúsund brynvarðir bílar, tæplega 7 þúsund herflugvélar og 2 þúsund þyrlur. Samkvæmt rússneska ríkismiðlinum Rossiyskaya Gazeta er óljóst hvenær málið verður tekið fyrir í rússneska þinginu, Dúmunni, en samkvæmt Leoníd Slútskí, formanni alþjóðanefndar, gæti það gerst 16. maí. Breytingar ekki fullgiltar Upphaflega voru stjórnvöld í Moskvu mjög hrifin af samningnum. Hann tryggði jafnvægi milli hersveita NATO og ríkja Varsjárbandalagsins í álfunni. En eftir því sem fleiri austur Evrópu ríki gengu í NATO töldu Kremlverjar að laga þyrfti samninginn. Það er setja kvóta á hvert land. Þessi breyting var gerð árið 1999 á fundi í Istanbúl en tók í raun aldrei gildi. Aðeins fjögur ríki fullgiltu breytingarnar, Rússland, Úkraína, Kasakstan og Hvíta Rússland. En ágreiningur um dvöl herliðs Rússa í Abkasíuhéraði í Georgíu og Transnistríuhéraði í Moldóvu olli því að önnur ríki fullgiltu ekki breytingarnar. Þá hafa sum ný ríki ekki einu sinni skrifað undir upprunalega CFE samninginn, svo sem Eystrasaltsríkin, Slóvenía og Króatía. Konstantin Kosajev formaður efri deildar rússneska þingsins segir CFE úr takti við veruleikann.EPA Í desember tilkynntu Rússar því um frestun á framkvæmd samningsins en ríki NATO halda áfram að framkvæma ákvæði hans. Samkvæmt Stjórnarráðinu styður Ísland áframhaldandi viðræður um að ná samkomulagi um framkvæmd CFE. Rússar hafa hins vegar neitað að leyfa eftirlit á grundvelli CFE. Utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki Konstantín Kosasjov, talsmaður efri deildar rússneska þingsins, sagði við fréttastofuna Tass í gær að Rússland væri að fara út úr CFE. „Með því að hafna CFE er Rússland að fjarlægja plagg sem er ekki í takt við raunveruleikann en er ekki að ljúka samtalinu um takmarkanir á hefðbundnum vopnum,“ sagði hann. Samkvæmt Sveini H. Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, telur ráðuneytið ekki tímabært að tjá sig um brotthvarf Rússa frá samningnum fyrr en formleg staðfesting liggur fyrir. Rússland Hernaður Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Sjá meira
Samningurinn um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE) var undirritaður árið 1990 milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Varsjárbandalagsins sáluga. Ísland er aðili samningnum. Samkvæmt Stjórnarráðinu er CFE talinn mikilvægasti afvopnunarsamningurinn á sviði hefðbundinna vopna. Hann kveður meðal annars á um hámarksfjölda hermanna og hergagna svo sem skriðdreka, orrustuþota og stórskotaliðs í Evrópu. Einnig upplýsingaskipti, tilkynningar, skoðun og eftirlit. Samráðsnefnd fundar reglulega um framkvæmd CFE í Vínarborg. Aðildarríkin voru upphaflega 22 en eru í dag 30 talsins. Hámarkið sem hver blokk mátti hafa voru 20 þúsund skriðdrekar, 20 þúsund stórskotaliðsbyssur, 30 þúsund brynvarðir bílar, tæplega 7 þúsund herflugvélar og 2 þúsund þyrlur. Samkvæmt rússneska ríkismiðlinum Rossiyskaya Gazeta er óljóst hvenær málið verður tekið fyrir í rússneska þinginu, Dúmunni, en samkvæmt Leoníd Slútskí, formanni alþjóðanefndar, gæti það gerst 16. maí. Breytingar ekki fullgiltar Upphaflega voru stjórnvöld í Moskvu mjög hrifin af samningnum. Hann tryggði jafnvægi milli hersveita NATO og ríkja Varsjárbandalagsins í álfunni. En eftir því sem fleiri austur Evrópu ríki gengu í NATO töldu Kremlverjar að laga þyrfti samninginn. Það er setja kvóta á hvert land. Þessi breyting var gerð árið 1999 á fundi í Istanbúl en tók í raun aldrei gildi. Aðeins fjögur ríki fullgiltu breytingarnar, Rússland, Úkraína, Kasakstan og Hvíta Rússland. En ágreiningur um dvöl herliðs Rússa í Abkasíuhéraði í Georgíu og Transnistríuhéraði í Moldóvu olli því að önnur ríki fullgiltu ekki breytingarnar. Þá hafa sum ný ríki ekki einu sinni skrifað undir upprunalega CFE samninginn, svo sem Eystrasaltsríkin, Slóvenía og Króatía. Konstantin Kosajev formaður efri deildar rússneska þingsins segir CFE úr takti við veruleikann.EPA Í desember tilkynntu Rússar því um frestun á framkvæmd samningsins en ríki NATO halda áfram að framkvæma ákvæði hans. Samkvæmt Stjórnarráðinu styður Ísland áframhaldandi viðræður um að ná samkomulagi um framkvæmd CFE. Rússar hafa hins vegar neitað að leyfa eftirlit á grundvelli CFE. Utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki Konstantín Kosasjov, talsmaður efri deildar rússneska þingsins, sagði við fréttastofuna Tass í gær að Rússland væri að fara út úr CFE. „Með því að hafna CFE er Rússland að fjarlægja plagg sem er ekki í takt við raunveruleikann en er ekki að ljúka samtalinu um takmarkanir á hefðbundnum vopnum,“ sagði hann. Samkvæmt Sveini H. Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, telur ráðuneytið ekki tímabært að tjá sig um brotthvarf Rússa frá samningnum fyrr en formleg staðfesting liggur fyrir.
Rússland Hernaður Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Sjá meira