Formúla 1 aflýsir keppnishelgi sinni í Imola Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2023 12:00 Ljóst er að ökumenn, þar með talið sjöfaldi heimsmeistarinn Sir Lewis Hamilton, setjast undir stýri í Imola um helgina. Vísir/EPA Mikil úrkoma og flóð hafa orðið til þess að aðstandendur Formúlu 1 mótaraðarinnar hafa tekið þá ákvörðun að fresta keppnishelgi sinni á Imola um komandi helgi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá mótaröðinni. Formúla 1 sendir baráttukveðjur til íbúa svæðisins sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum úrkomunnar og flóða. Fyrr í dag hafði aðstandendum Formúlu 1 verið gert að halda sig fjarri brautarsvæðinu. Santerno áin liggur með fram brautarsvæðinu sem keppa átti á og hefur rauð viðvörun vegna flóða og hástreymi árinnar verið gefin út. The decision has been taken not to proceed with the Grand Prix weekend in Imola#EmiliaRomagnaGP #F1 pic.twitter.com/4taauGnFEA— Formula 1 (@F1) May 17, 2023 „Eftir fundarhöld milli forráðamanna Formúlu 1, forseta FIA og yfirvalda á svæðinu hefur verið ákveðið að halda ekki til streitu komandi keppnishelgi á Imola. Þessi ákvörðun er tekin með það að leiðarljósi að ekki verður hægt að tryggja öryggi þeirra sem keppnishelgina sækja,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Formúlu 1. Flætt hefur inn í ýmsar byggingar á brautarsvæði en sjálft þjónustusvæði brautarinnar ku vera í góðu lagi. Svona er ástandið í Cesena, suður af Emilia Romagna brautarsvæðinu í ImolaVísir/EPA Ekki er ljóst á þessari stundu hvort röskunin fyrir Formúlu 1 liðin sökum rýmingarinnar sé mikil. Á hefðbundnum miðvikudegi, fyrir keppnishelgi í mótaröðinni, hefðu liðin verið að klára undirbúning og setja upp búnað áður en ökumenn myndu mæta á svæðið á fimmtudegi. Næsta keppnishelgi Formúlu 1 mun því fara fram í Mónakó dagana 26.-28. maí næstkomandi. Tengdar fréttir Allra augu á Mercedes fyrir komandi helgi Spenna ríkir fyrir komandi keppnishelgi Formúlu 1 á Imola. Þýski risinn Mercedes mun tefla fram breyttum bíl eftir dapra byrjun á yfirstandandi tímabili. 16. maí 2023 14:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá mótaröðinni. Formúla 1 sendir baráttukveðjur til íbúa svæðisins sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum úrkomunnar og flóða. Fyrr í dag hafði aðstandendum Formúlu 1 verið gert að halda sig fjarri brautarsvæðinu. Santerno áin liggur með fram brautarsvæðinu sem keppa átti á og hefur rauð viðvörun vegna flóða og hástreymi árinnar verið gefin út. The decision has been taken not to proceed with the Grand Prix weekend in Imola#EmiliaRomagnaGP #F1 pic.twitter.com/4taauGnFEA— Formula 1 (@F1) May 17, 2023 „Eftir fundarhöld milli forráðamanna Formúlu 1, forseta FIA og yfirvalda á svæðinu hefur verið ákveðið að halda ekki til streitu komandi keppnishelgi á Imola. Þessi ákvörðun er tekin með það að leiðarljósi að ekki verður hægt að tryggja öryggi þeirra sem keppnishelgina sækja,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Formúlu 1. Flætt hefur inn í ýmsar byggingar á brautarsvæði en sjálft þjónustusvæði brautarinnar ku vera í góðu lagi. Svona er ástandið í Cesena, suður af Emilia Romagna brautarsvæðinu í ImolaVísir/EPA Ekki er ljóst á þessari stundu hvort röskunin fyrir Formúlu 1 liðin sökum rýmingarinnar sé mikil. Á hefðbundnum miðvikudegi, fyrir keppnishelgi í mótaröðinni, hefðu liðin verið að klára undirbúning og setja upp búnað áður en ökumenn myndu mæta á svæðið á fimmtudegi. Næsta keppnishelgi Formúlu 1 mun því fara fram í Mónakó dagana 26.-28. maí næstkomandi.
Tengdar fréttir Allra augu á Mercedes fyrir komandi helgi Spenna ríkir fyrir komandi keppnishelgi Formúlu 1 á Imola. Þýski risinn Mercedes mun tefla fram breyttum bíl eftir dapra byrjun á yfirstandandi tímabili. 16. maí 2023 14:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Allra augu á Mercedes fyrir komandi helgi Spenna ríkir fyrir komandi keppnishelgi Formúlu 1 á Imola. Þýski risinn Mercedes mun tefla fram breyttum bíl eftir dapra byrjun á yfirstandandi tímabili. 16. maí 2023 14:00