Pavel um Kára: „Við ætluðum að éta hann“ Atli Arason skrifar 12. maí 2023 23:13 Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls. Vilhelm Kári Jónsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur í fyrri hálfleik í leik Vals og Tindastóls í kvöld áður en hann var svo nánast tekinn úr leik í þeim síðari. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls sagðist hafa lagt mikla áherslu á að loka á Kára í ræðu sinni í hálfleik. „Við ætluðum að éta hann. Honum á ekki að líða vel og hann hefði getað haldið þessu áfram út leikinn ef hann vildi, því var lögð mikil áhersla á að taka hann út,“ sagði Pavel í viðtali eftir leik. Kári skoraði 17 stig í fyrri hálfleik en aðeins tvö stig í þeim seinni. Tindastóll var sjö stigum undir í hálfleik áður en þeir sneru leiknum við og unnu síðari hálfleikinn með 18 stigum. „Við bæði spiluðum miklu betri vörn og þeir hættu líka að hitta,“ sagði Pavel aðspurður út í mismun á leik liðanna í hálfleikjunum tveimur. „Vörnin var ekki góð í fyrri hálfleik en við settum nógu mörg skot niður til að halda okkur inn í þessu. Þetta hefði átt að vera verra,“ bætti hann við. Tindastóll fer því í næsta leik á heimavelli sínum í Síkinu á Sauðárkróki með 2-1 forystu og getur orðið Íslandsmeistari með sigri. Næsta verkefni Pavels er að halda sínum mönnum jarðtengdum. „Hver einasti leikur hefur sína sögu. Leikir eitt og tvö skiptu engu máli núna í leik þrjú og leikur þrjú skiptir engu máli í fjórða leik, alveg sama hvað er undir. Það verður auðvitað verkefni að halda strákunum á réttum stað og það er vinnan næstu daga,“ sagði Pavel og horfði á björtu hliðarnar. „Vonandi verður það bara gott [að hafa bikarinn í húsinu] og vonandi kveikir það bara í hungrinu hjá þeim í staðinn fyrir að vekja upp einhvern ótta að þessi bikar sé á leiðinni aftur út úr því húsi. Ég vona að þeir hlaupi útum allan völlinn eins og í dag og horfa svo öðru hvoru á bikarinn, því að þeir vilja sækja hann,“ sagði Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, að endingu. Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
„Við ætluðum að éta hann. Honum á ekki að líða vel og hann hefði getað haldið þessu áfram út leikinn ef hann vildi, því var lögð mikil áhersla á að taka hann út,“ sagði Pavel í viðtali eftir leik. Kári skoraði 17 stig í fyrri hálfleik en aðeins tvö stig í þeim seinni. Tindastóll var sjö stigum undir í hálfleik áður en þeir sneru leiknum við og unnu síðari hálfleikinn með 18 stigum. „Við bæði spiluðum miklu betri vörn og þeir hættu líka að hitta,“ sagði Pavel aðspurður út í mismun á leik liðanna í hálfleikjunum tveimur. „Vörnin var ekki góð í fyrri hálfleik en við settum nógu mörg skot niður til að halda okkur inn í þessu. Þetta hefði átt að vera verra,“ bætti hann við. Tindastóll fer því í næsta leik á heimavelli sínum í Síkinu á Sauðárkróki með 2-1 forystu og getur orðið Íslandsmeistari með sigri. Næsta verkefni Pavels er að halda sínum mönnum jarðtengdum. „Hver einasti leikur hefur sína sögu. Leikir eitt og tvö skiptu engu máli núna í leik þrjú og leikur þrjú skiptir engu máli í fjórða leik, alveg sama hvað er undir. Það verður auðvitað verkefni að halda strákunum á réttum stað og það er vinnan næstu daga,“ sagði Pavel og horfði á björtu hliðarnar. „Vonandi verður það bara gott [að hafa bikarinn í húsinu] og vonandi kveikir það bara í hungrinu hjá þeim í staðinn fyrir að vekja upp einhvern ótta að þessi bikar sé á leiðinni aftur út úr því húsi. Ég vona að þeir hlaupi útum allan völlinn eins og í dag og horfa svo öðru hvoru á bikarinn, því að þeir vilja sækja hann,“ sagði Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, að endingu.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20