„Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2023 11:01 Guðmundur Guðmundsson er að gera frábæra hluti með Fredericia í úrslitakeppni danska handboltans. Getty/Henk Seppen Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. Danskir blaðamenn voru margir hverjir ekki miklir aðdáendur Guðmundar þegar hann þjálfaði danska landsliðið á sínum tíma en þeir geta ekki litið frá þeirri staðreynd að íslenski þjálfarinn er búinn að kom Fredericia í undanúrslit í fyrsta sinn í meira en fjóra áratugi. Guðmundur fær þannig mikið (og sjaldséð) hrós frá danska handboltasérfræðinginum Peter Bruun Jörgensen sem skrifar reglulega pistla um handbolta á TV2. Jörgensen fer stuttlega yfir sögu Fredericia sem varð fimm sinnum danskur meistari á áttunda áratugnum en endaði á að verða gjaldþrota 2012. Félagið kom síðan aftur upp árið 2019 og Guðmundur Guðmundsson fékk síðan það stóra verkefni að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu. Útlitið var kannski ekki allt of bjart þegar hlé var gert á dönsku deildinni vegna heimsmeistaramótsins en eftir að Guðmundur kom heim af HM og hætti með íslenska landsliðið þá hefur Fredericia verið á miklu skriði. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er allt tímasett og skipulagt af honum duglega þjálfara Guðmundi Guðmundssyni. Fyrrum þjálfari danska landsliðsins, sem tók við liðinu fyrir tímabilið, hefur sett sinn svip á þetta lið. Handboltanördinn, sem eyðir mestum tíma sólarhringsins í að hugsa um handbolta og dreymir hann eflaust líka,“ skrifar Peter Bruun Jörgensen. „Öll smáatriði eru skoðuð út í þaula, leikgreind og lausnum komið til skila. Bæði í leikgreiningarherberginu en líka þegar hann hleypur upp og niður hliðarlínuna í leikjunum sjálfum. Hann er líka að uppskera fyrir þessa miklu vinnu og ég ber mikla virðingu fyrir því,“ skrifar Jörgensen. „Ég dáist af Guðmundi Guðmundssyni til að koma liði sínu í undanúrslitin. Getur Fredericia farið alla leið og orðið danskur meistari? Ég held ekki. Þrátt fyrir allt þá verður þetta einvígi á milli Álaborgar og GOG,“ skrifar Jörgensen. Það má lesa allan pistilinn hér. Danski handboltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Danskir blaðamenn voru margir hverjir ekki miklir aðdáendur Guðmundar þegar hann þjálfaði danska landsliðið á sínum tíma en þeir geta ekki litið frá þeirri staðreynd að íslenski þjálfarinn er búinn að kom Fredericia í undanúrslit í fyrsta sinn í meira en fjóra áratugi. Guðmundur fær þannig mikið (og sjaldséð) hrós frá danska handboltasérfræðinginum Peter Bruun Jörgensen sem skrifar reglulega pistla um handbolta á TV2. Jörgensen fer stuttlega yfir sögu Fredericia sem varð fimm sinnum danskur meistari á áttunda áratugnum en endaði á að verða gjaldþrota 2012. Félagið kom síðan aftur upp árið 2019 og Guðmundur Guðmundsson fékk síðan það stóra verkefni að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu. Útlitið var kannski ekki allt of bjart þegar hlé var gert á dönsku deildinni vegna heimsmeistaramótsins en eftir að Guðmundur kom heim af HM og hætti með íslenska landsliðið þá hefur Fredericia verið á miklu skriði. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er allt tímasett og skipulagt af honum duglega þjálfara Guðmundi Guðmundssyni. Fyrrum þjálfari danska landsliðsins, sem tók við liðinu fyrir tímabilið, hefur sett sinn svip á þetta lið. Handboltanördinn, sem eyðir mestum tíma sólarhringsins í að hugsa um handbolta og dreymir hann eflaust líka,“ skrifar Peter Bruun Jörgensen. „Öll smáatriði eru skoðuð út í þaula, leikgreind og lausnum komið til skila. Bæði í leikgreiningarherberginu en líka þegar hann hleypur upp og niður hliðarlínuna í leikjunum sjálfum. Hann er líka að uppskera fyrir þessa miklu vinnu og ég ber mikla virðingu fyrir því,“ skrifar Jörgensen. „Ég dáist af Guðmundi Guðmundssyni til að koma liði sínu í undanúrslitin. Getur Fredericia farið alla leið og orðið danskur meistari? Ég held ekki. Þrátt fyrir allt þá verður þetta einvígi á milli Álaborgar og GOG,“ skrifar Jörgensen. Það má lesa allan pistilinn hér.
Danski handboltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn