Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2023 08:00 Vilborg segir að þrátt fyrir að gildi lýðræðis og réttarríkis þyki sjálfsögð hér á landi sé mikilvægt að impra á þeim á vettvangi Evrópuráðsins þegar þess gefst kostur. Aðsend Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. Á fundinum var samþykkt að taka saman tjónaskrá, um allt það tjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu með innrás sinni. Þar er undir bæði manntjón og fjárhagslegt tjón. Alþjóðastjórnmálafræðingur sem fréttastofa ræddi við segir um mikilvægt verkefni að ræða. En hvert er mikilvægi tjónaskrárinnar? Fréttastofa ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing, sem segir mikilvægi hennar margþætt. „Það hefur nú bæði verið talað um að það séu jafnvel nú þegar hafnar aðgerðir til þess að láta rússnesk stjórnvöld greiða fyrir tjónið í gegnum eignir þeirra á Vesturlöndum. Annars er þetta að sjálfsögðu langtímaverkefni. Stríðinu er hvergi nærri lokið, að því er virðist,“ segir Vilborg. Með aðkomu Evrópuráðsins séu Úkraínumenn í mun betri stöðu, þannig að þeir þurfi ekki sjálfir að halda utan um þann skaða sem innrásarher Rússa hefur unnið, og mun vinna. „En auðvitað er ekki hægt að segja í dag nákvæmlega hvaða þýðingu þetta mun hafa. Þetta er eitthvað sem er verið að hugsa fyrir það þegar stríðinu er lokið, fyrst og fremst. Sem við vitum auðvitað ekki hvenær verður.“ Um er að ræða fjórða leiðtogafund í sögu ráðsins, sem var stofnað 1949. Auk stuðnings við Úkraínu impruðu ríki ráðsins einnig á gildum lýðræðis og réttarríkis. Minna áþreifanlegar niðurstöður þar, en engu að síður mikilvægar að sögn Vilborgar. „Það má segja að það sé auðvitað mikilvægt að ítreka þennan stuðning, ítreka að þetta séu gildin sem unnið er eftir, og á sama tíma veita ákveðna pressu til þeirra ríkja innan Evrópuráðsins sem eru ekki alveg að fylgja þessum viðmiðum.“ Stórra frétta af átökum í Úkraínu var aldrei að vænta Vilborg segir mikilvægt að átta sig á því að Evrópuráðið leggi fyrst og fremst áherslu á lýðræði, mannréttindi og réttarríkið, en ekki öryggis- og varnarmál eða hernaðarmál. „Þannig að það var aldrei við því að búast að það yrðu stórar fréttir hvað varðar hernaðinn í Úkraínu og stöðuna þar í dag.“ Þannig að þeir sem halda því fram að þessi fundur hefði kannski getað verið tölvupóstur eða fjarfundur, þeir hafa þá ekki á réttu að standa? „Nei, ég myndi ekki segja það.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Á fundinum var samþykkt að taka saman tjónaskrá, um allt það tjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu með innrás sinni. Þar er undir bæði manntjón og fjárhagslegt tjón. Alþjóðastjórnmálafræðingur sem fréttastofa ræddi við segir um mikilvægt verkefni að ræða. En hvert er mikilvægi tjónaskrárinnar? Fréttastofa ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing, sem segir mikilvægi hennar margþætt. „Það hefur nú bæði verið talað um að það séu jafnvel nú þegar hafnar aðgerðir til þess að láta rússnesk stjórnvöld greiða fyrir tjónið í gegnum eignir þeirra á Vesturlöndum. Annars er þetta að sjálfsögðu langtímaverkefni. Stríðinu er hvergi nærri lokið, að því er virðist,“ segir Vilborg. Með aðkomu Evrópuráðsins séu Úkraínumenn í mun betri stöðu, þannig að þeir þurfi ekki sjálfir að halda utan um þann skaða sem innrásarher Rússa hefur unnið, og mun vinna. „En auðvitað er ekki hægt að segja í dag nákvæmlega hvaða þýðingu þetta mun hafa. Þetta er eitthvað sem er verið að hugsa fyrir það þegar stríðinu er lokið, fyrst og fremst. Sem við vitum auðvitað ekki hvenær verður.“ Um er að ræða fjórða leiðtogafund í sögu ráðsins, sem var stofnað 1949. Auk stuðnings við Úkraínu impruðu ríki ráðsins einnig á gildum lýðræðis og réttarríkis. Minna áþreifanlegar niðurstöður þar, en engu að síður mikilvægar að sögn Vilborgar. „Það má segja að það sé auðvitað mikilvægt að ítreka þennan stuðning, ítreka að þetta séu gildin sem unnið er eftir, og á sama tíma veita ákveðna pressu til þeirra ríkja innan Evrópuráðsins sem eru ekki alveg að fylgja þessum viðmiðum.“ Stórra frétta af átökum í Úkraínu var aldrei að vænta Vilborg segir mikilvægt að átta sig á því að Evrópuráðið leggi fyrst og fremst áherslu á lýðræði, mannréttindi og réttarríkið, en ekki öryggis- og varnarmál eða hernaðarmál. „Þannig að það var aldrei við því að búast að það yrðu stórar fréttir hvað varðar hernaðinn í Úkraínu og stöðuna þar í dag.“ Þannig að þeir sem halda því fram að þessi fundur hefði kannski getað verið tölvupóstur eða fjarfundur, þeir hafa þá ekki á réttu að standa? „Nei, ég myndi ekki segja það.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira