„Ótrúlegt að það séu þrjú ár síðan þetta lið átti ekki að vera til“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 08:00 Sólveig Lára Kjærnested í glæsilegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, þar sem spilaður verður handbolti í efstu deild á næstu leiktíð. vísir/Sigurjón Kvennalið ÍR í handbolta kom flestum á óvart með því að vinna Selfoss í fimm leikja seríu og tryggja sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lærimeyjar Sólveigar Láru Kjærnested verða þar með eina lið ÍR í efstu deild í boltaíþrótt. ÍR vann Selfoss í oddaleik á útivelli, 30-27, og hirti þar með úrvalsdeildarsætið af Selfyssingum sem höfðu endað í næstneðsta sæti Olís-deildarinnar í vor. Afrek ÍR-inga er ekki síst magnað í ljósi þess að fyrir þremur árum var ákveðið að leggja liðið niður vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Þeirri ákvörðun var þó sem betur fer snúið og í dag er liðið að stórum hluta skipað leikmönnum fæddum 2004 og 2005, í bland við eldri og reyndari leikmenn sem var spilandi þjálfari í vetur. „Við vorum að rifja það upp [í fyrrakvöld] eftir leik að það væri ótrúlegt að það séu ekki meira en þrjú ár síðan að þetta lið átti ekki að vera til. Sem betur fer tók einhver málin í sínar hendur á þeim tíma og hér erum við í dag,“ sagði Sólveig Lára í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sólveig Lára á hækjum eftir að hafa stýrt ÍR upp Á næstu leiktíð taka við erfið átök við bestu lið landsins, í nýlegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, og Sólveig er í leit að liðsstyrk: „Ég henti alla vega strax í skilaboð á framkvæmdastjórann í gær um að nú þyrfti bara að finna fjármagn og gá hvort við gætum fundið leikmenn til að styrkja okkur enn frekar. En við erum náttúrulega á eftir öllum liðum. Það er kominn maí, en við sjáum bara hvað við getum gert.“ „Vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna“ Sólveig sleit hásin í næstsíðasta leik einvígisins við Selfoss og var því á hækjum í oddaleiknum. „Þetta var aldrei að fara að standa og falla með mér, en auðvitað máttum við við litlu og það hjálpaði ekki til að missa mig út. En það var aldeilis stigið upp [í fyrrakvöld] og Vaka Líf [Kristinsdóttir], fædd 2005, var ekkert smá flott. Það var bara pínu lán í óláni að ég skyldi ekki vera með,“ sagði Sólveig, ánægð með að geta séð til þess að ÍR eigi lið í efstu deild: „Það lá alveg fyrir að ÍR væri að missa öll liðin sín úr efstu deild svo við vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna, sem eina boltaliðið í efstu deild. Það er auðvitað frábært. Ég er hrikalega spennt. Þessar stelpur geta allt og ég er svo glöð fyrir þeirra hönd að fá að kljást við þetta stóra og flotta verkefni. Ég er bara full tilhlökkunar,“ sagði Sólveig. En mun hún spila með ÍR á næstu leiktíð? „Ég alla vega efast um það. Það var aldrei planið að fara aftur á völlinn þannig að ég reikna ekki með því.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
ÍR vann Selfoss í oddaleik á útivelli, 30-27, og hirti þar með úrvalsdeildarsætið af Selfyssingum sem höfðu endað í næstneðsta sæti Olís-deildarinnar í vor. Afrek ÍR-inga er ekki síst magnað í ljósi þess að fyrir þremur árum var ákveðið að leggja liðið niður vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Þeirri ákvörðun var þó sem betur fer snúið og í dag er liðið að stórum hluta skipað leikmönnum fæddum 2004 og 2005, í bland við eldri og reyndari leikmenn sem var spilandi þjálfari í vetur. „Við vorum að rifja það upp [í fyrrakvöld] eftir leik að það væri ótrúlegt að það séu ekki meira en þrjú ár síðan að þetta lið átti ekki að vera til. Sem betur fer tók einhver málin í sínar hendur á þeim tíma og hér erum við í dag,“ sagði Sólveig Lára í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sólveig Lára á hækjum eftir að hafa stýrt ÍR upp Á næstu leiktíð taka við erfið átök við bestu lið landsins, í nýlegu íþróttahúsi ÍR-inga í Skógarseli, og Sólveig er í leit að liðsstyrk: „Ég henti alla vega strax í skilaboð á framkvæmdastjórann í gær um að nú þyrfti bara að finna fjármagn og gá hvort við gætum fundið leikmenn til að styrkja okkur enn frekar. En við erum náttúrulega á eftir öllum liðum. Það er kominn maí, en við sjáum bara hvað við getum gert.“ „Vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna“ Sólveig sleit hásin í næstsíðasta leik einvígisins við Selfoss og var því á hækjum í oddaleiknum. „Þetta var aldrei að fara að standa og falla með mér, en auðvitað máttum við við litlu og það hjálpaði ekki til að missa mig út. En það var aldeilis stigið upp [í fyrrakvöld] og Vaka Líf [Kristinsdóttir], fædd 2005, var ekkert smá flott. Það var bara pínu lán í óláni að ég skyldi ekki vera með,“ sagði Sólveig, ánægð með að geta séð til þess að ÍR eigi lið í efstu deild: „Það lá alveg fyrir að ÍR væri að missa öll liðin sín úr efstu deild svo við vildum klárlega vera flaggskip félagsins núna, sem eina boltaliðið í efstu deild. Það er auðvitað frábært. Ég er hrikalega spennt. Þessar stelpur geta allt og ég er svo glöð fyrir þeirra hönd að fá að kljást við þetta stóra og flotta verkefni. Ég er bara full tilhlökkunar,“ sagði Sólveig. En mun hún spila með ÍR á næstu leiktíð? „Ég alla vega efast um það. Það var aldrei planið að fara aftur á völlinn þannig að ég reikna ekki með því.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn