Almenningur getur nú vaktað skipulagsmál í nærumhverfi sínu Helena Rós Sturludóttir skrifar 17. maí 2023 19:11 Ólafur Árnason, settur forstjóri Skipulagsstofnunar, segir Skipulagsgáttina byltingu sem auðveldi almenningi og hagsmunaaðilum aðgengi að skipulagsmálum og umhverfismati. Sigurjón Ólason Skipulagsgáttin er ný gagna- og samráðsgátt um skipulag, umhverfismat og leyfisveitingar. Gögn sem áður reyndust almenningi og hagsmunaaðilum flókið að nálgast má nú finna á einum stað. Forstjóri Skipulagsstofnunar segir gáttina byltingu í aðgengi að skipulagsmálum og umhverfismati. Skipulagsstofnun hefur haft umsjón með þróun og uppsetningu gáttarinnar sem var opnuð sveitarfélögum og svæðisskipulagsnefndum 1. maí. Frá 1. júní verða mál allra sveitarfélaga unnin og kynnt í gáttinni. „Til þessa og í dag erum við að kynna öll þau mál í öllum þeim sveitarfélögum sem eru að vinna með skipulag í dag inni á þeirra heimasíðum. En með Skipulagsgáttinni þá fara núna öll mál, öll svæðis-, aðal-, og deiliskipulög og breytingar á þeim, umhverfismat og framkvæmdaleyfi á einn stað þegar það kemur að kynningu þessara mála. Skipulagsgáttin er samráðsgátt og gagnagátt fyrir þennan málaflokk núna þar sem fólk getur skoðað og gert athugasemdir við það í gegnum gáttina,“ segir Ólafur. Gáttin sé risastórt skref í stafrænni þjónustu á sviði skipulagsmála. Hægt að vakta ákveðin hverfi Með tilkomu Samráðsgáttarinnar getur fólk vaktað mál í sínu nærumhverfi eða því svæði eða málaflokki sem það hefur áhuga á. Forstjóri Skipulagsstofnunar telur að gáttin muni koma til með að einfalda hluti fyrir almenning og auka yfirsýn. „Þú getur farið inn á gáttina og stofnað þá vöktun sem þér hentar og þú færð þá tilkynningar um mál þegar þau berast í kynningu. Það er einnig hægt að vakta mál og fylgjast með framvindu mála frá því að þau hefjast til dæmis með skipulagslýsingu og þangað til að þau eru samþykkt endanlega,“ segir Ólafur sem telur að gáttin komi til með að einfalda hluti fyrir almenning í frekar flóknum málaflokki. „Þetta eykur verulega yfirsýn, þú sérð allar athugasemdir sem hafa verið gerðar hafa verið, af umsagnaraðilum eða almenningi í þessum málum. Öll gögnin eru á einum stað.“ Ekki í mínum bakgarði Skipulagsmál geta verið afar umdeild. Sem dæmi má nefna úrræði fyrir heimilislausa eða virkjanaframkvæmdir þar sem fólk er fylgjandi breytingum svo framarlega sem þær verða ekki í þeirra eigin bakgarði. Þá er oft vísað til fyrirbærisins NIMBY-isma, sem stendur fyrir „Not in my back yard“. „Ég held að það sé af hinu góða að við séum meðvituð um það sem er að gerast í skipulagsmálum og umhverfismati almennt. Við erum í gegnum þetta stjórntæki að sjálfsögðu að móta byggðina til framtíðar. Þannig að það að almenningur taki meira þátt er verulega gott. Ég óttast ekki nimby-isma með þessu og tel að með þessu móti geti fólk haldið áfram en með auðveldari hætti að reyna hafa áhrif á það sem er að gerast í þeirra nærumhverfi,“ segir Ólafur. Komi ekki í stað starfsfólks Aðspurður hvort að Skipulagsgáttin komi til með að hjálpa sveitarfélögum við vinnslu á skipulagsmálum svarar Ólafur játandi. „Það er eitt af okkar markmiðum. Skipulagsgáttin er unnin fyrir sveitarfélögin, starfsmenn þeirra, sem eru með mjög mörg mál í gangi. Þetta á að hjálpa þeim að halda utan um gögn og mál. Þannig ég vona að þetta muni spara verulega vinnu hjá þeim.“ Skipulagsgáttin komi þó ekki í stað starfsfólks. „Við þurfum enn þá fólk til að vinna í skipulagsmálum, móta land og byggð og borgir og allt það sem í kringum okkur er. Ég held að þetta sé fyrst og fremst til þess að koma meira fólki að í þessari vinnu, almenningi og hagsmunaaðilum,“ segir Ólafur. Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Ósátt húsfélög höfðu ekki erindi sem erfiði vegna nýs KR-svæðis Úrskurðarnefnd auðlindamála hefur vísað frá kæru tveggja húsfélaga í grennd við KR-svæðið, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar svæðisins. 3. mars 2023 10:50 Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur haft umsjón með þróun og uppsetningu gáttarinnar sem var opnuð sveitarfélögum og svæðisskipulagsnefndum 1. maí. Frá 1. júní verða mál allra sveitarfélaga unnin og kynnt í gáttinni. „Til þessa og í dag erum við að kynna öll þau mál í öllum þeim sveitarfélögum sem eru að vinna með skipulag í dag inni á þeirra heimasíðum. En með Skipulagsgáttinni þá fara núna öll mál, öll svæðis-, aðal-, og deiliskipulög og breytingar á þeim, umhverfismat og framkvæmdaleyfi á einn stað þegar það kemur að kynningu þessara mála. Skipulagsgáttin er samráðsgátt og gagnagátt fyrir þennan málaflokk núna þar sem fólk getur skoðað og gert athugasemdir við það í gegnum gáttina,“ segir Ólafur. Gáttin sé risastórt skref í stafrænni þjónustu á sviði skipulagsmála. Hægt að vakta ákveðin hverfi Með tilkomu Samráðsgáttarinnar getur fólk vaktað mál í sínu nærumhverfi eða því svæði eða málaflokki sem það hefur áhuga á. Forstjóri Skipulagsstofnunar telur að gáttin muni koma til með að einfalda hluti fyrir almenning og auka yfirsýn. „Þú getur farið inn á gáttina og stofnað þá vöktun sem þér hentar og þú færð þá tilkynningar um mál þegar þau berast í kynningu. Það er einnig hægt að vakta mál og fylgjast með framvindu mála frá því að þau hefjast til dæmis með skipulagslýsingu og þangað til að þau eru samþykkt endanlega,“ segir Ólafur sem telur að gáttin komi til með að einfalda hluti fyrir almenning í frekar flóknum málaflokki. „Þetta eykur verulega yfirsýn, þú sérð allar athugasemdir sem hafa verið gerðar hafa verið, af umsagnaraðilum eða almenningi í þessum málum. Öll gögnin eru á einum stað.“ Ekki í mínum bakgarði Skipulagsmál geta verið afar umdeild. Sem dæmi má nefna úrræði fyrir heimilislausa eða virkjanaframkvæmdir þar sem fólk er fylgjandi breytingum svo framarlega sem þær verða ekki í þeirra eigin bakgarði. Þá er oft vísað til fyrirbærisins NIMBY-isma, sem stendur fyrir „Not in my back yard“. „Ég held að það sé af hinu góða að við séum meðvituð um það sem er að gerast í skipulagsmálum og umhverfismati almennt. Við erum í gegnum þetta stjórntæki að sjálfsögðu að móta byggðina til framtíðar. Þannig að það að almenningur taki meira þátt er verulega gott. Ég óttast ekki nimby-isma með þessu og tel að með þessu móti geti fólk haldið áfram en með auðveldari hætti að reyna hafa áhrif á það sem er að gerast í þeirra nærumhverfi,“ segir Ólafur. Komi ekki í stað starfsfólks Aðspurður hvort að Skipulagsgáttin komi til með að hjálpa sveitarfélögum við vinnslu á skipulagsmálum svarar Ólafur játandi. „Það er eitt af okkar markmiðum. Skipulagsgáttin er unnin fyrir sveitarfélögin, starfsmenn þeirra, sem eru með mjög mörg mál í gangi. Þetta á að hjálpa þeim að halda utan um gögn og mál. Þannig ég vona að þetta muni spara verulega vinnu hjá þeim.“ Skipulagsgáttin komi þó ekki í stað starfsfólks. „Við þurfum enn þá fólk til að vinna í skipulagsmálum, móta land og byggð og borgir og allt það sem í kringum okkur er. Ég held að þetta sé fyrst og fremst til þess að koma meira fólki að í þessari vinnu, almenningi og hagsmunaaðilum,“ segir Ólafur.
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Ósátt húsfélög höfðu ekki erindi sem erfiði vegna nýs KR-svæðis Úrskurðarnefnd auðlindamála hefur vísað frá kæru tveggja húsfélaga í grennd við KR-svæðið, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar svæðisins. 3. mars 2023 10:50 Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12
Ósátt húsfélög höfðu ekki erindi sem erfiði vegna nýs KR-svæðis Úrskurðarnefnd auðlindamála hefur vísað frá kæru tveggja húsfélaga í grennd við KR-svæðið, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar svæðisins. 3. mars 2023 10:50
Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20