Kristensen bjargaði mikilvægu stigi fyrir Leeds Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 13:27 Rasmus Kristensen reyndist hetja Leeds í dag. Stu Forster/Getty Images Rasmus Kristensen reyndist hetja Leeds er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Newcastle í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leeds og Newcastle eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar og þurftu bæði á stigum að halda í dag. Newcastle hedði með sigri farið langleiðina með að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en Leeds hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri. Það voru heimamenn í Leeds sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Luke Ayling kom boltanum í netið strax á sjöundu mínútu áður en Patrick Bamford fékk tækifæri til að tvöfalda forystu liðsins af vítapunktinum tuttugu mínútu síðar eftir að Joelinton gerðist brotlegur innan vítateigs. Bamford tók spyrnuna, en Nick Pope sá við honum í marki Newcastle. Gestirnir fengu svo sjálfir vítaspyrnu eftir hálftíma leik þegar Maximillian Woeber braut á Alexander Isak innan vítateigs. Callum Wilson steig á punktinn og skoraði fram hjá Joel Robles í marki Leeds. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka að það fró loksins til tíðinda á ný. Junior Firpo virtist þá handleika knöttinn innan vítateigs og eftir langa skoðun myndbandsdómara fór dómari leiksins, Simon Hooper, sjálfur í skjáinn og dæmdi vítaspyrnu. Callum Wilson steig aftur á punktinn, skoraði af miklu öryggi og kom Newcastle í forystu. Heimamenn lögðu þó ekki árar í bát og á 79. mínútu jafnaði Rasmus Kristensen metin fyrir Leeds með föstu skoti sem fór af varnarmanni Newcastle og í netið og staðan því orðin 2-2. Heimamenn þurftu svo að leika manni færri í uppbótartímanum eftir að Junior Firpo braut klaufalega á Anthony Gordon, en það kom þó ekki að sök og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli. Leeds er nú með 31 stig í 18. sæti deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir, einu stigi frá öruggu sæti. Newcastle situr hins vegar í þriðja sæti deildarinnar með 66 stig og liðið þarf fimm stig í viðbót í seinustu þremur leikjum tímabilsins til að gulltryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira
Leeds og Newcastle eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar og þurftu bæði á stigum að halda í dag. Newcastle hedði með sigri farið langleiðina með að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en Leeds hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri. Það voru heimamenn í Leeds sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Luke Ayling kom boltanum í netið strax á sjöundu mínútu áður en Patrick Bamford fékk tækifæri til að tvöfalda forystu liðsins af vítapunktinum tuttugu mínútu síðar eftir að Joelinton gerðist brotlegur innan vítateigs. Bamford tók spyrnuna, en Nick Pope sá við honum í marki Newcastle. Gestirnir fengu svo sjálfir vítaspyrnu eftir hálftíma leik þegar Maximillian Woeber braut á Alexander Isak innan vítateigs. Callum Wilson steig á punktinn og skoraði fram hjá Joel Robles í marki Leeds. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka að það fró loksins til tíðinda á ný. Junior Firpo virtist þá handleika knöttinn innan vítateigs og eftir langa skoðun myndbandsdómara fór dómari leiksins, Simon Hooper, sjálfur í skjáinn og dæmdi vítaspyrnu. Callum Wilson steig aftur á punktinn, skoraði af miklu öryggi og kom Newcastle í forystu. Heimamenn lögðu þó ekki árar í bát og á 79. mínútu jafnaði Rasmus Kristensen metin fyrir Leeds með föstu skoti sem fór af varnarmanni Newcastle og í netið og staðan því orðin 2-2. Heimamenn þurftu svo að leika manni færri í uppbótartímanum eftir að Junior Firpo braut klaufalega á Anthony Gordon, en það kom þó ekki að sök og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli. Leeds er nú með 31 stig í 18. sæti deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir, einu stigi frá öruggu sæti. Newcastle situr hins vegar í þriðja sæti deildarinnar með 66 stig og liðið þarf fimm stig í viðbót í seinustu þremur leikjum tímabilsins til að gulltryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira