Gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga á fundi með Katrínu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. maí 2023 10:55 Leo Vardakar vill sjá endalok hvalveiða í heiminum. Samsett: Getty, Arnar Halldórsson Leo Vardakar, forsætisráðherra Írlands, gagnrýnir Íslendinga fyrir hvalveiðar. Tók hann upp málið á tvíhliða fundi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á leiðtogafundi Evrópuráðsins í vikunni. „Við áttum gott samtal um þetta. Ný rannsókn sem gerð var fyrir íslensk stjórnvöld sýnir að það tók marga hvali tvo eða þrjá tíma að deyja,“ segir Vardakar við írska dagblaðið Independent. Vísar hann þá til eftirlitsrannsóknar Matvælastofnunar frá síðasta hvalveiðiári sem vakið hefur mikla athygli og hneykslan. Vardakar segist hafa gagnrýnt hvalveiðar Íslendinga á leiðtogafundinum. „Eins og Írar sjálfir, vilja Íslendingar ekki að erlendar ríkisstjórnir segi þeim fyrir verkum. Svo ég ásakaði þá ekki. En ég tók málið upp og hún var viljug að tala um þetta,“ segir hann um fundinn með Katrínu. Vill sjá endalok hvalveiða Segir hann að Katrín hefði sagt sér að það væri enn þá óljóst hvort að ný hvalveiðileyfi verði gefin út fyrir næsta ár. Ef svo gæti það verið gert með mun strangari skilyrðum um dýravelferð en nú eru. „Það er opin spurning á Íslandi um hvort að hvalveiðar ættu að vera leyfilegar eða ekki. Þetta er frekar nýleg hefð í landinu, innflutt af Norðmönnum á síðustu öld,“ segir hann. Vardakar segir að írskt hafsvæði sé orðið að eins konar verndarsvæði fyrir hvali. Hafi bæði hvölum og höfrungum fjölgað á undanförnum árum við írskar strendur sem sé mikilvægt fyrir bæði ferðamannaiðnaðinn og líffræðilegan fjölbreytileika. „Ég myndi vilja sjá endalok hvalveiða í öllum heiminum. En við skiljum að aðrar þjóðir taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Vardakar. „Við ætlum ekki að segja öðrum þjóðum hvernig þau eiga að haga sér. Við viljum aðallega tala um samstarf. En við deilum öll hafinu og líffræðilegur fjölbreytileiki er hluti af umræðunni fyrir alla.“ Írland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hvalveiðar Tengdar fréttir Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26 Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00 „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Sjá meira
„Við áttum gott samtal um þetta. Ný rannsókn sem gerð var fyrir íslensk stjórnvöld sýnir að það tók marga hvali tvo eða þrjá tíma að deyja,“ segir Vardakar við írska dagblaðið Independent. Vísar hann þá til eftirlitsrannsóknar Matvælastofnunar frá síðasta hvalveiðiári sem vakið hefur mikla athygli og hneykslan. Vardakar segist hafa gagnrýnt hvalveiðar Íslendinga á leiðtogafundinum. „Eins og Írar sjálfir, vilja Íslendingar ekki að erlendar ríkisstjórnir segi þeim fyrir verkum. Svo ég ásakaði þá ekki. En ég tók málið upp og hún var viljug að tala um þetta,“ segir hann um fundinn með Katrínu. Vill sjá endalok hvalveiða Segir hann að Katrín hefði sagt sér að það væri enn þá óljóst hvort að ný hvalveiðileyfi verði gefin út fyrir næsta ár. Ef svo gæti það verið gert með mun strangari skilyrðum um dýravelferð en nú eru. „Það er opin spurning á Íslandi um hvort að hvalveiðar ættu að vera leyfilegar eða ekki. Þetta er frekar nýleg hefð í landinu, innflutt af Norðmönnum á síðustu öld,“ segir hann. Vardakar segir að írskt hafsvæði sé orðið að eins konar verndarsvæði fyrir hvali. Hafi bæði hvölum og höfrungum fjölgað á undanförnum árum við írskar strendur sem sé mikilvægt fyrir bæði ferðamannaiðnaðinn og líffræðilegan fjölbreytileika. „Ég myndi vilja sjá endalok hvalveiða í öllum heiminum. En við skiljum að aðrar þjóðir taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Vardakar. „Við ætlum ekki að segja öðrum þjóðum hvernig þau eiga að haga sér. Við viljum aðallega tala um samstarf. En við deilum öll hafinu og líffræðilegur fjölbreytileiki er hluti af umræðunni fyrir alla.“
Írland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hvalveiðar Tengdar fréttir Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26 Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00 „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Sjá meira
Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26
Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00
„Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14