Horfast í augu við fordóma kirkjunnar gegn HIV smituðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. maí 2023 21:01 Séra Sigurvin segir að kirkjan þurfi að horfast í augu við fordómana og kalla misgjörðir réttum nöfnum. Skjáskot Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun koma fram sátta- og minningarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík og viðurkenna þá fordóma sem HIV jákvæðir og alnæmissjúkir urðu fyrir við upphaf faraldursins á níunda áratugnum. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigurvins Lárusar Jónssonar, prests hjá Fríkirkjunni, í dag. En greinin er unnin upp úr myndbandi sem kirkjan gaf út á Youtube. Í myndbandinu er einnig viðtal við Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóra HIV Ísland, um þennan tíma. „Öll þessi ár og þessa áratugi komum við alltaf aftur að þessari útskúfun sem við urðum fyrir. Ekki bara það að við værum með þessa drepsótt, heldur það hvernig okkur var útskúfað og hafnað,“ segir Einar í viðtalinu. „Ég sé fyrir mér að forsætisráðherrann komi til okkar hingað í kirkjuna og viðurkenni þetta, að það hafi verið þannig. Hvernig samfélagið brást okkur, hvernig við vorum skildir eftir. Hvernig stofnanir samfélagsins, löggjafarvaldið, heilbrigðisstofnanir og aðrir, í raun og veru létu okkur á margan hátt róa.“ Sjúkdómur og synd Meðal þess sem vísað er í eru skoðanagreinar frá níunda áratugnum þar sem alnæmi er lýst sem svari við „óeðlilegu kynlífi.“ „Sjúkdómurinn er enn þá lang algengastur meðal kynvillinga. Af þessu sést glöggt að ástæðan fyrir alnæmi er frjálst eða óeðlilegt kynlíf. Með öðrum orðum „synd“. Afleiðing syndar kallar alltaf á dauða,“ segir í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1987. Ástin heilög Bendir Lárus einnig á áhrif bandaríska sjónvarpspredikarans Billy Graham, og Franklin Graham sonar hans, sem haldið hefur boðskapnum á lofti og meðal annars heimsótti Ísland árið 2013 á Hátíð vonar sem skipulögð var af mörgum kristnum söfnuðum, þar á meðal Þjóðkirkjunni. Áhrif predikarans Billy Graham og sonar hans Franklin eru mikil.Getty „Afstaða í garð hinsegin fólks og HIV jákvæðra hefur breyst mjög til batnaðar hér á landi en á heimsvísu er að eiga sér bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks,“ segir Lárus og bendir sérstaklega á þróunina í Afríkuríkinu Úganda. Þar hafi bandarískir evangelistar ýtti undir fordóma gegn samkynhneigðum með voveiflegum afleiðingum. Í sáttaferli sé nauðsynlegt að misgjörðir séu kallaðar réttum nöfnum og að ofbeldi sé fordæmt. „Mér ber jafnframt skylda sem prestur að játa að ástin er heilög í öllum þeim myndum sem hún birtist og að fordæma þá guðsmynd að Guð refsi þeim sem elska, með smitsjúkdómum,“ segir Lárus. Trúmál Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigurvins Lárusar Jónssonar, prests hjá Fríkirkjunni, í dag. En greinin er unnin upp úr myndbandi sem kirkjan gaf út á Youtube. Í myndbandinu er einnig viðtal við Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóra HIV Ísland, um þennan tíma. „Öll þessi ár og þessa áratugi komum við alltaf aftur að þessari útskúfun sem við urðum fyrir. Ekki bara það að við værum með þessa drepsótt, heldur það hvernig okkur var útskúfað og hafnað,“ segir Einar í viðtalinu. „Ég sé fyrir mér að forsætisráðherrann komi til okkar hingað í kirkjuna og viðurkenni þetta, að það hafi verið þannig. Hvernig samfélagið brást okkur, hvernig við vorum skildir eftir. Hvernig stofnanir samfélagsins, löggjafarvaldið, heilbrigðisstofnanir og aðrir, í raun og veru létu okkur á margan hátt róa.“ Sjúkdómur og synd Meðal þess sem vísað er í eru skoðanagreinar frá níunda áratugnum þar sem alnæmi er lýst sem svari við „óeðlilegu kynlífi.“ „Sjúkdómurinn er enn þá lang algengastur meðal kynvillinga. Af þessu sést glöggt að ástæðan fyrir alnæmi er frjálst eða óeðlilegt kynlíf. Með öðrum orðum „synd“. Afleiðing syndar kallar alltaf á dauða,“ segir í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1987. Ástin heilög Bendir Lárus einnig á áhrif bandaríska sjónvarpspredikarans Billy Graham, og Franklin Graham sonar hans, sem haldið hefur boðskapnum á lofti og meðal annars heimsótti Ísland árið 2013 á Hátíð vonar sem skipulögð var af mörgum kristnum söfnuðum, þar á meðal Þjóðkirkjunni. Áhrif predikarans Billy Graham og sonar hans Franklin eru mikil.Getty „Afstaða í garð hinsegin fólks og HIV jákvæðra hefur breyst mjög til batnaðar hér á landi en á heimsvísu er að eiga sér bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks,“ segir Lárus og bendir sérstaklega á þróunina í Afríkuríkinu Úganda. Þar hafi bandarískir evangelistar ýtti undir fordóma gegn samkynhneigðum með voveiflegum afleiðingum. Í sáttaferli sé nauðsynlegt að misgjörðir séu kallaðar réttum nöfnum og að ofbeldi sé fordæmt. „Mér ber jafnframt skylda sem prestur að játa að ástin er heilög í öllum þeim myndum sem hún birtist og að fordæma þá guðsmynd að Guð refsi þeim sem elska, með smitsjúkdómum,“ segir Lárus.
Trúmál Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31