Starfsmenn og nemendur mótmæla fyrirhugaðri sameiningu Kvennó og MS Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. maí 2023 13:16 Kolfinna Jóhannesdóttir, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, hyggst mæta á mótmælin sem boðað hefur verið til vegna fyrirhugaðrar sameiningar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund. stjórnarráðið Nemendur og kennarar við Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund mótmæla fyrirhuguðum samruna skólanna og segja mennta- og barnamálaráðuneytið taka stór skref án samráðs og aðkomu nemenda og starfsmanna. Samband íslenskra framhaldsskólanema, nemendur skólanna beggja og kennarar hafa boðið til mótmæla í dag sem hefjast klukkan eitt í dag fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið. Skólameistari Kvennaskólans segir alveg ljóst að mikil andstaða sé við hugmyndina. Hugmyndir stýrihóps á vegum mennta- og barnamálaráðherra vegna sameiningar Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund hafa verið harðlega gagnrýndar. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Kvennaskólans segir andstöðuna einna helst snúa að menningarverðmætum skólanna tveggja og ótta um að þau muni glatast við samruna. Menningarverðmæti glatist „Það liggur alveg ljóst fyrir að mínu mati að það liggur alveg ljóst fyrir að mínu mati að það er mikil andstaða vegna fyrirhugaðrar sameiningar Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Hún er bæði innan og utan skólans hvað okkur varðar. Mín upplifun er sú að þetta tengist almennt hugmyndinni um sameiningunni við aðra skóla og þá hugmyndinni um að menningarverðmæti skólastarfsins glatist,“ segir Kolfinna. Það taki tíma að byggja upp ákveðinn skólabrag og menningarverðmæti. „Í hverjum skóla verða til samskipti og gildi og skólastarf speglast líka í náttúrulegu umhverfi. Í tilfelli Kvennaskólans þá eru mjög rík tengsl við sögu jafnréttisbaráttu kvenna og hvernig þeim gildum hefur verið haldið í gegnum tíðina. Þannig ég held að þetta sé að speglast í þessum mótmælum sem við erum að fara sjá í dag,“ segir Kolfinna jafnframt. Slæm tímasetning stjórnvalda Þá hefur tímasetningin á fýsileikakönnun vegna fyrirhugaðrar sameiningu einnig verið gagnrýnd. „Að mínu mati er þetta eitthvað til að draga lærdóm af. Tímasetningin hún er erfið. Það er mikið álag í skólanum á þessum tíma. Auðvitað er alltaf álag en það er alveg sérstaklega mikið álag á skólunum á vorin. Það var líka stuttur tími gefinn til að skila gögnum inn en við náttúrulega bara bregðumst við því og gerum okkar besta eins og alltaf. Við höfum verið að vinna núna í því að taka niður sjónarmið starfsfólks og nemenda. Auðvitað hefðum við viljað hafa tíma fyrir víðtækara samráð til dæmis við foreldra og hollvini skólans,“ segir Kolfinna. Skólastjórnendur stefni að því að skila af sér greinargerð um málið í næstu viku. Kolfinna segir breytingaröfl innan Kvennaskólans og að skólinn sé tilbúinn í samstarf um innleiðingu þeirra áherslna sem birtist í menntastefnu stjórnvalda um aukna farsæld og skólaþróun. „Það er líka rétt að halda því til haga að eins og málið var kynnt í upphafi þá er einnig verið að skoða hvort að aukið samstarf skóla sé kostur með hliðsjón af framtíðaráskorunum.“ Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Allar raddir muni heyrast og ekkert borðfast um sameiningu Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. 28. apríl 2023 21:28 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hugmyndir stýrihóps á vegum mennta- og barnamálaráðherra vegna sameiningar Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund hafa verið harðlega gagnrýndar. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Kvennaskólans segir andstöðuna einna helst snúa að menningarverðmætum skólanna tveggja og ótta um að þau muni glatast við samruna. Menningarverðmæti glatist „Það liggur alveg ljóst fyrir að mínu mati að það liggur alveg ljóst fyrir að mínu mati að það er mikil andstaða vegna fyrirhugaðrar sameiningar Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund. Hún er bæði innan og utan skólans hvað okkur varðar. Mín upplifun er sú að þetta tengist almennt hugmyndinni um sameiningunni við aðra skóla og þá hugmyndinni um að menningarverðmæti skólastarfsins glatist,“ segir Kolfinna. Það taki tíma að byggja upp ákveðinn skólabrag og menningarverðmæti. „Í hverjum skóla verða til samskipti og gildi og skólastarf speglast líka í náttúrulegu umhverfi. Í tilfelli Kvennaskólans þá eru mjög rík tengsl við sögu jafnréttisbaráttu kvenna og hvernig þeim gildum hefur verið haldið í gegnum tíðina. Þannig ég held að þetta sé að speglast í þessum mótmælum sem við erum að fara sjá í dag,“ segir Kolfinna jafnframt. Slæm tímasetning stjórnvalda Þá hefur tímasetningin á fýsileikakönnun vegna fyrirhugaðrar sameiningu einnig verið gagnrýnd. „Að mínu mati er þetta eitthvað til að draga lærdóm af. Tímasetningin hún er erfið. Það er mikið álag í skólanum á þessum tíma. Auðvitað er alltaf álag en það er alveg sérstaklega mikið álag á skólunum á vorin. Það var líka stuttur tími gefinn til að skila gögnum inn en við náttúrulega bara bregðumst við því og gerum okkar besta eins og alltaf. Við höfum verið að vinna núna í því að taka niður sjónarmið starfsfólks og nemenda. Auðvitað hefðum við viljað hafa tíma fyrir víðtækara samráð til dæmis við foreldra og hollvini skólans,“ segir Kolfinna. Skólastjórnendur stefni að því að skila af sér greinargerð um málið í næstu viku. Kolfinna segir breytingaröfl innan Kvennaskólans og að skólinn sé tilbúinn í samstarf um innleiðingu þeirra áherslna sem birtist í menntastefnu stjórnvalda um aukna farsæld og skólaþróun. „Það er líka rétt að halda því til haga að eins og málið var kynnt í upphafi þá er einnig verið að skoða hvort að aukið samstarf skóla sé kostur með hliðsjón af framtíðaráskorunum.“
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Allar raddir muni heyrast og ekkert borðfast um sameiningu Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. 28. apríl 2023 21:28 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Allar raddir muni heyrast og ekkert borðfast um sameiningu Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. 28. apríl 2023 21:28
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22