15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal skrifar 15. maí 2023 09:01 Þann 14. maí 1948, fyrir sjötíu og fimm árum, var Ísraelsríki stofnað á fósturjörð Palestínuþjóðarinnar, hundruð þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimilum sínum með hervaldi, eigum þeirra stolið og þorp þeirra jöfnuð við jörðu. Atburður þessi í maí 1948 heitir á tungu Palestínumanna Nakba - hörmungin mikla. Kaldar kveðjur frá Úrsulu Á þessum tímamótum, þegar Palestínumenn minnast Nakba, hörmungarinnar miklu, þá sendir Úrsula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB kveðjur til Ísraelsríkis og fagnar árangri þeirra! Í ávarpi Úrsulu segir "Fyrir sjötíu og fimm árum varð draumur að veruleika, með sjálfstæðisdegi Ísraels. Í dag fögnum við 75 ára öflugu lýðræði í hjarta Mið-Austurlanda.“ "Frelsi þitt er frelsi okkar." - Lesist: frelsi kúgarans til að halda áfram hryðjuverkum sínum. Ekki orð um þjóðina sem var hrakin af heimilum sínum og er enn undir járnhæl hernáms! Ekki orð um réttindi fólksins sem var rænt eigum sínum og föðurlandi! Ekki orð um að Nakba heldur áfram enn þann dag í dag og að það ríkir aðskilnaðarstefna en ekki lýðræði í Ísrael. Kaldar kveðjur frá Íslandi Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 15. maí verði Nakba minnst árlega með samkomum þar sem dagsins verður minnst með tónlist, ljósmyndasýningum og fundarhöldum. Nítíu aðildarríki Sameinuðu þjóðana samþykktu að minnast Nakba, þrjátíu voru á móti, fjörtíu og sjö sátu hjá og þar á meðal var Ísland. Þetta erí þriðja sinn á skömmum tíma að Ísland situr hjá þegar hagsmunir Palestínumanna eru til umfjöllunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Mikil er skömm ríkisstjórnarinnar. Stofnun Ísraels varð að veruleika með stuðningi og að frumkvæði vestrænna ríkja auk þess sem Sovétríkin og fylgiríki þeirra lögðust á sveif með síonistum. Og enn nýtur Ísrael stuðnings vestrænna ríkja. Ísrael fær fullkomnustu vopn og háar fjárfúlgur til að viðhalda kúgun og ofbeldi gegn Palestínumönnum. Ísrael er afurð nýlendustefnunnar og þar ríkir apartheid, stefna kynþáttaaðskilnaðar sem er ólögleg eins og skráð er í samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í 75 ár - án viðurlaga. Fyrir Palestínumenn er Nakba ekki ein dagsetning. Nakba stendur enn yfir - þess vegna verðum við að halda áfram að styðja baráttu Palestínumanna fyrir frjálsri Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 14. maí 1948, fyrir sjötíu og fimm árum, var Ísraelsríki stofnað á fósturjörð Palestínuþjóðarinnar, hundruð þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimilum sínum með hervaldi, eigum þeirra stolið og þorp þeirra jöfnuð við jörðu. Atburður þessi í maí 1948 heitir á tungu Palestínumanna Nakba - hörmungin mikla. Kaldar kveðjur frá Úrsulu Á þessum tímamótum, þegar Palestínumenn minnast Nakba, hörmungarinnar miklu, þá sendir Úrsula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB kveðjur til Ísraelsríkis og fagnar árangri þeirra! Í ávarpi Úrsulu segir "Fyrir sjötíu og fimm árum varð draumur að veruleika, með sjálfstæðisdegi Ísraels. Í dag fögnum við 75 ára öflugu lýðræði í hjarta Mið-Austurlanda.“ "Frelsi þitt er frelsi okkar." - Lesist: frelsi kúgarans til að halda áfram hryðjuverkum sínum. Ekki orð um þjóðina sem var hrakin af heimilum sínum og er enn undir járnhæl hernáms! Ekki orð um réttindi fólksins sem var rænt eigum sínum og föðurlandi! Ekki orð um að Nakba heldur áfram enn þann dag í dag og að það ríkir aðskilnaðarstefna en ekki lýðræði í Ísrael. Kaldar kveðjur frá Íslandi Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 15. maí verði Nakba minnst árlega með samkomum þar sem dagsins verður minnst með tónlist, ljósmyndasýningum og fundarhöldum. Nítíu aðildarríki Sameinuðu þjóðana samþykktu að minnast Nakba, þrjátíu voru á móti, fjörtíu og sjö sátu hjá og þar á meðal var Ísland. Þetta erí þriðja sinn á skömmum tíma að Ísland situr hjá þegar hagsmunir Palestínumanna eru til umfjöllunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Mikil er skömm ríkisstjórnarinnar. Stofnun Ísraels varð að veruleika með stuðningi og að frumkvæði vestrænna ríkja auk þess sem Sovétríkin og fylgiríki þeirra lögðust á sveif með síonistum. Og enn nýtur Ísrael stuðnings vestrænna ríkja. Ísrael fær fullkomnustu vopn og háar fjárfúlgur til að viðhalda kúgun og ofbeldi gegn Palestínumönnum. Ísrael er afurð nýlendustefnunnar og þar ríkir apartheid, stefna kynþáttaaðskilnaðar sem er ólögleg eins og skráð er í samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í 75 ár - án viðurlaga. Fyrir Palestínumenn er Nakba ekki ein dagsetning. Nakba stendur enn yfir - þess vegna verðum við að halda áfram að styðja baráttu Palestínumanna fyrir frjálsri Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun