Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Samúel Karl Ólason og Máni Snær Þorláksson skrifa 16. maí 2023 12:27 Þessi mynd fylgdi yfirlýsingu tölvurjótahópsins um netárásina á Íslandi. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. NoName057(16) hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. CERT-IS vekur athygli á því að innbrotstilraunir hafi verið gerðar í kerfi í kjölfar dreifðra álagsárása. Ekki sé útilokað að fleiri árásir verði gerðar á íslenska netumdæmið. Eru því rekstrar- og öryggisstjórar hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is. Lýstu yfir ábyrgð Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir í samtali við fréttastofu að hópurinn hafi lýst yfir ábyrgð á árásunum á samfélagsmiðlinum Telegram. Um sé að ræða aktívistahóp sem styður Rússland. „Það er ekki alveg vitað hvar þeir eru staðsettir í þessu. Árásirnar líta út fyrir koma frá ýmsum stöðum en hópurinn er með mjög skýran rússneskan málstað,“ segir Anton. Umræddri færslu á Telegram fylgdi myndin sem sjá má hér að ofan. Þar stendur að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag, að Vesturlönd séu að haga sér eins og nasistar og eigi í leppsstríði við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Hafa gert sambærilegar árásir víða Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Avast skrifuðu í síðasta mánuði grein um hakkarahópinn þar sem fram kemur að markmið hópsins sé að fella vefsíður stofnana og fyrirtækja með svokölluðum álagsárásum. Þær kallast einnig DDOS-árásir og snúast um að beina mikilli netumferð inn á vefsíður svo þær hrynji vegna álagsins. Hópurinn hefur boðið fólki peninga fyrir að hlaða niður sérstökum hugbúnaði svo hægt sé að nota þær tölvur til þessara árása. Þá hafi hópurinn unnið að þróun hugbúnaðartóla til að gera árásir þessar skilvirkari. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, segir verið sé að reyna að nýta rafræn skilríki til þessara álagsárása og benda fólki á að staðfesta ekki rafræn skilríki án þess að vera viss um að viðkomandi hafi beðið um það. Árásarhópar eru að gera tilraunir til að nýta rafræn skilríki til að komast inn á viðkvæm svæði. Ekki staðfesta rafræn skilríki nema vera viss um að þú hafir beðið um það. Ekki staðfesta rafræna auðkenningabeiðnir sem þú kannast ekki við.— CERT-IS (@cert_iceland) May 16, 2023 Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tölvuárásir Tengdar fréttir Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 „Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
NoName057(16) hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. CERT-IS vekur athygli á því að innbrotstilraunir hafi verið gerðar í kerfi í kjölfar dreifðra álagsárása. Ekki sé útilokað að fleiri árásir verði gerðar á íslenska netumdæmið. Eru því rekstrar- og öryggisstjórar hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is. Lýstu yfir ábyrgð Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir í samtali við fréttastofu að hópurinn hafi lýst yfir ábyrgð á árásunum á samfélagsmiðlinum Telegram. Um sé að ræða aktívistahóp sem styður Rússland. „Það er ekki alveg vitað hvar þeir eru staðsettir í þessu. Árásirnar líta út fyrir koma frá ýmsum stöðum en hópurinn er með mjög skýran rússneskan málstað,“ segir Anton. Umræddri færslu á Telegram fylgdi myndin sem sjá má hér að ofan. Þar stendur að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag, að Vesturlönd séu að haga sér eins og nasistar og eigi í leppsstríði við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Hafa gert sambærilegar árásir víða Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Avast skrifuðu í síðasta mánuði grein um hakkarahópinn þar sem fram kemur að markmið hópsins sé að fella vefsíður stofnana og fyrirtækja með svokölluðum álagsárásum. Þær kallast einnig DDOS-árásir og snúast um að beina mikilli netumferð inn á vefsíður svo þær hrynji vegna álagsins. Hópurinn hefur boðið fólki peninga fyrir að hlaða niður sérstökum hugbúnaði svo hægt sé að nota þær tölvur til þessara árása. Þá hafi hópurinn unnið að þróun hugbúnaðartóla til að gera árásir þessar skilvirkari. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, segir verið sé að reyna að nýta rafræn skilríki til þessara álagsárása og benda fólki á að staðfesta ekki rafræn skilríki án þess að vera viss um að viðkomandi hafi beðið um það. Árásarhópar eru að gera tilraunir til að nýta rafræn skilríki til að komast inn á viðkvæm svæði. Ekki staðfesta rafræn skilríki nema vera viss um að þú hafir beðið um það. Ekki staðfesta rafræna auðkenningabeiðnir sem þú kannast ekki við.— CERT-IS (@cert_iceland) May 16, 2023
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tölvuárásir Tengdar fréttir Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 „Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17
„Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15