Gera sér vonir um að velta Erdogan úr sessi Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 08:08 Stuðningsmenn Receps Erdogan forseta veifa fánum fyrir framan mynd af honum í Istanbúl. Kosið verður til þings og forseta á sunnudag. AP/Emrah Gurel Tyrkneska stjórnarandstaðan vonast til þess að tuttugu ára valdatíð Receps Erdogan forseta ljúki eftir forseta- og þingkosningar sem fara fram á sunnudag. Erdogan er ekki talinn hafa staðið eins veikt og nú áður, að stórum hluta vegna óstjórnar í efnahagsmálum. Skoðanakannanir benda til þess að Kemal Kilicdaroglu, frambjóðanda kosningabandalags sex stjórnarandstöðuflokka, sé með naumt forskot á Erdogan. Stuðningsmenn hans gera sér vonir um að hann gæti jafnvel náð yfir fimmtíu prósent atkvæða sem þarf til að komast hjá annarri umferð forsetakosninga. Erdogan hefur verið forsætisráðherra og síðar forseti Tyrklands frá 2003 og hefur á þeim tíma sankað að sér völdum. Hann hefur farið létt í gegnum fimm kosningar til þessa og sækist nú eftir þriðja kjörtímabilinu í röð sem forseti. Vinsældir forsetans hafa farið dvínandi undanfarin misseri í skugga efnahagsólgu, óðaverðbólgu og óstjórnar. Jarðskjálftinn mannskæði sem varð meira en 50.000 manns að bana í suðurhluta landsins í fyrra sýndi einnig að stjórn Erdogans hefði brugðist í að undirbúa landið fyrir slíkar hamfarir. Flokkur Erdogans, Réttlætis- og þróunarflokkurinn er í kosningabandalagi með tveimur þjóðernisflokkum, litlum flokki af vinstri vængnum og flokki íslamista. Kemal Kilicdaroglu og Þjóðarbandalag hans vill vinda ofan af gerræðistilburðum Erdogans forseta.AP/Francisco Seco Vilja taka aftur upp þingræði Mótherji Erdogans, Kilicdaroglu, er 74 ára gamall leiðtogi Lýðveldissinnaða þjóðarflokksins, miðvinstrisinnaðs og veraldlegs flokks sem hefur verið sá stærsti í stjórnarandstöðu undanfarin ár. Hann er sagður hafa náð að sameina sundurleita stjórnarandstöðuna fyrir kosningarnar nú. Í svonefndu Þjóðarbandalagi hans eru miðhægriflokkur, þjóðernisflokkur, flokkur íslamsta og tveir klofningsflokkar úr stjórnarflokki Erdogans. Helsta stefnumál bandalagsins er að binda enda á valdatíð Erdogans og leggja af forsetaræðið sem hann kom á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2017. Þess í stað vill bandalagið endurvekja þingræði. Auk þess boðar það aukið frelsi og réttindi borgaranna og hefðbundnari efnahagsstefnu en þá sem Erdogan hefur rekið. Tyrkland Tengdar fréttir Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Kemal Kilicdaroglu, frambjóðanda kosningabandalags sex stjórnarandstöðuflokka, sé með naumt forskot á Erdogan. Stuðningsmenn hans gera sér vonir um að hann gæti jafnvel náð yfir fimmtíu prósent atkvæða sem þarf til að komast hjá annarri umferð forsetakosninga. Erdogan hefur verið forsætisráðherra og síðar forseti Tyrklands frá 2003 og hefur á þeim tíma sankað að sér völdum. Hann hefur farið létt í gegnum fimm kosningar til þessa og sækist nú eftir þriðja kjörtímabilinu í röð sem forseti. Vinsældir forsetans hafa farið dvínandi undanfarin misseri í skugga efnahagsólgu, óðaverðbólgu og óstjórnar. Jarðskjálftinn mannskæði sem varð meira en 50.000 manns að bana í suðurhluta landsins í fyrra sýndi einnig að stjórn Erdogans hefði brugðist í að undirbúa landið fyrir slíkar hamfarir. Flokkur Erdogans, Réttlætis- og þróunarflokkurinn er í kosningabandalagi með tveimur þjóðernisflokkum, litlum flokki af vinstri vængnum og flokki íslamista. Kemal Kilicdaroglu og Þjóðarbandalag hans vill vinda ofan af gerræðistilburðum Erdogans forseta.AP/Francisco Seco Vilja taka aftur upp þingræði Mótherji Erdogans, Kilicdaroglu, er 74 ára gamall leiðtogi Lýðveldissinnaða þjóðarflokksins, miðvinstrisinnaðs og veraldlegs flokks sem hefur verið sá stærsti í stjórnarandstöðu undanfarin ár. Hann er sagður hafa náð að sameina sundurleita stjórnarandstöðuna fyrir kosningarnar nú. Í svonefndu Þjóðarbandalagi hans eru miðhægriflokkur, þjóðernisflokkur, flokkur íslamsta og tveir klofningsflokkar úr stjórnarflokki Erdogans. Helsta stefnumál bandalagsins er að binda enda á valdatíð Erdogans og leggja af forsetaræðið sem hann kom á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2017. Þess í stað vill bandalagið endurvekja þingræði. Auk þess boðar það aukið frelsi og réttindi borgaranna og hefðbundnari efnahagsstefnu en þá sem Erdogan hefur rekið.
Tyrkland Tengdar fréttir Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31