Valsmenn nýttu ekki alla miða og Króksarar hrósa happi Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2023 12:00 Stuðningsmenn Tindastóls hafa sett mikinn svip á úrslitakeppnina í körfubolta síðustu ár og gætu í kvöld mögulega fagnað Íslandsmeistaratitli í fyrsta sinn. VÍSIR/VILHELM Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á leik Tindastóls og Vals í kvöld, þar sem Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn. Ljóst er að hvert sæti verður skipað og rúmlega það í Síkinu í kvöld enda uppselt á leikinn líkt og aðra leiki í úrslitaeinvíginu til þessa. Tindastólsmenn seldu miða á leikinn í gær og stóð fólk í langri röð eftir miðum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Mun færri fengu miða en vildu, eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. Klippa: Röðin í miðasöluna í Síkinu Í dag hafa hins vegar allir ársmiðahafar sem þess óskuðu fengið miða á leikinn, eftir að Valsmenn nýttu ekki þann miðafjölda sem þeim bauðst. Valsmenn áttu reglum samkvæmt rétt á 30% þeirra miða sem seldir eru og höfðu frest til klukkan 19.15 í gærkvöld til að nýta sér það. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Valsmenn hefðu ekki nýtt alla sína miða og þannig hefði verið hægt að gleðja hluta af þeim Skagfirðingum sem misst hefðu af miðum í gær. Klippa: Mikil eftirspurn eftir miðum Dagur kvaðst að öðru leyti ekki ætla að ræða við fjölmiðla í dag. Hann gat því ekki svarað því hve margt fólk yrði í Síkinu í kvöld eða hvernig dreifingu miða hefði verið nákvæmlega háttað. Samkvæmt opinberum upplýsingum á vef KKÍ voru 1.500 manns á síðasta leik Tindastóls og Vals í Síkinu, þegar einnig var uppselt á leikinn. Samkvæmt sama vef sáu 2.300 manns þegar Tindastóll vann Val á föstudagskvöld og kom sér í 2-1 í einvíginu. Grímur Atlason, fjölmiðlafulltrúi Vals, sagðist ekki hafa upplýsingar um nákvæmlega hve mikill fjöldi miða hefði staðið Valsmönnum til boða í gær, og þar með hve margir voru ekki nýttir, en sagði að stuðningur við liðið yrði góður í kvöld og mætingin betri en áður á Sauðárkrók. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45 Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44 Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Ljóst er að hvert sæti verður skipað og rúmlega það í Síkinu í kvöld enda uppselt á leikinn líkt og aðra leiki í úrslitaeinvíginu til þessa. Tindastólsmenn seldu miða á leikinn í gær og stóð fólk í langri röð eftir miðum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Mun færri fengu miða en vildu, eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. Klippa: Röðin í miðasöluna í Síkinu Í dag hafa hins vegar allir ársmiðahafar sem þess óskuðu fengið miða á leikinn, eftir að Valsmenn nýttu ekki þann miðafjölda sem þeim bauðst. Valsmenn áttu reglum samkvæmt rétt á 30% þeirra miða sem seldir eru og höfðu frest til klukkan 19.15 í gærkvöld til að nýta sér það. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Valsmenn hefðu ekki nýtt alla sína miða og þannig hefði verið hægt að gleðja hluta af þeim Skagfirðingum sem misst hefðu af miðum í gær. Klippa: Mikil eftirspurn eftir miðum Dagur kvaðst að öðru leyti ekki ætla að ræða við fjölmiðla í dag. Hann gat því ekki svarað því hve margt fólk yrði í Síkinu í kvöld eða hvernig dreifingu miða hefði verið nákvæmlega háttað. Samkvæmt opinberum upplýsingum á vef KKÍ voru 1.500 manns á síðasta leik Tindastóls og Vals í Síkinu, þegar einnig var uppselt á leikinn. Samkvæmt sama vef sáu 2.300 manns þegar Tindastóll vann Val á föstudagskvöld og kom sér í 2-1 í einvíginu. Grímur Atlason, fjölmiðlafulltrúi Vals, sagðist ekki hafa upplýsingar um nákvæmlega hve mikill fjöldi miða hefði staðið Valsmönnum til boða í gær, og þar með hve margir voru ekki nýttir, en sagði að stuðningur við liðið yrði góður í kvöld og mætingin betri en áður á Sauðárkrók. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45 Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44 Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45
Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44
Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti