Rússar hyggjast segja sig frá mikilvægum afvopnunarsamningi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 21:00 Pólskir og sænskir hermenn á sameiginlegri heræfingu NATO ríkja í Svíþjóð. EPA Samkvæmt rússneskum ríkismiðlum hyggjast stjórnvöld þar í landi segja sig frá afvopnunarsamningi sem tekur á hefðbundnum vopnum í Evrópu. Íslenskt stjórnvöld bregðast ekki við að svo stöddu. Samningurinn um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE) var undirritaður árið 1990 milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Varsjárbandalagsins sáluga. Ísland er aðili samningnum. Samkvæmt Stjórnarráðinu er CFE talinn mikilvægasti afvopnunarsamningurinn á sviði hefðbundinna vopna. Hann kveður meðal annars á um hámarksfjölda hermanna og hergagna svo sem skriðdreka, orrustuþota og stórskotaliðs í Evrópu. Einnig upplýsingaskipti, tilkynningar, skoðun og eftirlit. Samráðsnefnd fundar reglulega um framkvæmd CFE í Vínarborg. Aðildarríkin voru upphaflega 22 en eru í dag 30 talsins. Hámarkið sem hver blokk mátti hafa voru 20 þúsund skriðdrekar, 20 þúsund stórskotaliðsbyssur, 30 þúsund brynvarðir bílar, tæplega 7 þúsund herflugvélar og 2 þúsund þyrlur. Samkvæmt rússneska ríkismiðlinum Rossiyskaya Gazeta er óljóst hvenær málið verður tekið fyrir í rússneska þinginu, Dúmunni, en samkvæmt Leoníd Slútskí, formanni alþjóðanefndar, gæti það gerst 16. maí. Breytingar ekki fullgiltar Upphaflega voru stjórnvöld í Moskvu mjög hrifin af samningnum. Hann tryggði jafnvægi milli hersveita NATO og ríkja Varsjárbandalagsins í álfunni. En eftir því sem fleiri austur Evrópu ríki gengu í NATO töldu Kremlverjar að laga þyrfti samninginn. Það er setja kvóta á hvert land. Þessi breyting var gerð árið 1999 á fundi í Istanbúl en tók í raun aldrei gildi. Aðeins fjögur ríki fullgiltu breytingarnar, Rússland, Úkraína, Kasakstan og Hvíta Rússland. En ágreiningur um dvöl herliðs Rússa í Abkasíuhéraði í Georgíu og Transnistríuhéraði í Moldóvu olli því að önnur ríki fullgiltu ekki breytingarnar. Þá hafa sum ný ríki ekki einu sinni skrifað undir upprunalega CFE samninginn, svo sem Eystrasaltsríkin, Slóvenía og Króatía. Konstantin Kosajev formaður efri deildar rússneska þingsins segir CFE úr takti við veruleikann.EPA Í desember tilkynntu Rússar því um frestun á framkvæmd samningsins en ríki NATO halda áfram að framkvæma ákvæði hans. Samkvæmt Stjórnarráðinu styður Ísland áframhaldandi viðræður um að ná samkomulagi um framkvæmd CFE. Rússar hafa hins vegar neitað að leyfa eftirlit á grundvelli CFE. Utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki Konstantín Kosasjov, talsmaður efri deildar rússneska þingsins, sagði við fréttastofuna Tass í gær að Rússland væri að fara út úr CFE. „Með því að hafna CFE er Rússland að fjarlægja plagg sem er ekki í takt við raunveruleikann en er ekki að ljúka samtalinu um takmarkanir á hefðbundnum vopnum,“ sagði hann. Samkvæmt Sveini H. Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, telur ráðuneytið ekki tímabært að tjá sig um brotthvarf Rússa frá samningnum fyrr en formleg staðfesting liggur fyrir. Rússland Hernaður Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Samningurinn um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE) var undirritaður árið 1990 milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Varsjárbandalagsins sáluga. Ísland er aðili samningnum. Samkvæmt Stjórnarráðinu er CFE talinn mikilvægasti afvopnunarsamningurinn á sviði hefðbundinna vopna. Hann kveður meðal annars á um hámarksfjölda hermanna og hergagna svo sem skriðdreka, orrustuþota og stórskotaliðs í Evrópu. Einnig upplýsingaskipti, tilkynningar, skoðun og eftirlit. Samráðsnefnd fundar reglulega um framkvæmd CFE í Vínarborg. Aðildarríkin voru upphaflega 22 en eru í dag 30 talsins. Hámarkið sem hver blokk mátti hafa voru 20 þúsund skriðdrekar, 20 þúsund stórskotaliðsbyssur, 30 þúsund brynvarðir bílar, tæplega 7 þúsund herflugvélar og 2 þúsund þyrlur. Samkvæmt rússneska ríkismiðlinum Rossiyskaya Gazeta er óljóst hvenær málið verður tekið fyrir í rússneska þinginu, Dúmunni, en samkvæmt Leoníd Slútskí, formanni alþjóðanefndar, gæti það gerst 16. maí. Breytingar ekki fullgiltar Upphaflega voru stjórnvöld í Moskvu mjög hrifin af samningnum. Hann tryggði jafnvægi milli hersveita NATO og ríkja Varsjárbandalagsins í álfunni. En eftir því sem fleiri austur Evrópu ríki gengu í NATO töldu Kremlverjar að laga þyrfti samninginn. Það er setja kvóta á hvert land. Þessi breyting var gerð árið 1999 á fundi í Istanbúl en tók í raun aldrei gildi. Aðeins fjögur ríki fullgiltu breytingarnar, Rússland, Úkraína, Kasakstan og Hvíta Rússland. En ágreiningur um dvöl herliðs Rússa í Abkasíuhéraði í Georgíu og Transnistríuhéraði í Moldóvu olli því að önnur ríki fullgiltu ekki breytingarnar. Þá hafa sum ný ríki ekki einu sinni skrifað undir upprunalega CFE samninginn, svo sem Eystrasaltsríkin, Slóvenía og Króatía. Konstantin Kosajev formaður efri deildar rússneska þingsins segir CFE úr takti við veruleikann.EPA Í desember tilkynntu Rússar því um frestun á framkvæmd samningsins en ríki NATO halda áfram að framkvæma ákvæði hans. Samkvæmt Stjórnarráðinu styður Ísland áframhaldandi viðræður um að ná samkomulagi um framkvæmd CFE. Rússar hafa hins vegar neitað að leyfa eftirlit á grundvelli CFE. Utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki Konstantín Kosasjov, talsmaður efri deildar rússneska þingsins, sagði við fréttastofuna Tass í gær að Rússland væri að fara út úr CFE. „Með því að hafna CFE er Rússland að fjarlægja plagg sem er ekki í takt við raunveruleikann en er ekki að ljúka samtalinu um takmarkanir á hefðbundnum vopnum,“ sagði hann. Samkvæmt Sveini H. Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, telur ráðuneytið ekki tímabært að tjá sig um brotthvarf Rússa frá samningnum fyrr en formleg staðfesting liggur fyrir.
Rússland Hernaður Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira