Diljá var einu sæti frá því að komast áfram Árni Sæberg skrifar 14. maí 2023 09:40 Diljá komst ekki áfram þrátt fyrir kröftugan flutning á laginu Power á fimmtudag. EBU Veðbankar höfðu rétt fyrir sér að þessu sinni og Diljá Pétursdóttir komst ekki áfram í aðalkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Hún var hins vegar eins nálægt því og hugsast getur, aðeins einu sæti frá því að komast áfram. Framlag okkar Íslending til Eurovision í ár var lagið Power í flutningi Diljár. Þrátt fyrir að veðbankar hafi ekki spáð laginu brautargengi til úrslitanna voru margir orðnir vongóðir fyrir seinna undankvöldið á fimmtudaginn síðasta. Þó fór sem fór og Diljá fékk ekki að flytja lagið á sjálfri úrslitakeppninni, sem fram fór í Liverpool í gærkvöldi. Nú hafa nákvæm úrslit símakosningarinnar á fimmtudagskvöld verið kunngjörð. Í frétt á vefnum Eurovisionworld má sjá að Diljá var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Evrópa kaus hana í ellefta sæti, einu sæti á eftir Eistum sem komust áfram. Þó vantaði nokkuð upp á stigafjöldann, Ísland hlaut 44 stig en Eistland 74. Efstir í undanriðlinum voru Ástralir, sem gæti ært óstöðugan íslenskan Eurovisionaðdáanda, enda eru þeir ekki Evrópubúar og eru nýbyrjaðir að taka þátt í keppninni. Þeir hlutu 149 stig í símakosningunni. Næstir á eftir þeim voru Austurríkismenn menn með 137 stig og bronsframlagið var Solo í flutningi stúlknanna frá Póllandi með 124. Frændur okkar frá Danmörku riðu ekki feitum hesti frá símakosningunni og hlutu aðeins sex stig, sem skilaði þeim þó fjórtánda sæti. San Marino og Rúmenía hluti bæði ekki eitt einasta stig. Eurovision Tengdar fréttir Diljá komst ekki áfram Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld. 11. maí 2023 21:09 Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Framlag okkar Íslending til Eurovision í ár var lagið Power í flutningi Diljár. Þrátt fyrir að veðbankar hafi ekki spáð laginu brautargengi til úrslitanna voru margir orðnir vongóðir fyrir seinna undankvöldið á fimmtudaginn síðasta. Þó fór sem fór og Diljá fékk ekki að flytja lagið á sjálfri úrslitakeppninni, sem fram fór í Liverpool í gærkvöldi. Nú hafa nákvæm úrslit símakosningarinnar á fimmtudagskvöld verið kunngjörð. Í frétt á vefnum Eurovisionworld má sjá að Diljá var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Evrópa kaus hana í ellefta sæti, einu sæti á eftir Eistum sem komust áfram. Þó vantaði nokkuð upp á stigafjöldann, Ísland hlaut 44 stig en Eistland 74. Efstir í undanriðlinum voru Ástralir, sem gæti ært óstöðugan íslenskan Eurovisionaðdáanda, enda eru þeir ekki Evrópubúar og eru nýbyrjaðir að taka þátt í keppninni. Þeir hlutu 149 stig í símakosningunni. Næstir á eftir þeim voru Austurríkismenn menn með 137 stig og bronsframlagið var Solo í flutningi stúlknanna frá Póllandi með 124. Frændur okkar frá Danmörku riðu ekki feitum hesti frá símakosningunni og hlutu aðeins sex stig, sem skilaði þeim þó fjórtánda sæti. San Marino og Rúmenía hluti bæði ekki eitt einasta stig.
Eurovision Tengdar fréttir Diljá komst ekki áfram Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld. 11. maí 2023 21:09 Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Diljá komst ekki áfram Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld. 11. maí 2023 21:09
Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30