„Hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 15:11 Það verður hvert sæti skipað í Origo-höllinni á morgun. VÍSIR/VILHELM Eins og búast mátti við seldist strax upp á oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta, sem fram fer á Hlíðarenda annað kvöld. Alls verða 2.500 heppnir miðahafar í Origo-höllinni á morgun þegar Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Síðustu miðarnir seldust í dag, jafnvel áður en almenn miðasala Vals hófst en auglýst hafði verið að hún hæfist klukkan tvö. Tindastóll hafði fengið að sjá um sölu 30% þeirra miða sem í boði voru, reglum samkvæmt, og seldust þeir strax. Einhver vandræði virðast hafa verið með þá miðasölu vegna álags miðað við tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Þar sagði: „Ljóst er að mikið álag var á Stubb þegar miðasalan opnaði og ekki allir náð í gegn og það er afar leiðinlegt, eftirspurn er margföld umfram framboð.“ Valsmenn ætluðu að hefja almenna miðasölu klukkan 14 í dag en áður höfðu allir miðar þeirra selst í forsölu. Forgang höfðu ársmiðahafar Vals og svo stuðningsfólk á póstlista körfuknattleiksdeildar, að því er greint var frá á Facebook-síðu hennar. Grímur Atlason, stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar Vals, segir áhugann á leiknum einfaldlega einstakan. Grímur var meðal annars lengi stjórnandi Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar og hefur gríðarlega reynslu af viðburðahaldi og miðasölu, og hann kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Við hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik. Hitinn á þessum leik er þannig að maður er nánast orðlaus,“ sagði Grímur. Uppselt hefur verið á alla leiki einvígisins en liðin tvö mættust einnig í fimm leikja seríu í fyrra þar sem Valsmenn lönduðu að lokum langþráðum Íslandsmeistaratitli. Tindastólsmenn bíða hins vegar enn eftir fyrsta titli sínum eftir að hafa tapað á heimavelli á mánudaginn. Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkutíma fyrr. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Alls verða 2.500 heppnir miðahafar í Origo-höllinni á morgun þegar Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Síðustu miðarnir seldust í dag, jafnvel áður en almenn miðasala Vals hófst en auglýst hafði verið að hún hæfist klukkan tvö. Tindastóll hafði fengið að sjá um sölu 30% þeirra miða sem í boði voru, reglum samkvæmt, og seldust þeir strax. Einhver vandræði virðast hafa verið með þá miðasölu vegna álags miðað við tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Þar sagði: „Ljóst er að mikið álag var á Stubb þegar miðasalan opnaði og ekki allir náð í gegn og það er afar leiðinlegt, eftirspurn er margföld umfram framboð.“ Valsmenn ætluðu að hefja almenna miðasölu klukkan 14 í dag en áður höfðu allir miðar þeirra selst í forsölu. Forgang höfðu ársmiðahafar Vals og svo stuðningsfólk á póstlista körfuknattleiksdeildar, að því er greint var frá á Facebook-síðu hennar. Grímur Atlason, stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar Vals, segir áhugann á leiknum einfaldlega einstakan. Grímur var meðal annars lengi stjórnandi Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar og hefur gríðarlega reynslu af viðburðahaldi og miðasölu, og hann kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Við hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik. Hitinn á þessum leik er þannig að maður er nánast orðlaus,“ sagði Grímur. Uppselt hefur verið á alla leiki einvígisins en liðin tvö mættust einnig í fimm leikja seríu í fyrra þar sem Valsmenn lönduðu að lokum langþráðum Íslandsmeistaratitli. Tindastólsmenn bíða hins vegar enn eftir fyrsta titli sínum eftir að hafa tapað á heimavelli á mánudaginn. Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkutíma fyrr. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti