Björn Berg: „Góð fyrirheit fyrir komandi átök“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. maí 2023 17:01 Björn Berg Bryde var talsvert sáttari eftir leik dagsins en hann var hér á þessari mynd. Vísir/Hulda Margrét Björn Berg Bryde skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í 4-0 sigri gegn ÍBV á Samsung vellinum í Garðabæ í dag. Stjarnan hafði byrjað mótið illa og sátu fyrir þennan leik í næstneðsta sæti deildarinnar. Ágústi Gylfasyni var sagt upp störfum sínum sem aðalþjálfari liðsins fyrr í vikunni og aðstoðarmaður hans, Jökull Elísabetarson, tók við starfinu. „Menn eru bara búnir að vera gríðarlega samstilltir eftir þessi vistaskipti hjá þjálfurunum og bara staðráðnir í að snúa bökum saman, gera þetta saman og berjast fyrir hvorn annan. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við erum tilbúnir að fórna okkur fyrir hvorn annan og unnum bara mjög flottan sigur.“ Stjarnan kom af miklum krafti inn í þennan leik og var búið að taka forystuna eftir aðeins 6 mínútur. En liðið hefur hlotið töluverða gagnrýni á þessu tímabili fyrir að sýna litla ákefð og grimmd. „Já, markmiðið er að hækka orkustigið. Það var sérstaklega kannski í Fram leiknum, við vorum rosalega ólíkir sjálfum okkur og orkustigið mjög lágt, sem er ólíkt þessu Stjörnuliði. Þannig að við settum metnað í að hækka orkustigið og ákefðina og byrja frá fyrstu mínútu. Það tókst vel í dag og við náðum inn marki snemma.“ Markið kom eftir hornspyrnu frá Guðmundi Baldvin Nökkvasyni, hár svifbolti inn á teiginn þar sem Björn stóð einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið. „Eyjamennirnir eru í svæðisvörn þannig að ég var ekki dekkaður í fyrsta horninu en svo fljótlega í öðru horninu var einhver kominn á mig. En gaman að geta hjálpað liðinu“ Þetta var annar sigur Stjörnunnar og fyrsta skipti sem liðið heldur markinu hreinu í Bestu deildinni í sumar „Það er rosalega gott, sérstaklega sem varnarmaður, að halda lakinu hreinu og það gefur okkur helling frá fremsta til aftasta manns. Þetta gefur góð fyrirheit vonandi fyrir komandi átök.“ Komandi átök Stjörnunnar eru gegn nýliðum Fylkis. Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ mánudaginn 22. maí, klukkan 19:15. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Stjarnan hafði byrjað mótið illa og sátu fyrir þennan leik í næstneðsta sæti deildarinnar. Ágústi Gylfasyni var sagt upp störfum sínum sem aðalþjálfari liðsins fyrr í vikunni og aðstoðarmaður hans, Jökull Elísabetarson, tók við starfinu. „Menn eru bara búnir að vera gríðarlega samstilltir eftir þessi vistaskipti hjá þjálfurunum og bara staðráðnir í að snúa bökum saman, gera þetta saman og berjast fyrir hvorn annan. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við erum tilbúnir að fórna okkur fyrir hvorn annan og unnum bara mjög flottan sigur.“ Stjarnan kom af miklum krafti inn í þennan leik og var búið að taka forystuna eftir aðeins 6 mínútur. En liðið hefur hlotið töluverða gagnrýni á þessu tímabili fyrir að sýna litla ákefð og grimmd. „Já, markmiðið er að hækka orkustigið. Það var sérstaklega kannski í Fram leiknum, við vorum rosalega ólíkir sjálfum okkur og orkustigið mjög lágt, sem er ólíkt þessu Stjörnuliði. Þannig að við settum metnað í að hækka orkustigið og ákefðina og byrja frá fyrstu mínútu. Það tókst vel í dag og við náðum inn marki snemma.“ Markið kom eftir hornspyrnu frá Guðmundi Baldvin Nökkvasyni, hár svifbolti inn á teiginn þar sem Björn stóð einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið. „Eyjamennirnir eru í svæðisvörn þannig að ég var ekki dekkaður í fyrsta horninu en svo fljótlega í öðru horninu var einhver kominn á mig. En gaman að geta hjálpað liðinu“ Þetta var annar sigur Stjörnunnar og fyrsta skipti sem liðið heldur markinu hreinu í Bestu deildinni í sumar „Það er rosalega gott, sérstaklega sem varnarmaður, að halda lakinu hreinu og það gefur okkur helling frá fremsta til aftasta manns. Þetta gefur góð fyrirheit vonandi fyrir komandi átök.“ Komandi átök Stjörnunnar eru gegn nýliðum Fylkis. Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ mánudaginn 22. maí, klukkan 19:15.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01