Formúla 1

Allra augu á Mercedes fyrir komandi helgi

Aron Guðmundsson skrifar
Mercedes hefur ekki riðið feitum hesti í upphafi tímabils Formúlu 1
Mercedes hefur ekki riðið feitum hesti í upphafi tímabils Formúlu 1 Vísir/Getty

Spenna ríkir fyrir komandi keppnishelgi Formúlu 1 á Imola. Þýski risinn Mercedes mun tefla fram breyttum bíl eftir dapra byrjun á yfirstandandi tímabili. 

Búist er við mikið upp­færðum Mercedes bíl við fyrstu æfingar komandi keppnis­helgar á I­mola á föstu­daginn.

Eftir afar dapra byrjun, þar sem Mercedes hefur verið ljós­árum á eftir Red Bull Ra­cing, standa vonir til þess að þýski risinn muni geta slegið frá sér eftir því sem líður á tímabilið.

Það var í byrjun tíma­bils, eftir fyrstu keppnis­helgina í Bar­ein, sem for­ráða­menn Mercedes áttuðu sig á því að stór mis­tök höfðu verið gerð í þróun keppnis­bíls liðsins. Mercedes hafði í stórum dráttum haldið sig við sömu hönnun og tíma­bilið á undan.

Þetta rót­gróna þýska For­múlu 1 lið, sem hafði ráðið lögum og lofum í For­múlu 1 átta ár í röð í heimsmeistarakeppni bíla­smiða fyrir sigur Red Bull Ra­cing á síðasta tíma­bili, hefur þurft að grafa djúpt í reynslu­bankann undan­farið.

„Ef við horfum alveg aftur til prófana og keppnis­helgarinnar í Bar­ein í upp­hafi tíma­bils, þá var það þá sem við áttuðum okkur á því að við værum með bíl í höndunum sem myndi ekki geta fært okkur heims­meistara­titil,“ sagði Andrew Shovlin, verk­fræði­stjóri Mercedes í sam­tali við Sky Sports.

Liðið hafi ekki getað sætt sig við þá veg­ferð og því hafi þurft að grípa til dra­stískra aðgerða.

„Við þurftum að hugsa upp á nýtt grund­vallar hluti í bílnum og það sem við mætum með til leiks á I­mola er fyrsti vísirinn af þeirri vinnu.“


Tengdar fréttir

Furðar sig á keppi­nautunum á for­dæma­lausum tímum

Red Bull Ra­cing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tíma­bilsins á yfir­standandi For­múlu 1 tíma­bilinu, þar að auki vann liðið sprett­keppnina sem haldin var í Azer­baíjan og hafa öku­menn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnis­helgum af fimm.

Sigraður Hamilton lætur stór orð falla

Lewis Hamilton, sjö­faldur heims­meistari í For­múlu 1 og öku­maður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Ra­cing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×