Sú stund hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum en Pavel tók við Tindastól á miðju tímabili og stýrði því til sigurs í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.
Í þann mund sem Stólarnir voru hver af öðrum að lyfta Íslandsmeistaratitlinum við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinni barst myndavélin á Pavel í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pavel lyftir Íslandsmeistaratitlinum, heldur síðan af verðlaunapallinum, tekur verðlaunapeninginn af sér og setur hann á ungan stuðningsmann sem á nú allt í einu afar sögulegan verðlaunapening.
Þetta er eitthvað sem Pavel hafði tekið upp á sem leikmaður á sínum tíma en þar naut hann mikillar velgengni. Í samtali við MBL árið 2016 ræddi hann þá nálgun sína að gefa ungum stuðningsmönnum medalíurnar sínar.
„Ég þarf ekki medalíur til að minna mig á minningarnar og sigrana,“ sagði Pavel í samtali við MBL árið 2016. „Medalían er stórmál fyrir krakkana og þegar ég var á þeirra aldri leit ég upp til íþróttamanna og þótti vænt um athygli frá þeim. Ef sigurlaunin gleðja krakkana gleður það mig meira en medalían sjálf.“
Myndband af því þegar að Pavel lætur ungan stuðningsmann fá medalíuna sína í gærkvöldi má sjá hér fyrir neðan: