Hodgson um tapið gegn Íslandi: „Auðvelt að falla í þá gryfju að sumir hlutir gangi einfaldlega ekki upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 07:01 Ísland vann England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu sumarið 2016. EPA/TOLGA BOZOGLU Sparkspekingurinn og landsliðsmaðurinn fyrrverandi Gary Neville ræddi við Roy Hodgson, þjálfara Crystal Palace, í nýjasta þætti af The Overlap. Ræddu þeir frækinn 2-1 sigur Íslands á Englandi á EM 2016. Það var síðasti leikur Roy með enska landsliðið. Neville heldur úti þættinum The Overlap sem birtist bæði í hlaðvarpsformi sem og á Youtube. Nýjasti viðmælandi hans var Hodgson en þeir félagar voru saman í þjálfarateymi Englands á EM 2016 í Frakklandi. Báðir sögðu af sér eftir tapið gegn Íslandi. 47 Years in the game 21 Different clubs 4 International jobsThe interview with Crystal Palace manager Roy Hodgson is live on our YouTube channel now! pic.twitter.com/clNHE55qx9— The Overlap (@WeAreTheOverlap) May 12, 2023 Neville viðurkenndi að hann hugsaði reglulega um tapið og raunar meira um þennan leik heldur en alla aðra á ferlinum. „Við vorum báðir á vellinum þetta kvöld, hvað gerðist? Ég hef talað við suma leikmennina frá þessu kvöldi og þeir geta ekki útskýrt hvað gerðist. Við komumst yfir og byrjuðum vel. Þú hlýtur að hugsa um þennan leik?“ Roy hugsaði sig vel um áður en hann svaraði. Hann sagði leikmenn einfaldlega hafa misst trú á verkefninu eftir að liðið lenti undir. „Ég hugsa að það sé of auðvelt að falla í þá gryfju að sumir hlutir gangi einfaldlega ekki að upp, það er alltaf hættulegt. Væri til í að trúa því að við – og ég – hefðum getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir tapið. Í hreinskilni veit ég ekki hvað það hefði getað verið. Vorum ekki með bekkinn til að snúa leiknum okkur í hag.“ Leikmennirnir sem komu inn af bekknum voru Jamie Vardy, Jack Wilshere og Marcus Rashford. Þeir sem sátu hvað fastast á bekknum voru Tom Heaton, Fraser Forster, Ryan Bertrand, Ross Barkley, John Stones, Jordan Henderson, Nathaniel Clyne, Adam Lallana og James Milner. „Ísland var erfitt lið að spila gegn. Þetta er smá eins og þegar þú ert með úrvalsdeildarlið og mætir liðum í League 1 (C-deild) eða League 2 (D-deild) í FA-bikarnum. Maður heldur að sínir leikmenn séu miklu betri en þeirra leikmenn og að maður muni vinna leikinn. Svo mæta liðin út á völl, leikmenn ná engum ryðma og geta ekki sýnt að þeir séu betri. Þessi leikur er dæmi um það.“ I don t think I ve ever thought as much about a game since Iceland Roy Hodgson & @GNev2 reflect on what happened to England on that disappointing night at Euro 2016. Watch the full interview here https://t.co/PY3rORrk7U pic.twitter.com/sBON6bI7Ku— The Overlap (@WeAreTheOverlap) May 14, 2023 „Ég hef lært að sleppa takinu á hlutum. Það er enginn tilgangur að leyfa einum mistökum – á ferli sem inniheldur ekki mikið af mistökum – að skemma allt sem heldur að þú getir gert og trúir á. Eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að sleppa takinu,“ sagði Roy að endingu en hann hefur þjálfað frá árinu 1976. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Neville heldur úti þættinum The Overlap sem birtist bæði í hlaðvarpsformi sem og á Youtube. Nýjasti viðmælandi hans var Hodgson en þeir félagar voru saman í þjálfarateymi Englands á EM 2016 í Frakklandi. Báðir sögðu af sér eftir tapið gegn Íslandi. 47 Years in the game 21 Different clubs 4 International jobsThe interview with Crystal Palace manager Roy Hodgson is live on our YouTube channel now! pic.twitter.com/clNHE55qx9— The Overlap (@WeAreTheOverlap) May 12, 2023 Neville viðurkenndi að hann hugsaði reglulega um tapið og raunar meira um þennan leik heldur en alla aðra á ferlinum. „Við vorum báðir á vellinum þetta kvöld, hvað gerðist? Ég hef talað við suma leikmennina frá þessu kvöldi og þeir geta ekki útskýrt hvað gerðist. Við komumst yfir og byrjuðum vel. Þú hlýtur að hugsa um þennan leik?“ Roy hugsaði sig vel um áður en hann svaraði. Hann sagði leikmenn einfaldlega hafa misst trú á verkefninu eftir að liðið lenti undir. „Ég hugsa að það sé of auðvelt að falla í þá gryfju að sumir hlutir gangi einfaldlega ekki að upp, það er alltaf hættulegt. Væri til í að trúa því að við – og ég – hefðum getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir tapið. Í hreinskilni veit ég ekki hvað það hefði getað verið. Vorum ekki með bekkinn til að snúa leiknum okkur í hag.“ Leikmennirnir sem komu inn af bekknum voru Jamie Vardy, Jack Wilshere og Marcus Rashford. Þeir sem sátu hvað fastast á bekknum voru Tom Heaton, Fraser Forster, Ryan Bertrand, Ross Barkley, John Stones, Jordan Henderson, Nathaniel Clyne, Adam Lallana og James Milner. „Ísland var erfitt lið að spila gegn. Þetta er smá eins og þegar þú ert með úrvalsdeildarlið og mætir liðum í League 1 (C-deild) eða League 2 (D-deild) í FA-bikarnum. Maður heldur að sínir leikmenn séu miklu betri en þeirra leikmenn og að maður muni vinna leikinn. Svo mæta liðin út á völl, leikmenn ná engum ryðma og geta ekki sýnt að þeir séu betri. Þessi leikur er dæmi um það.“ I don t think I ve ever thought as much about a game since Iceland Roy Hodgson & @GNev2 reflect on what happened to England on that disappointing night at Euro 2016. Watch the full interview here https://t.co/PY3rORrk7U pic.twitter.com/sBON6bI7Ku— The Overlap (@WeAreTheOverlap) May 14, 2023 „Ég hef lært að sleppa takinu á hlutum. Það er enginn tilgangur að leyfa einum mistökum – á ferli sem inniheldur ekki mikið af mistökum – að skemma allt sem heldur að þú getir gert og trúir á. Eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að sleppa takinu,“ sagði Roy að endingu en hann hefur þjálfað frá árinu 1976.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn