Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Árni Sæberg skrifar 14. maí 2023 07:00 Það er kostnaðarsamt að veiða hvali og verka þá. Stöð 2/Egill Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. Þetta kemur fram í samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Gæðaendurskoðun á síðustu tíu ársreikningum útgerðarinnar, sem ætti raunar frekar að kalla fjárfestingafélag miðað við tekjulindir þess. Þrátt fyrir að hvalaveiðar hafi gefið lítið af sér eru hluthafar félagsins ekki á flæðiskeri staddir. Hagnaður félagsins á árunum 2012 til 2020 var rétt tæplega þrjátíu milljarðar króna. Í skýrslu stjórnar í síðasta ársreikningi var lagt til að greiddur yrði einn og hálfur milljarða króna í arð til hluthafa. Stærstu hluthafar eru Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins og systir hans Birna. Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals hf. og stærsti hluthafi félagsins.Stöð 2/Egill Langstærsta tekjulind Hvals hf. á tímabilinu eru eignarhlutir félagsins í öðrum félögum, þá helst Vogun hf., sem var afskráð árið 2019 eftir sölu félagsins á öllum eignarhluta þess í HB Granda. Drjúgur hluti hagnaðar Hvals hf. á tímabilinu, um 13,5 milljarðar króna, skýrist af sölunni. Seldi hval fyrir tæpa tíu milljarða króna Hvalveiðar okkar Íslendinga hafa verið þrætuepli um árabil og margir hafa velt fyrir sér tilgangi þeirra. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals og sá maður sem ber hvalveiðiiðnaðinn á herðum sér, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að ekkert mál væri að koma hvalaafurðum í verð. Er markaður fyrir kjötið? „Já, já, það er ekkert vesen með það. Ég veit ekki af hverju þið haldið það. Þið eruð alltaf að messa um það, þessi fréttamenn,“ sagði Kristján í samtali við fréttastofu í tilefni af því að hvalveiðar hófust á ný eftir langa pásu síðasta sumar. Á tímabilinu 2012 til 2020 námu tekjur Hvals af sölu hvalaafurða alls rúmlega 9,7 milljörðum króna. Vert er að taka fram að hvalveiðar voru ekki stundaðar öll árin sem um ræðir. Tekjur af hvalveiðum segja hins vegar bara hálfa söguna, þeim fylgir nefnilega ærinn kostnaður, ef miðað er við ársreikninga. Þá má nefna að meðallaun starfsmanna við veiði og vinnslu hvals eru 1,7 milljónir króna á mánuði, líkt og verkalýðsforkólfurinn Vilhjálmur Birgisson greindi frá í gær. Í samantekt Gæðaendurskoðunar eru þrír kostnaðarliðir teknir saman, rekstur hvalveiðiskipa, kostnaður í Hvalfirði og útflutningstengdur kostnaður; birgðabreyting hvalaafurða; og afskrift hvalveiðiskipa. Samantekinn kostnaður er þrír milljarðar króna umfram tekjur af hvalveiðum. Inni í þeirri tölu eru hvorki afskriftir fasteigna og véla né kostnaður í Hafnarfirði, þar sem höfuðstöðvar félagsins eru, en Gæðaenduskoðun telur sig ekki hafa forsendur til að tengja hann beint við Hvalveiðar. Úttekt Gæðaendurskoðunar má sjá tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Hvalur_(1)PDF172KBSækja skjal Hvalveiðar Hafnarfjörður Akranes Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Gæðaendurskoðun á síðustu tíu ársreikningum útgerðarinnar, sem ætti raunar frekar að kalla fjárfestingafélag miðað við tekjulindir þess. Þrátt fyrir að hvalaveiðar hafi gefið lítið af sér eru hluthafar félagsins ekki á flæðiskeri staddir. Hagnaður félagsins á árunum 2012 til 2020 var rétt tæplega þrjátíu milljarðar króna. Í skýrslu stjórnar í síðasta ársreikningi var lagt til að greiddur yrði einn og hálfur milljarða króna í arð til hluthafa. Stærstu hluthafar eru Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins og systir hans Birna. Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals hf. og stærsti hluthafi félagsins.Stöð 2/Egill Langstærsta tekjulind Hvals hf. á tímabilinu eru eignarhlutir félagsins í öðrum félögum, þá helst Vogun hf., sem var afskráð árið 2019 eftir sölu félagsins á öllum eignarhluta þess í HB Granda. Drjúgur hluti hagnaðar Hvals hf. á tímabilinu, um 13,5 milljarðar króna, skýrist af sölunni. Seldi hval fyrir tæpa tíu milljarða króna Hvalveiðar okkar Íslendinga hafa verið þrætuepli um árabil og margir hafa velt fyrir sér tilgangi þeirra. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals og sá maður sem ber hvalveiðiiðnaðinn á herðum sér, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að ekkert mál væri að koma hvalaafurðum í verð. Er markaður fyrir kjötið? „Já, já, það er ekkert vesen með það. Ég veit ekki af hverju þið haldið það. Þið eruð alltaf að messa um það, þessi fréttamenn,“ sagði Kristján í samtali við fréttastofu í tilefni af því að hvalveiðar hófust á ný eftir langa pásu síðasta sumar. Á tímabilinu 2012 til 2020 námu tekjur Hvals af sölu hvalaafurða alls rúmlega 9,7 milljörðum króna. Vert er að taka fram að hvalveiðar voru ekki stundaðar öll árin sem um ræðir. Tekjur af hvalveiðum segja hins vegar bara hálfa söguna, þeim fylgir nefnilega ærinn kostnaður, ef miðað er við ársreikninga. Þá má nefna að meðallaun starfsmanna við veiði og vinnslu hvals eru 1,7 milljónir króna á mánuði, líkt og verkalýðsforkólfurinn Vilhjálmur Birgisson greindi frá í gær. Í samantekt Gæðaendurskoðunar eru þrír kostnaðarliðir teknir saman, rekstur hvalveiðiskipa, kostnaður í Hvalfirði og útflutningstengdur kostnaður; birgðabreyting hvalaafurða; og afskrift hvalveiðiskipa. Samantekinn kostnaður er þrír milljarðar króna umfram tekjur af hvalveiðum. Inni í þeirri tölu eru hvorki afskriftir fasteigna og véla né kostnaður í Hafnarfirði, þar sem höfuðstöðvar félagsins eru, en Gæðaenduskoðun telur sig ekki hafa forsendur til að tengja hann beint við Hvalveiðar. Úttekt Gæðaendurskoðunar má sjá tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Hvalur_(1)PDF172KBSækja skjal
Hvalveiðar Hafnarfjörður Akranes Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent